Sitagliptin STADA
Sykursýkilyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Sitagliptín
Markaðsleyfishafi: STADA Arzneimittel | Skráð: 6. október, 2021
Sitagliptin STADA inniheldur virka efnið sitagliptín sem tilheyrir flokki lyfja sem kallast DPP-4 hemlar (dípeptidýl peptidasa 4 hemlar) og lækka blóðsykursgildi hjá fullorðnum sjúklingum með sykursýki af tegund 2. Þetta lyf hjálpar til við að auka insúlínmagn sem líkaminn framleiðir eftir máltíð og dregur úr sykrinum sem líkaminn framleiðir sjálfur. Læknirinn hefur ávísað lyfinu til aðstoðar við lækkun blóðsykurs sem er of hár því þú ert með sýkursýki af tegund 2. Lyfið má nota eitt sér eða samhliða tilteknum blóðsykurslækkandi lyfjum (insúlíni, metformíni, súlfónýlurealyfi eða glítazónlyfi), sem þú gætir nú þegar verið að taka við sykursýki, ásamt sérstakri mataræðis- og líkamsþjálfunaráætlun. Hvað er sykursýki af tegund 2? Við sykursýki af tegund 2 framleiðir líkaminn ekki nægilegt insúlín og það insúlín sem líkaminn myndar hefur ekki fulla virkni. Líkaminn getur líka myndað of mikinn sykur. Við það hækkar blóðsykurinn (glúkósi). Það getur leitt til alvarlegrar heilsufarsskerðingar, til dæmis hjartasjúkdóma, nýrnasjúkdóma, blindu og aflimunar.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Filmuhúðaðar töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
Ráðlagður dagskammtur er 100 mg af sitagliptini einu sinni á sólarhring. Ef lyfið er notað samhliða öðrum lyfjum við sykursýki gæti þurft að lækka skammtinn af þeim lyfjum til að draga úr hættu á blóðsykursfalli.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Ekki að fullu þekkt.
Verkunartími:
A.m.k. 24 klst.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Breytt mataræði og minnkuð sykurneysla er hluti af meðferð.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Sykursýki getur versnað þegar töku lyfsins er hætt. Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu samband við lækni í öllum tilfellum. Ef sjúklingur missir meðvitund skal leita neyðarhjálpar.
Langtímanotkun:
Takmörkuð reynsla er af langtímanotkun lyfsins. Vegna sykursýkinnar er æskilegt að fylgjast reglulega með sykri í blóði eða þvagi. Einnig getur þurft að fylgjast með sjón og lifrar-, nýrna- og hjartastarfsemi.
Aukaverkanir
STÖÐVIÐ notkun Sitagliptin Sandoz og hafið tafarlaust samband við lækninn ef vart verður við einhverjar af eftirfarandi alvarlegum aukaverkunum: verulegir og langvarandi kviðverkir (magasvæði) sem gætu leitt út í bakið með eða án ógleði og uppkasta, þar sem þetta gætu verið merki um brisbólgu. Ef þú færð alvarleg ofnæmisviðbrögð (tíðni ekki þekkt), m.a. útbrot, ofsakláða, blöðrur í húð/húðflögnun og þrota í andliti, vörum, tungu og hálsi, sem getur valdið öndunar- eða kyngingarerfiðleikum skaltu hætta að nota lyfið og hringja tafarlaust í lækninn. Hugsanlegt er að læknirinn ávísi þér lyfi við ofnæminu og öðru lyfi við sykursýkinni. Lyfið getur valdið of mikilli lækkun á blóðsykri. Einkenni um lágan blóðsykur eru aukin svitamyndun, hungurtilfinning, hraður hjartsláttur, sjóntruflanir, sljóleiki, rugl, höfuðverkur, kuldatilfinning eða uppköst.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Bjúgur í fótum | |||||||
Eymsli í koki | |||||||
Hægðatregða | |||||||
Höfuðverkur | |||||||
Nefstífla eða nefrennsli | |||||||
Ógleði, vindgangur | |||||||
Slitgigt | |||||||
Sýking í efri öndunarvegi | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Verkir í höndum og fótum | |||||||
Lágur blóðsykur |
Milliverkanir
Þegar lyfið er tekið samtímis sykursýkilyfjum af flokki súlfónýlúrealyfja eða insúlíni þá getur það valdið of mikilli blóðsykurslækkun.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Advagraf
- Advagraf (Heilsa)
- Advagraf (Lyfjaver)
- Amiloride / HCT Alvogen
- Apidra
- Arthrotec
- Arthrotec Forte
- Atenolol Viatris
- Bloxazoc
- Candpress Comp
- Cozaar Comp
- Cozaar Comp Forte
- Dailiport
- Darazíð
- Diamicron Uno
- Diclomex
- Digoxin DAK (Lyfjaver)
- Dimax Rapid
- Enalapril comp ratiopharm
- Enalapril HCTZ Medical Valley
- Enalapril-Hydrochlorthiazid Krka
- Euthyrox
- Gliclazíð Krka
- Glimeryl
- Hydromed
- Levaxin
- Logimax
- Logimax forte
- Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley
- Losartankalium/hydrochlorothiazid Krka
- Metoprolol Alvogen
- Metoprololsuccinat Hexal
- Modifenac
- Modigraf
- Presmin Combo
- Prograf
- Seloken
- Seloken ZOC
- Valpress Comp
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka (Heilsa)
- Valsartan Hydroklortiazid Jubilant
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með eða hefur fengið brisbólgu
- þú ert með gallsteina, áfengissýki eða mjög há þríglýseríðgildi í blóði
- þú ert með sykursýkisketónblóðsýringu
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.
Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir. Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá fólki eldra en 75 ára.
Akstur:
Lyfið getur valdið sljóleika og svima. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.
Áfengi:
Getur valdið lækkun á blóðsykri. Einkenni um lækkaðan blóðsykur líkjast að sumu leyti áhrifum áfengis en það minnkar líkur á því að einkennin þekkist og að rétt sé brugðist við þeim. Sjúklingar sem nota lyfið ættu því ekki að neyta áfengis.
Íþróttir:
Leyfti við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.