Paxlovid

Veirusýkingalyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Ritonavir Nirmatrelvir

Markaðsleyfishafi: Pfizer | Skráð: 28. janúar, 2022

Paxlovid er veirulyf sem inniheldur tvö virk efni, nirmatrelvir og ritonavir, í tvenns konar töflum. Paxlovid er notað til meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum með COVID-19 sem ekki þurfa á súrefnisgjöf að halda og sem eru í aukinni hættu á að sjúkdómurinn versni og verði alvarlegur. COVID-19 er sjúkdómur af völdum veiru sem kallast kórónaveira. Nirmatrelvir stöðvar fjölgun veirunnar í frumum og það kemur í veg fyrir fjölgun veirunnar í líkamanum. Ritonavir hamlar umbroti nirmatrelvirs og eykur þannig virkni þess.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
2 töflur af nirmatrelviri (bleikar töflur) og 1 tafla af ritonaviri (hvít tafla) tvisvar á dag (á morgnana og á kvöldin) í 5 daga. Fyrir hvern skammt skal taka allar 3 töflurnar á sama tíma, töflurnar á að gleypa heilar þær má ekki brjóta eða mylja.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Fljótlega eftir inntöku lyfsins.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Nei.

Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Ef þú gleymir að taka skammt af Paxlovid en manst eftir því innan 8 klukkustunda eftir að þú áttir að taka hann skaltu taka hann um leið og þú manst eftir því. Ef meira en 8 klukkustundir eru liðnar skaltu ekki taka skammtinn sem gleymst hefur og taka næsta skammt á áætluðum tíma. Ekki á að taka tvo skammta af Paxlovid á sama tíma.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Skal hafa strax samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (543 2222).

Langtímanotkun:
Lyfið er ekki ætlað til langtímanotkunar.


Aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Breyting á bragðskyni          
Höfuðverkur          
Kviðverkir          
Ógleði, uppköst, niðurgangur          
Ofnæmisviðbrögð, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar      
Vöðvaverkir          
Hár blóðþrýstingur          

Milliverkanir

Lyfið hefur töluverðar milliverkanir, segðu lækni frá öllum þeim lyfjum sem þú tekur.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með háan blóðþrýsting
  • þú sért með hjarta-, lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Ekki liggur fyrir hvort notkun á lyfinu sé örugg á meðgöngu. Mælt er með því að forðast kynlíf eða að nota getnaðarvörn meðan á notkun Paxlovid stendur og í varúðarskyni í 7 daga eftir að meðferð með Paxlovid er lokið.

Brjóstagjöf:
Þú skalt ekki vera með barn á brjósti meðan þú notar Paxlovid og í varúðarskyni í 7 daga eftir að meðferð með Paxlovid er lokið.

Börn:
Paxlovid er ekki ætlað börnum og unglingum undir 18 ára.

Eldra fólk:
Venjulegir skammtar.

Akstur:
Talið er að lyfið hafi ekki áhrif á hæfni til aksturs.

Áfengi:
Engar rannsóknir hafa verið gerðar með Paxlovid og áfengi en best er að forðast áfengi meðan á meðferð stendur.

Íþróttir:
Má nota í keppni.

Annað:
Paxlovid getur dregið úr verkun hormónagetnaðarvarna og ef þú notar slíka getnaðarvörn er ráðlagt að nota smokk eða aðra getnaðarvörn sem ekki byggist á hormónum.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.