Prednisolon EQL Pharma
Barksterar | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Prednisólón
Markaðsleyfishafi: EQL Pharma AB | Skráð: 1. febrúar, 2019
Prednisolon EQL Pharma er notað við bólgusjúkdómum og ofnæmiseinkennum. Prednisólón, virka efnið í lyfinu, bælir myndun efna sem framkalla bólgur og virkja ónæmiskerfið, og hefur almennt sömu áhrif og svokallaðir sykursterar sem myndast í nýrnaberki. Lyfið er tekið inn við sjúkdómum sem valda miklum eða langvarandi bólgum og geta skemmt vefi líkamans með tímanum. Sjúkdómar sem valda þessum einkennum eru t.d. gigtsjúkdómar, astmi, alvarlegt ofnæmi og húðsjúkdómar. Prednisólón er einnig tekið inn til almennrar ónæmisbælingar þegar hennar er þörf eins og eftir líffæraflutning. Prednisolon EQL Pharma er m.a. notað við iktsýki, rauðir úlfar (SLE), ákveðnar gerðir æðabólgu eins og risafrumuslagæðabólga (arteritis temporalis) og risafrumuæðabólga (periarteritis nodosa), sarklíki, berkjuastmi, sáraristilbólga, blóðlýsublóðleysi og kyrningafæð og alvarlegt ofnæmi.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
5 mg töflur til inntöku. Fáanlegt í 25 og 105 stk pakkningum. Töflurnar eru með deiliskoru á annarri hliðinni og má skipta í jafna skammta.
Venjulegar skammtastærðir:
Skammtastærðir eru mjög einstaklingsbundnar og mismunandi eftir því við hvaða sjúkdómi lyfið er notað. Almennt eru upphafskammtar frekar stórir en skammtarnir eru síðan yfirleitt minnkaðir niður í minni viðhaldsskammt. Algengir skammtar eru 10-30 mg á dag. Í mjög alvarlegum neyðartilfellum má gefa allt að 50-60 mg eða meira í nokkra daga. Meðferð skal hætt smátt og smátt eftir langvarandi meðferð.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Lyfið byrjar mjög fljótt að virka en nokkrir dagar geta liðið þangað til að einkenni sjúkdóms byrja að hjaðna.
Verkunartími:
18-36 klst.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Mælt er með nægjanlegri neyslu á kalki og D-vítamíni á meðan meðferð stendur.
Geymsla:
Geymist við lægri hita en 25˚C þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ef lyfið hefur verið tekið í langan tíma þarf að minnka skammta smám saman. Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef notaðir eru stórir skammtar eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Aukaverkanir eru tíðari eftir því sem lyfið er tekið lengur. Auk þess getur langtímanotkun leitt til vaxtarstöðvunar hjá börnum, sykursýki, gláku og beinþynningar. Skömmtum er haldið í lágmarki til að draga úr líkum á þessum áhrifum.
Aukaverkanir
Þrátt fyrir víðtæk áhrif prednisólóns í líkamanum er lítil hætta á aukaverkunum þegar lyfið er notað í skamman tíma, jafnvel þótt stórir skammtar séu notaðir. Hættan eykst við langvarandi meðhöndlun.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Beinþynning | |||||||
Bjúgur, hækkaður blóðþrýstingur | |||||||
Fitusöfnun í andliti og á bol | |||||||
Skapgerðarbreytingar | |||||||
Svartar eða blóðugar hægðir, blóð í þvagi | |||||||
Sýkingar og sár gróa hægar | |||||||
Sykursýki versnar og dulin sykursýki getur brotist fram | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Vaxtarhömlun hjá börnum | |||||||
Vöðva- og húðrýrnun |
Milliverkanir
Prednisólón getur haft áhrif á virkni annarra lyfja, t.d. flogaveikilyf, getnaðarvarnarlyf, bólgueyðandi gigtarlyf, lyf við sykursýki, lyf við gláku, ýmis hjartalyf, þvagræsislyf, lyf við malaríu, hægðalosandi lyf og önnur ónæmisbælandi lyf. Bólusetningar og ónæmisaðgerðir ætti að forðast samhliða meðferð á barksterum. Barksterar geta valdið blóðsykurshækkun og getur því þurft að leiðrétta skammta sykursýkilyfja.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Activelle
- Advagraf
- Advagraf (Heilsa)
- Advagraf (Lyfjaver)
- Alutard SQ, birkifrjo
- Alutard SQ, derm. pter.
- Alutard SQ, hundahar
- Alutard SQ, kattahar
- Alutard SQ, vallarfoxgras
- Alvofen Express
- Amiloride / HCT Alvogen
- Apidra
- Arthrotec
- Arthrotec Forte
- Asubtela
- Bupropion Teva
- Calcium-Sandoz
- Candpress Comp
- Captopril mixtúra - forskriftarlyf
- Cerazette
- CitraFleet
- Cleodette
- Coversyl Novum
- Cozaar Comp
- Cozaar Comp Forte
- Cypretyl
- Dailiport
- Darazíð
- Daren
- Deferasirox Accord
- Depo-Provera
- Desirett
- Diamicron Uno
- Diamox
- Diclomex
- Digoxin DAK (Lyfjaver)
- Dimax Rapid
- Drovelis
- Enalapril comp ratiopharm
- Enalapril HCTZ Medical Valley
- Enalapril Krka
- Enalapril-Hydrochlorthiazid Krka
- Eplerenon Krka
- Eplerenone Alvogen
- Eplerenone Bluefish
- Estring
- Estrofem 1 mg
- Estrofem 2 mg
- Estrogel
- Eucreas
- Evorel Sequi
- Evra
- Femanest
- Fiasp
- Furix
- Furosemide Kalceks
- Galvus
- Genotropin
- Gestrina
- Gliclazíð Krka
- Glimeryl
- Grazax
- Harmonet
- Hjartamagnýl
- Hydromed
- Hypotron
- Hyrimoz
- Ibetin
- Íbúfen
- Ibuprofen Zentiva
- Ibutrix
- ibuxin rapid
- Idacio
- Ikervis
- Impugan
- Inspra
- Jaydess
- Kliogest
- Kyleena
- Laxoberal
- Laxoberal (Heilsa)
- Lenzetto
- Levonorgestrel ABECE (Heilsa)
- Levonorgestrel Apofri
- Levosert
- Levosertone
- Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley
- Losartankalium/hydrochlorothiazid Krka
- Melleva
- Mercilon
- Microgyn
- Microstad
- Midodrin Evolan
- Mirena
- Modifenac
- Modigraf
- Naproxen Viatris
- Naproxen-E Mylan
- Nebido
- Nebido (Heilsa)
- Nexplanon
- Norditropin FlexPro
- Novo Mix 30 Penfill
- Novofem
- NovoMix 30 FlexPen
- NovoRapid
- NovoRapid FlexPen
- NovoRapid Penfill
- Nurofen Apelsin (Heilsa)
- Nurofen Junior Appelsín
- Nurofen Junior Jarðarber
- NuvaRing
- Omnitrope
- Ornibel
- Ovestin
- Parapró
- Paxlovid
- Picoprep
- Postinor
- Presmin Combo
- Primolut N
- Prograf
- Qlaira
- Quetiapin Actavis
- Quetiapin Krka
- Quetiapin Medical Valley
- Quetiapin Viatris
- Quetiapine Alvogen
- Ramíl
- Rewellfem
- Rimactan
- Ryego
- Saizen
- Sandimmun Neoral
- Seroquel Prolong
- Solian
- Soluprick Negativ kontrol
- Soluprick Positiv kontrol
- Soluprick SQ ALK108 - Birkifrjó
- Soluprick SQ ALK225 - Vallarfoxgras
- Soluprick SQ ALK504 - Rykmaur
- Soluprick SQ ALK552 - Hrossaværur
- Soluprick SQ ALK553 - Hundahár
- Soluprick SQ ALK555 - Kattahár
- Spiolto Respimat
- Spirix
- Spiron
- Strefen
- Strefen (Heilsa)
- Strefen Apelsin (Heilsa)
- Strefen Honung & Citron
- Strefen Orange Sukkerfri
- Striverdi Respimat
- Tegretol
- Tegretol retard
- Tegretol Retard (Lyfjaver)
- Testogel
- Testogel (Heilsa)
- Testosteron Medical Valley
- Testosterone Teva
- Tibinide
- Treo
- Treo Citrus
- Treo Hindbær
- Tresiba
- Trisekvens
- Vagidonna
- Vagifem
- Valpress Comp
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka (Heilsa)
- Valsartan Hydroklortiazid Jubilant
- Vildagliptin/Metformin Krka
- Vivelle Dot
- Warfarin Teva
- Wellbutrin Retard
- Wellbutrin Retard (Lyfjaver)
- Yasmin
- Yasmin 28
- Yuflyma
- Zyban
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með gláku eða hækkaðan augnþrýsting
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú hafir einhvern tíma átt við geðræn vandamál að stríða
- þú takir einhver önnur lyf
- þú hafir nýlega verið bólusettur
- þú sért með ómeðhöndlaða sýkingu
- þú sért með ómeðhöndlaðan sjúkdóm, t.d. magasár, háþrýsting, sykursýki eða beinþynningu
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk en í venjulegum skömmtum er ólíklegt að það hafi áhrif á barnið.
Börn:
Skammtar eru einstaklingsbundnir og háðir líkamsþyngd og sjúkdómi.
Eldra fólk:
Meiri líkur eru á aukaverkunum. Minni skammtar eru oft notaðir.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Getur aukið líkur á myndun magasárs þegar prednisólón er tekið inn. Haltu neyslu áfengis í lágmarki meðan lyfið er tekið.
Íþróttir:
Bannað í keppni.
Annað:
Frábendingar fyrir notkun eru altæk sveppasýking, auk þess sem ekki má gefa lifandi bóluefni hjá sjúklingum í meðferð með barksterum í skömmtum sem valda ónæmisbælingu.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.