Klacid
Sýklalyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Klaritrómýcín
Markaðsleyfishafi: Mylan | Skráð: 1. apríl, 1992
Klacid er sýklalyf og fæst sem mixtúrukyrni og töflur. Lyfið er gefið við efri og neðri loftvegasýkingum og líka húð- og mjúkvefjasýkingum sem stafa af völdum næmra sýkla. Töflurnar eru einnig notaðar til að uppræta skeifugarnasár hjá sjúklingum með Helicobacter pylori sýkingu. Virka efnið klaritrómýcín berst vel inn í vefi eins og eitlavef, lungnavef og miðeyra. Í Klacid mixtúru er klaritrómýcínið í litlum kornum sem eru húðuð til að fela bragðið af efninu. Kornin leysast ekki upp í maga af því að kornhúðin er óleysanleg í súru umhverfi. Mixtúran er bragðbætt með sykri og ávaxtabragðefni.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur og mixtúra til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
Fullorðnir: 250-500 mg í senn 2-3svar á dag. Börn: 7,5 mg á hvert kg líkamsþyngdar í senn 2svar á dag. Mixtúran hristist fyrir notkun.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Misjafnt eftir því hvar sýkingin er og hversu næmir sýklarnir eru fyrir lyfinu. Hámarksþéttni lyfsins í blóði næst eftir um 2 klst.
Verkunartími:
Um 8 klst. eftir stakan skammt.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum þar sem börn hvorki ná til né sjá. Uppleyst mixtúra geymist í 14 daga við stofuhita.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Taktu síðan það sem eftir er af dagskammtinum með reglulegu millibili. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Taktu lyfið eins lengi og læknir fyrirskipar eða ljúktu við skammtinn sem þér var úthlutaður þótt einkenni sýkingarinnar séu ekki lengur til staðar. Annars er hætta á því að sýkingin haldi áfram og bakteríur myndi ónæmi fyrir lyfinu.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef teknir eru mjög stórir skammtar eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Klaritrómýcin er yfirleitt gefið í skamman tíma í senn.
Aukaverkanir
Um 5-10% sjúklinga fá einhverjar aukaverkanir, algengastar eru aukaverkanir frá meltingarfærum.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Gula | |||||||
Höfuðverkur, ógleði | |||||||
Kviðverkir, niðurgangur, meltingaróþægindi | |||||||
Sveppasýking í munni og hálsi | |||||||
Tímabundin heyrnarskerðing | |||||||
Truflun á bragðskyni | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar |
Milliverkanir
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
- Braftovi
- Brilique
- Colchicine Tiofarma
- Colrefuz
- Dostinex
- Dronedarone STADA
- Dronedarone Teva
- Eplerenon Krka
- Eplerenone Alvogen
- Eplerenone Bluefish
- Ezetimib/Simvastatin Krka
- Inegy
- Inspra
- Kerendia
- Lerkanidipin Actavis
- Lynparza
- Methergin
- Moventig
- Multaq
- Quetiapin Actavis
- Quetiapin Krka
- Quetiapin Medical Valley
- Quetiapin Viatris
- Quetiapine Alvogen
- Relpax
- Serdolect
- Seroquel Prolong
- Simvastatin Actavis
- Simvastatín Alvogen
- Simvastatin Bluefish
- Ticagrelor Krka
- Vydura
- Xeljanz
Getur haft áhrif á
- Abilify
- Abilify Maintena
- Abilify Maintena (Lyfjaver)
- Abstral
- Activelle
- Adalat Oros
- Advagraf
- Advagraf (Heilsa)
- Advagraf (Lyfjaver)
- Afinitor
- Alfuzosin hydrochlorid ratiopharm
- Alprazolam Krka
- Alprazolam WH (hét áður Alprazolam Mylan)
- Alunbrig
- Amló
- Amlodipin Bluefish
- Amlodipin Medical Valley
- Amlodipin Zentiva
- Amlodipine Vitabalans
- Aprepitant Medical Valley
- Aprepitant STADA
- Aripiprazol Krka
- Aripiprazol Medical Valley
- Aripiprazol W&H
- Asubtela
- Atorvastatin Xiromed
- Atozet
- Bosulif
- Buccolam
- Candizol
- Cardil
- Cerazette
- Certican
- Cialis
- Cinacalcet STADA
- Cinacalcet WH
- Cleodette
- Clindamycin EQL Pharma
- Clozapin Medical
- Clozapine Actavis
- Colchicine Tiofarma
- Colrefuz
- Cordarone
- Cypretyl
- Dabigatran Etexilate Accord
- Dabigatran etexilate Krka
- Dailiport
- Dalacin
- Depo-Medrol
- Depo-Provera
- Desirett
- Detrusitol Retard
- Diamicron Uno
- Dificlir
- Diflucan
- Digoxin DAK (Lyfjaver)
- Diltiazem HCl Alvogen (áður Dilmin)
- Drovelis
- Efexor Depot
- Emend
- Emla
- Emselex
- Epidyolex
- Esomeprazol Actavis
- Esomeprazol Krka
- Esomeprazol Krka (Heilsa)
- Esomeprazole Jubilant
- Estring
- Estrofem 1 mg
- Estrofem 2 mg
- Estrogel
- Everolimus WH
- Evorel Sequi
- Evra
- Exforge
- Felodipine Alvogen
- Femanest
- Fentanyl Actavis
- Fentanyl Alvogen
- Fesoterodine Medical Valley
- Fesoterodine Teva
- Fluconazol Krka
- Fluconazol ratiopharm (afskráð des 2022)
- Flúoxetín Actavis
- Fluoxetin Mylan
- Fluoxetin WH
- Fluoxetine Vitabalans
- Fontex
- Fungyn
- Galantamin STADA
- Gestrina
- Gliclazíð Krka
- Harmonet
- Ikervis
- Imatinib Accord
- Imatinib Krka d.d.
- Immex
- Imodium
- Imodium (Heilsa)
- Imomed
- Imovane
- Intuniv
- Isoptin Retard
- Jaydess
- Kestine
- Kliogest
- Kyleena
- Lenzetto
- Leptanal
- Levonorgestrel ABECE (Heilsa)
- Levonorgestrel Apofri
- Levosert
- Levosertone
- Lidbree
- Lidokain Viatris
- Lidokain-tetrakain - forskriftarlyf
- Lipistad
- Logimax
- Logimax forte
- Loperamide Medical Valley
- Magical Mouthwash
- Melleva
- Mercilon
- Metadon 2care4
- Metadon Abcur
- Microgyn
- Microstad
- Midazolam Medical Valley
- Mirena
- Míron
- Míron Smelt
- Mirtazapin Bluefish
- Mirtazapin Krka
- Modigraf
- Mogadon
- Nefoxef
- Nexium
- Nexium (Heilsa)
- Nexium (Lyfjaver)
- Nexplanon
- Norvasc
- Novofem
- NovoNorm
- NuvaRing
- Omeprazol Actavis
- Omeprazol Alvogen (áður Omeprazol ratiopharm)
- Omeprazol Medical Valley
- Orfiril
- Orfiril Retard
- Ornibel
- Ovestin
- Paxlovid
- PEDIPPI
- Postinor
- Pradaxa
- Primolut N
- Prograf
- Qlaira
- Rapamune
- Reagila
- Repaglinid Krka
- Revastad
- Revatio
- Rewellfem
- Rimactan
- Rivaroxaban WH
- Rosuvastatin Actavis
- Rosuvastatin Krka
- Rosuvastatin Xiromed
- Ryego
- Sandimmun Neoral
- Sativex
- Scemblix
- Sertral
- Sertralin Bluefish
- Sertralin Krka
- Sertralin WH
- Sildenafil Actavis
- Sildenafil Actavis (Heilsa)
- Sildenafil Medical Valley
- Solu-Medrol
- Sporanox
- Stesolid
- Tadalafil Krka
- Tadalafil Mylan
- Tafil
- Tafil Retard
- Tambocor
- Tambocor (Heilsa)
- Tavneos
- Tegretol
- Tegretol retard
- Tegretol Retard (Lyfjaver)
- Telfast
- Telfast (Heilsa)
- Toviaz
- Tradolan
- Tramadol Actavis
- Tramadol Krka
- Tramól-L
- Trisekvens
- Vagidonna
- Vagifem
- Venclyxto
- Venlafaxin Actavis
- Venlafaxin Krka
- Venlafaxin Medical Valley
- Venlafaxine Alvogen
- Venlafaxine Bluefish
- Veraloc Retard
- Vfend
- Viagra
- Visanne
- Vivelle Dot
- Vizarsin
- Voriconazole Accord
- Warfarin Teva
- Xarelto
- Xylocain
- Xylocain adrenalin
- Xylocain án rotvarnarefna
- Xylocain Dental Adrenalin
- Yasmin
- Yasmin 28
- Zarator
- Zoloft
- Zopiclone Actavis
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.
Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.
Börn:
Skammtar eru háðir líkamsþyngd.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.