Sitagliptin Krka

Sykursýkilyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Sitagliptín

Markaðsleyfishafi: Krka | Skráð: 13. janúar, 2023

Sitagliptín er notað við sykursýki. Það tilheyrir flokki sykursýkilyfja sem nefnist dípeptidýl peptídasa 4 (DPP-4) hemlar. Sykursýki stafar af skorti á insúlíni (tegund I, eða insúlínháð sykursýki) eða minnkuðum áhrifum þess (tegund II, eða insúlínóháð sykursýki). Insúlín er hormón sem myndast í briskirtli og þarf að vera til staðar í líkamanum til þess að sykur í blóði komist inn í frumur þar sem hann nýtist sem orkugjafi. Lyfið getur verið notað eitt og sér (einlyfjameðferð) þegar metformin (Glucophage) er ónothæft vegna frábendingar eða óþols og viðunandi stjórnun á blóðsykri næst ekki með mataræði og líkamsþjálfun. Lyfið er einnig notað samhliða örðum sykursýkislyfjum þ.e. ásamt metformíni (Glucophage), súlfónýlúrelyfjum (sem innihalda virku efnin glíbenklamíð, glípízíð, glíklazíð og glímepíríð), eða thíazólidíndíónlyfjum (sem innihalda virku efnin rósíglítazón, píóglítazón og vildagliptín) þegar notkun þessara lyfja, ásamt breyttu mataræði og líkamsþjálfun, hefur ekki borið viðunandi árangur. Í meltingarvegi líkamans eru ákveðin hormón (m.a. GLP-1 og GIP) sem taka þátt í stjórnun á jafnvægi blóðsykurs í líkamanum. Þau stuðla að aukinni insúlínframleiðslu og losun insúlíns úr briskirtli og minni framleiðslu á glúkósa í lifrinni. Heildaráhrifin eru aukin upptaka á sykri úr blóði inn í frumur líkamans. Í líkamanum er efni sem heitir dipeptíl peptíðasi-4 (DPP-4) en þetta efni brýtur þessi hormón niður og dregur þannig úr áhrifum þeirra og hækkar blóðsykur. Blóðsykurslækkandi verkun sitagliptíns felst í því að hindra DPP-4.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
100 mg einu sinni á dag.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Ekki að fullu þekkt.

Verkunartími:
A.m.k. 24 klst.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Breytt mataræði og minnkuð sykurneysla er hluti af meðferð.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Sykursýki getur versnað þegar töku lyfsins er hætt. Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu samband við lækni í öllum tilfellum.


Aukaverkanir

Lyfið getur valdið of mikilli lækkun á blóðsykri. Einkenni um lágan blóðsykur eru aukin svitamyndun, hungurtilfinning, hraður hjartsláttur, sjóntruflanir, sljóleiki, rugl, höfuðverkur, kuldatilfinning eða uppköst.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Hægðatregða          
Höfuðverkur          
Nefstífla eða nefrennsli          
Ógleði, vindgangur          
Slitgigt          
Sýking í efri öndunarvegi          
Særindi í hálsi          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      
Verkir í höndum og fótum          

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með skerta nýrnastarfsemi
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með eða hefur fengið brisbólgu

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið getur valdið sljóleika og svima. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.

Áfengi:
Getur valdið lækkun á blóðsykri. Einkenni um lækkaðan blóðsykur líkjast að sumu leyti áhrifum áfengis en það minnkar líkur á því að einkennin þekkist og að rétt sé brugðist við þeim. Sjúklingar sem nota lyfið ættu því ekki að neyta áfengis.

Íþróttir:
Leyfti við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.