Milliverkanir
Lyf sem eru tekin samtímis geta haft áhrif hvert á annað í líkamanum. Þessi áhrif eru kölluð milliverkanir. Milliverkanir geta valdið margvíslegum breytingum á áhrifum lyfs og nýtingu þess í líkamanum. Í mörgum tilfellum geta milliverkanir verið gagnlegar, t.d. geta sýklalyf oft aukið áhrif hvert annars þannig að minni skammta þarf af hverju lyfi fyrir sig. Oft eru milliverkanir þó skaðlegar á þann hátt að lyf geta dregið úr verkun hvert annars eða að aukin hætta er á eiturverkunum ef þau eru tekin samtímis.
Lyf má ekki taka með eftirtöldum lyfjum:
Alltaf þarf að hafa hugsanlegar milliverkanir milli lyfja í huga þegar notuð eru tvö eða fleiri lyf samtímis. Þær milliverkanir sem eru taldar upp hér eru þær sem sýnt hefur verið fram á að hafi einhverja þýðingu fyrir meðferð. Þessar milliverkanir eru flokkaðar í tvo flokka:
Lyfið og eftirtalin lyf geta haft áhrif á verkun hvert annars:
Hér eru taldar milliverkanir sem valda því að annað lyfið eða bæði verða annaðhvort skaðleg eða gagnslaus þegar þau eru tekin saman.
Hér eru taldar milliverkanir þar sem lyf annaðhvort auka eða draga úr verkun hvert annars, en hægt er að vega áhrifin upp með því að breyta skömmtum lyfjanna.
Listinn er ekki tæmandi. Nýjar milliverkanir geta komið fram og því er mikilvægt að þú takir alltaf fram hvaða lyf þú tekur fyrir þegar læknir ávísar nýju lyfi. Milliverkanir við lyf sem eru ekki skráð á Íslandi eru ekki taldar upp í þessari bók, og ekki heldur vægari milliverkanir og þær sem eru óstaðfestar.