Neotigason
Psoriasislyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Acitretín
Markaðsleyfishafi: Teva B.V. | Skráð: 1. apríl, 1992
Neotigason er húðlyf til inntöku og notað til að meðhöndla psoríasis á mjög háu stigi þegar önnur lyfjameðferð hefur verið fullreynd en án árangurs. Lyfið er líka gefið við öðrum alvarlegum húðsjúkdómum sem trufla keratínmyndun húðar. Acitretín, virka efnið í Neotigason, tilheyrir flokki retínóíða og er efnafræðilega skylt A-vítamíni. Acitretín vinnur á móti myndun hornhúðar í húð svo og fleiri þáttum í starfsemi húðfrumna. Verkunarmáti lyfsins er ekki þekktur í smáatriðum. Bætandi áhrif lyfsins koma fram eftir nokkurra vikna notkun og einkenni sjúkdómsins koma ekki alltaf aftur í ljós þegar töku lyfsins lýkur.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Hylki til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
25-50 mg á dag skipt í 1-3 skammta. Hylkin gleypist með mjólk eða mat.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Eftir nokkurra vikna notkun, eða eftir ástandi sjúklings.
Verkunartími:
Misjafn eftir ástandi sjúklings.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Lyfið skal taka með mat eða mjólk.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Taktu lyfið svo lengi sem læknir segir fyrir um. Einkenni sjúkdómsins geta aftur komið fram þegar töku lyfsins er hætt.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef barn tekur lyfið eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Lyfið er ekki ætlað til langtímanotkunar. Æskilegt er að fylgjast reglulega með lifrarstarfsemi og blóðfitu á meðan lyfið er notað.
Aukaverkanir
Aukaverkanir lyfsins eru nokkuð tíðar. Flestum fækkar eða þær ganga til baka við það að minnka skammta eða hætta lyfjagjöf.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Augnþurrkur, erting í augum | |||||||
Bjúgur í útlimum | |||||||
Blóðnasir | |||||||
Gula | |||||||
Hárlos | |||||||
Húðþynning | |||||||
Mikill höfuðverkur, ógleði, uppköst og sjóntruflanir | |||||||
Stökkar neglur | |||||||
Þurr og flagnandi húð, kláði | |||||||
Þurrar varir, munnur eða nef |
Milliverkanir
Forðastu að taka inn auka skammta af A-vítamíni. Acitretín getur aukið frásog stera gegnum húð.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
- Differin
- Doxycyklin EQL Pharma
- Doxylin
- Epiduo
- HTH krem - forskriftarlyf
- Lymecycline Actavis
- Methotrexate Orion
- Methotrexate Pfizer
- Metojectpen
- Oracea
- Tretinoin - forskriftarlyf
Getur haft áhrif á
- Activelle
- Asubtela
- Cerazette
- Cleodette
- Desirett
- Estring
- Estrofem 1 mg
- Estrofem 2 mg
- Estrogel
- Evorel Sequi
- Evra
- Femanest
- Gestrina
- Harmonet
- Jaydess
- Kliogest
- Kyleena
- Lenzetto
- Levonorgestrel ABECE (Heilsa)
- Levonorgestrel Apofri
- Levosertone
- Melleva
- Mercilon
- Microgyn
- Microstad
- Mirena
- Nexplanon
- Novofem
- NuvaRing
- Ornibel
- Ovestin
- Postinor
- Qlaira
- Rewellfem
- Ryego
- Trisekvens
- Vagidonna
- Vagifem
- Vivelle Dot
- Yasmin
- Yasmin 28
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með sykursýki
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með háa blóðfitu
- þú sért með of mikið af A-vítamíni í líkamanum
Meðganga:
Hætta er á fósturskaða. Þungaðar konur eða konur sem hyggja á þungun mega ekki taka lyfið.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk í það miklu magni að það getur haft áhrif á barnið. Hætta skal brjóstagjöf á meðan lyfið er notað.
Börn:
Lyfið er ekki venjulega ekki ætlað börnum.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Lyfið getur hamlað nætursjón og þannig dregið úr aksturshæfni í myrkri.
Áfengi:
Ekki neyta áfengis meðan lyfið er tekið og í tvo mánuði eftir að lyfjagjöf hefur verið hætt.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Annað:
Mikilvægt er að konur á barneignaaldri noti örugga getnaðarvörn meðan á meðferð stendur og í minnst 2 ár eftir að meðferð lýkur.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.