Dailiport

Lyf til ónæmisbælingar | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Takrólímus

Markaðsleyfishafi: Sandoz | Skráð: 1. september, 2020

Dailiport er mjög öflugt ónæmisbælandi lyf, sem hefur það hlutverk að koma í veg fyrir að líkaminn hafni ígæddu líffæri. Eftir líffæraígræðslu (lifur eða nýra) reynir ónæmiskerfi líkamans að hafna nýju líffæri. Til að hindra höfnunina eftir ígræðsluna er nauðsynlegt að gefa ónæmisbælandi lyf ævilangt. Dailiport er notað til að stjórna ónæmissvörun líkamanns og gerir honum kleift að sætta sig við ígrætt líffæri. Virka efnið, takrólímus, hefur það hlutverk að hindra framleiðslu frumudrepandi eitilfruma sem bera meginábyrgð á höfnun líffæris við ígræðslu. Með því dregur Dailiport úr mætti varnarkerfi líkamans og því geta alvarlegir fylgikvillar fylgt í kjölfarið, eins og sýkingar ásamt mörgum aukaverkum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Forðahylki til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Skammtar eru háðir einstaklingum og hvert ígrædda líffærið er. Lyfið er tekið einu sinni á dag að morgni á fastandi maga, eða a.m.k. 1 klst. fyrir eða 2-3 klst eftir máltíð. Forðahylkin gleypist heil með vatnsglasi strax eftir að þau eru tekin úr þynnunni.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Innan 2ja klst. frá inntöku.

Verkunartími:
Einstaklingsbundinn.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Forðast skal neyslu greipaldins og greipaldinsafa.

Geymsla:
Geymist í lokuðum, upprunalegum umbúðum við stofuhita, til varnar gegn raka og ljósi, þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Langtímanotkun:
Fylgjast þarf reglulega með líðan sjúklingsins og styrk lyfsins í blóði.


Aukaverkanir

Lyfið veikir varnakerfi líkamans til að hann hafni ekki ígrædda líffærinu og því verður varnamáttur líkamans til að verjast sýkingum ekki eins mikill. Aukaverkanir Dailiport eru margar og listinn hér að neðan er ekki tæmandi. Eingöngu algengar aukaverkanir lyfsins eru taldar upp.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Blóðsykurs- og blóðkalíumhækkun          
Gula          
Hár eða lágur blóðþrýstingur, blæðingar          
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir        
Hósti, nefstífla          
Hraður hjartsláttur        
Höfuðverkur, skjálfti          
Krampar, truflanir á meðvitund, dofi, skyntruflanir, sundl og taugakvillar          
Kvíði, rugl, ráðleysi, þunglyndi, skaptruflanir, martröð, ofskynjanir, geðtruflanir          
Liðverkir, sinadráttur, verkir í útlimum og bakverkur          
Máttleysi, hiti, bjúgur, vanlíðan, verkir og þyngdaraukning          
Meltingartruflanir, hægðatregða, vindgangur, linar hægðir, uppþemba og þan.          
Minnkuð matarlyst          
Mæði, bólga í öndunarfærum        
Ógleði, uppköst, verkir í meltingarvegi og kvið          
Skalli, þrymlabólur og aukin svitamyndun          
Skert nýrnastarfsemi, óeðlileg þvaglát og einkenni frá þvagrás        
Suð fyrir eyrum          
Svartar eða blóðugar hægðir, blóð í þvagi        
Svefnörðugleikar          
Sýkingar          
Útbrot, kláði          
Þokusýn, ljósfælni og augnkvilli        

Milliverkanir

Dailiport umbrotnar í lifrinni fyrir tilstilli lifrarensíms sem hefur áhrif á mörg önnur lyf. Varast skal notkun náttúrulyfja, og þ.á.m. Jóhannesarjurtar og lyfið getur haft áhrif á virkni bólusetningar. Þau lyf sem geta haft örvandi, hamlandi eða möguleg áhrif á Dailiport eru talin upp hér að neðan.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með hjartasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með ofnæmi fyrir hnetum og soja
  • þú sért með ofnæmi fyrir öðrum sýklalyfjum af flokki makrólíða

Meðganga:
Lyfið fer yfir fylgju. Meta þarf ávinning fyrir móður gagnvart hugsanlegri áhættu fyrir fóstrið.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk og skal því ekki nota á meðan barn er haft á brjósti.

Börn:
Lyfið er venjulega ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.

Eldra fólk:
Skammtar eru einstaklingsbundnir.

Akstur:
Lyfið getur valdið truflunum á sjón- og taugakerfi. Ef þú finnur fyrir svima, syfju eða þú átt í erfiðleikum með að sjá skýrt eftir notkun lyfsins skalt þú ekki aka bíl.

Áfengi:
Áfengi ætti ekki að nota á meðan meðferð stendur því það getur valdið truflunum á sjón- og taugakerfi.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Gæta skal sérstakrar varúðar við val á getnaðarvörn þar sem lyfið getur dregið úr úthreinsun getnaðarvarnalyfja. Hafir þú niðurgang lengur en í einn dag, skalt þú segja lækninum þínum frá því sem fyrst. Einnig skal forðast sólarljós og útfjólublátt ljós þar sem lyfið getur hugsanlega valdið illkynja húðbreytingum.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.