Levonorgestrel ABECE (Heilsa)
Getnaðarvörn | Verðflokkur: 0 | Lausasölulyf
Virkt innihaldsefni: Levónorgestrel
Markaðsleyfishafi: Evolan Pharma | Skráð: 29. október, 2019
Levonorgestrel ABECE er neyðargetnaðarvörn sem hægt er að nota eftir samfarir, oft kölluð "daginn eftir pillan". Levónorgestrel er samtengt hormón með sömu áhrif í líkamanum og kvenhormónið prógesterón. Levónorgestrel veldur breytingum á slímhúð legsins og frjóvguð eggfruma nær síður að hreiðra þar um sig. Leghálsslímið þykknar og sáðfrumur eiga erfitt með að komast upp leghálsinn. Lyfið kemur í veg fyrir um 85% væntanlegra þungana og er hún slakari en væri notuð venjuleg getnaðarvarnartafla. Eftir intöku Levonorgestrel getur orðið bið á næstu tíðablæðingu eða hún komið fyrr en venjulega. Levonorgestrel er aðeins hugsuð í neyðartilvikum og hún er algerlega óviðeigandi sem almenn getnaðarvörn. Lyfið á ekki að nota oftar en einu sinni innan hvers tíðahrings og er eingöngu ætlað konum með reglulegar blæðingar. Konum er ráðlagt að fara í kvenskoðun og í þungunarpróf 3 vikum eftir notkun lyfsins, hvort sem tíðablæðing hefur orðið eða ekki.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
1 tafla til inntöku sem fyrst eftir samfarir. Taflan gleypist. Því fyrr sem taflan er tekin inn því öruggari er verkunin. Skammtinn þarf að taka innan 72 klst. frá óvörðum samförum. Hvorki má taka stærri skammt né endurtaka skömmtun innan sama tíðahrings. Ef kona kastar upp innan 3ja klst. frá inntöku lyfsins er ráðlagt að taka eina töflu til viðbótar. Hver tafla inniheldur 1500 míkrógrömm levónorgestrel.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Hámarks blóðþéttni lyfsins næst eftir 1-2 klst.
Verkunartími:
1-2 sólarhringar.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Lyfið er tekið í einum skammti og einungis ætlað til notkunar í neyðartilfellum. Skammtinn þarf að taka innan 72 klst. frá óvörðum samförum.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Lyfið er einungis ætlað til notkunar í neyðartilfellum.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið tekinn, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).
Langtímanotkun:
Lyfið er aðeins ætlað til notkunar í neyðartilvikum og er algerlega óviðunandi sem almenn getnaðarvörn.
Aukaverkanir
Meira en 10% kvenna fyrir aukaverkunum af völdum lyfsins.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Blæðingatruflanir | |||||||
Eymsli og verkir í brjóstum | |||||||
Höfuðverkur, svimi | |||||||
Kviðverkir, niðurgangur | |||||||
Ógleði og uppköst | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Þreyta |
Milliverkanir
Jóhannesarjurt og ginseng geta haft áhrif á virkni lyfsins.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Advagraf
- Advagraf (Heilsa)
- Advagraf (Lyfjaver)
- Amoxicillin Sandoz
- Amoxicillin Viatris
- Amoxicillin/Clavulanic Acid Normon
- Amoxin
- Apidra
- Azithromycin STADA
- Azitromicina Normon
- Azyter
- Betolvex
- Cefuroxim Fresenius Kabi
- Cefuroxim Navamedic
- Celebra
- Celecoxib Actavis
- Celecoxib Medical
- Ciprofloxacin Alvogen
- Ciprofloxacin Navamedic
- Clarithromycin Alvogen
- Clarithromycin Krka
- Clindamycin EQL Pharma
- Cloxabix
- Cotrim
- Dailiport
- Dalacin
- Decortin H
- Decutan
- Dicloxacillin Bluefish
- Doxycyklin EQL Pharma
- Doxylin
- Eusaprim
- Flagyl
- Flucloxacillin WH
- Furadantin
- Fycompa
- Glimeryl
- Haiprex
- Idotrim
- Ikervis
- Isotretinoin ratiopharm
- Kåvepenin
- Kåvepenin Frukt
- Keflex
- Klacid
- Lamictal
- Lamotrigin ratiopharm (Lyfjaver)
- Metronidazol Actavis
- Metronidazol Baxter Viaflo
- Metronidazol Normon
- Modigraf
- Neotigason
- Oracea
- Orfiril
- Orfiril Retard
- Oxcarbazepin Jubilant
- Penomax
- Prednisolon - forskriftarlyf
- Prednisolon EQL Pharma
- Prednisolone Actavis
- Prograf
- Qsiva
- Rimactan
- Rivotril
- Rosuvastatin Actavis
- Rosuvastatin Krka
- Rosuvastatin Xiromed
- Sandimmun Neoral
- Selexid
- Síprox
- Spectracillin
- Staklox
- Tegretol
- Tegretol retard
- Tegretol Retard (Lyfjaver)
- Topimax
- Topiramat Actavis
- Topiramate Alvogen
- Trileptal
- Trimetoprim Meda
- Warfarin Teva
- Zinacef
- Zitromax
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með bólgusjúkdóm í þörmum
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með sykursýki
- þú takir einhver önnur lyf
- þú hefur sögu um utanlegsfóstur
Meðganga:
Lyfið á ekki að nota á meðgöngu. Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum. Hætta á því að lyfið hafi áhrif á fóstur er þó talin hverfandi í þeim skömmtum sem það er notað.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk. Brjóstagjöf skal fara fram rétt fyrir inntöku lyfsins og bíða í a.m.k. 8 klst. með frekari brjóstagjöf. Brjóstin eru tæmd með brjóstapumpu, 8 klst eftir töku lyfsins.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.
Eldra fólk:
Lyfið er eingöngu ætlað konum á barneignaraldri.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.