Ryego

Hormónalyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Estradíól Noretísterón Relúgólix

Markaðsleyfishafi: Gedeon Richter Plc | Skráð: 16. júlí, 2021

Ryeqo er ætlað til meðferðar við meðalsvæsnum til svæsnum einkennum vöðvaæxlis í legi hjá fullorðnum konum á barneignaraldri. Ryego innihledur þrjú virk lyf relúgólix, estradíól og noretísterón. Relúgólix er GnRH viðtakahemill og binst við og hamlar GnRH viðtökum í framhluta heiladinguls. Hömlun viðtakanna veldur minni losun gulbússtýrihormóns og eggbússtýrihormóns sem að kemur þá í veg fyrir vöxt og þroska eggbús og dregur þar með úr framleiðslu estrógens. Þetta hamlar svo egglosi og þroska gulbús, sem kemur í veg fyrir framleiðslu prógesteróns. Þar af leiðandi veitir Ryeqo fullnægjandi getnaðarvörn þegar það er notað í a.m.k. einn mánuð. Estradíól er sama hormón og líkaminn framleiðir, þegar estradíól er gefið dregur það úr einkennum sem tengjast estrógenskorti, svo sem einkennum tengd æðastjórn og minnkaðri beinþéttni. Noretísterónasetat er tilbúið prógestógen. Þar sem estrógen stuðla að vexti legslímhúðar eykur óhamlað estrógen hættuna á ofvexti í legslímhúð og krabbameini. Þegar prógestógeni er bætt við dregur það úr hættu á ofvexti í slímhúð af völdum estrógens hjá konum sem ekki hafa farið í legnám.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Filmhúðuð tafla til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
1 tafla 1 sinni u.þ.b á sama tíma dags. Í upphafi meðferðar verður að taka fyrstu töfluna innan 5 daga frá byrjun tíðablæðinga. Ef meðferð hefst á einhverjum öðrum degi tíðahringsins geta óreglulegar og/eða miklar blæðingar orðið í upphafi

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Eins mánaðar notkun hindrar Ryeqo egglos hjá konum sem taka ráðlagðan skammt og veitir fullnægjandi getnaðarvörn.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Ef gleymist að taka skammt verður að taka hann eins fljótt og hægt er og halda síðan áfram næsta dag á venjulegum tíma. Ef gleymist að taka skammt í tvo eða fleiri daga samfellt skal nota getnaðarvörn án hormóna næstu sjö daga meðferðar

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Það á að hætta töku lyfsins í samraði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef teknir eru stórir skammtar eða ef vart verður við óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Ofskömmtun getur valdið ógleði og uppköstum, og fráhvarfsblæðingar geta komið fyrir hjá konum.

Langtímanotkun:
Án vandkvæða. Mælt er með að framkvæma beinþéttnimælingu eftir að meðferð hefur verið veitt í eitt ár.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Blæðing úr leggöngum          
Hárlos          
Hitakóf, aukin svitamyndun, nætursviti          
Meltingaróþægindi          
Minnkuð kynhvöt          
Ofnæmisviðbrögð, útbrot og kláði          

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með aðra hjarta- eða æðasjúkdóma
  • þú sért með krabbamein í legi eða brjóstum
  • þú sért með lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með mígreni
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú hafir haft óútskýrðar blæðingar frá legi
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með beinþynningu
  • þú hafir sögu um þunglyndi

Meðganga:
Ryego má ekki nota á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Lyfið skilst út í bjróstamjólk. Það má ekki nota lyfið með barn á brjósti og ekki fyrr en 2 vikum eftir að notkun lyfsins er hætt.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum eða unglingum yngri en 18 ára.

Eldra fólk:
Lyfið er ekki ætlað öldruðum.

Akstur:
Lyfið hefur engin áhrif á aksturshæfni.

Annað:
Stöðva þarf meðferð með hormónagetnaðarvörnum þar sem samhliðanotkun hormónagetnaðarvarna er ekki ráðlögð. Nota verður getnaðarvörn án hormóna í a.m.k. 1 mánuð eftir upphaf meðferðar. Eftir a.m.k. eins mánaðar notkun hindrar Ryeqo egglos hjá konum sem taka ráðlagðan skammt og veitir fullnægjandi getnaðarvörn.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.