Nexplanon
Getnaðarvörn | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Etónógestrel
Markaðsleyfishafi: N. V. Organon | Skráð: 1. desember, 2016
Nexplanon er lágskammta getnaðarvarnarlyf. Lyfið er í formi vefjalyfs og með langvarandi verkun. Það brotnar ekki niður í líkamanum og ætlast er til þess að lyfið sé sett undir húð. Lyfið er geymt í litlum, sveigjanlegum staf sem er 4 cm langur og 2 mm í þvermál. Lyfið inniheldur virka efnið etónógestrel, sem binst prógesterónviðtökum, og hefur þá sömu áhrif á líkamann og kvenhormónið prógesterón. Etónógestrel er virkt umbrotsefni lyfsins desógestrels. Getnaðarvörn lyfsins byggist fyrst og fremst á því að hindra egglos. Auk þess hefur lyfið líka áhrif á slímmyndun í leghálsinum og veldur því að sæðisfrumur komast síður upp í legið. Kona getur hvenær sem er óskað eftir því að vefjalyfið verði fjarlægt, en hámarksnotkunartími hvers vefjalyfs er 3 ár.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Vefjalyf undir húð.
Venjulegar skammtastærðir:
Vefjalyfið er langverkandi og því er komið fyrir undir húð í upphafi meðferðar.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Lyfið veitir örugga getnaðarvörn strax frá fyrsta degi eftir ísetningu lyfsins.
Verkunartími:
Hámarksverkunartími er 3 ár.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Lyfið er staðsett undir húð allan meðferðartímann.
Ef skammtur gleymist:
Engin hætta er á því að skammtur gleymist vegna staðsetningar lyfsins.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Læknir getur fjarlægt vefjalyfið hvenær sem hentar.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Hverfandi hætta er á ofskömmtun. Ávallt skal fjarlægja vefjalyfið áður en nýtt er sett í staðinn. Ef vart verður við óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Án vandkvæða en ráðlegt er að fara reglulega í eftirlit hjá lækni. Ákveðið nánar í samráði við lækni.
Aukaverkanir
Aukaverkanir lyfsins eru oftast vægar. Við ísetningu lyfsins og þegar það er fjarlægt geta komið fram marblettir, minniháttar staðbundin húðerting, verkir eða kláði. Stundum myndast ör. Stöku sinnum hefur orðið vart þungunarfrekna, sem lýsa sér sem brúnir blettir í andliti, einkum hjá konum með sögu um slíkt á meðgöngu. Konur með tilhneigingu til þungunarfrekna ættu að forðast sólarljós eða útfjólubláa geislun á meðan þær nota lyfið.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Aukin matarlyst | |||||||
Bólga eða verkir í fótum eða nára, verkur fyrir brjósti | |||||||
Bólur í húð, hárlos | |||||||
Eymsli og verkir í brjóstum | |||||||
Flensulík einkenni | |||||||
Gula, mjög mikill kláði | |||||||
Hitakóf | |||||||
Höfuðverkur, svimi, þreyta | |||||||
Kviðverkir, uppþemba | |||||||
Minnkuð kynhvöt | |||||||
Mæði, mjög mikill höfuðverkur, sjóntruflanir | |||||||
Ógleði | |||||||
Óreglulegar tíðablæðingar, tíðaverkir | |||||||
Verkur á stungustað | |||||||
Þunglyndi, skapsveiflur | |||||||
Þyngdarbreytingar | |||||||
Sýking í leggöngum |
Milliverkanir
Jóhannesarjurt og ginseng geta haft áhrif á virkni lyfsins.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Advagraf
- Advagraf (Heilsa)
- Advagraf (Lyfjaver)
- Amoxicillin Sandoz
- Amoxicillin Viatris
- Amoxicillin/Clavulanic Acid Normon
- Amoxin
- Azithromycin STADA
- Azitromicina Normon
- Azyter
- Betolvex
- Cefuroxim Fresenius Kabi
- Cefuroxim Navamedic
- Ciprofloxacin Alvogen
- Ciprofloxacin Navamedic
- Clarithromycin Alvogen
- Clarithromycin Krka
- Clindamycin EQL Pharma
- Cotrim
- Dailiport
- Dalacin
- Decortin H
- Decutan
- Dicloxacillin Bluefish
- Doxycyklin EQL Pharma
- Doxylin
- Eusaprim
- Flagyl
- Flucloxacillin WH
- Furadantin
- Fycompa
- Haiprex
- Idotrim
- Ikervis
- Isotretinoin ratiopharm
- Kåvepenin
- Kåvepenin Frukt
- Keflex
- Klacid
- Lamictal
- Lamotrigin ratiopharm (Lyfjaver)
- Metronidazol Actavis
- Metronidazol Baxter Viaflo
- Metronidazol Normon
- Modigraf
- Neotigason
- Oracea
- Orfiril
- Orfiril Retard
- Oxcarbazepin Jubilant
- Penomax
- Prednisolon - forskriftarlyf
- Prednisolon EQL Pharma
- Prednisolone Actavis
- Prograf
- Qsiva
- Rimactan
- Rivotril
- Rosuvastatin Actavis
- Rosuvastatin Krka
- Rosuvastatin Xiromed
- Sandimmun Neoral
- Selexid
- Síprox
- Spectracillin
- Staklox
- Tegretol
- Tegretol retard
- Tegretol Retard (Lyfjaver)
- Topimax
- Topiramat Actavis
- Topiramate Alvogen
- Trileptal
- Trimetoprim Meda
- Warfarin Teva
- Zinacef
- Zitromax
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með háan blóðþrýsting, hjarta- eða æðasjúkdóm
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með sykursýki
- þú hafir fengið krampa eða sért með flogaveiki
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með blæðingar frá fæðingarvegi af óþekktum ástæðum
Meðganga:
Lyfið á ekki að nota á meðgöngu. Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk og getur haft áhrif á barnið.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.
Eldra fólk:
Öryggi og verkun lyfsins hefur einungis verið staðfest hjá konum á aldrinum 18 til 40 ára.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.