Darazíð
Lyf með verkun á renínangíótensín-kerfið | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Enalapríl Hýdróklórtíazíð
Markaðsleyfishafi: Actavis | Skráð: 1. apríl, 1998
Darazíð inniheldur tvö virk efni, enalapríl og hýdróklórtíazíð og er notað við háum blóðþrýstingi þegar nægilegur árangur hefur ekki náðst með einu lyfi og nauðsynlegt þykir að nota tvö lyf. Enalapríl tilheyrir flokki lyfja sem kallast ACE-hemlar. Lyf í honum hamla myndun á angíótensíni II, eins öflugasta æðaþrengjandi efnis í líkamanum. Auk æðaþrengjandi áhrifa minnkar angíótensín II vatnsútskilnað í nýrum, eykur rúmmál blóðs og stuðlar frekar að því að blóðþrýstingur hækkar. Lyfin hindra einnig niðurbrot æðavíkkandi efnis í líkama, bradýkíníns. Þau lækka því blóðþrýsting með því að víkka út æðar og skilja vatn út úr líkamanum. Hýdróklórtíazíð flokkast til þvagræsilyfja. Lyfið lækkar blóðþrýsting, eykur þvagmyndun í nýrum og losar líkamann við vökva. Samfara aukinni vatnslosun eykur hýdróklórtíazíð útskilnað margra salta, aðallega kalíums. Enalapríl getur hins vegar dregið úr þessu kalíumtapi. Í lyfinu Darazíð eru þessi tvö virku efni gefin saman til þess að ná fram enn meiri lækkun á blóðþrýstingi en mögulegt væri þegar þau eru gefin hvort í sínu lagi.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
1 tafla á dag. Hver tafla inniheldur 20 mg enalapríl og 12,5 mg hýdróklórtíazíð.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
1-2 klst. Hámarksáhrif á blóðþrýsting koma fram eftir 4-6 klst.
Verkunartími:
24 klst.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ástand getur versnað þegar töku lyfsins er hætt. Æskilegt er að minnka skammta smám saman frekar en að hætta skyndilega. Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef teknir eru stórir skammtar eða ef vart verður við óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Yfirleitt án vandkvæða. Æskilegt er að fylgst sé reglulega með nýrnastarfsemi og jafnvægi salta í líkamanum.
Aukaverkanir
Algengustu aukaverkanir lyfsins eru svimi og þreyta.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Getuleysi | |||||||
Gula | |||||||
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir | |||||||
Hjartsláttartruflanir | |||||||
Höfuðverkur, svimi, þreyta | |||||||
Kviðverkir, niðurgangur | |||||||
Lágur blóðþrýstingur, yfirlið | |||||||
Mæði | |||||||
Ógleði | |||||||
Truflun á bragðskyni | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Vöðvasamdráttur | |||||||
Þokusýn | |||||||
Þunglyndi | |||||||
Þurr hósti |
Milliverkanir
Hýdróklórtíazíð getur valdið kalíumtapi úr líkamanum en enalapríl getur dregið úr þessu tapi. Æskilegt er að fylgjast með kalíumþéttni í blóði hjá sjúklingum sem taka Darazíð. Samtímis notkun náttúrulyfsins ginkgo getur valdið hærri blóðþrýstingi.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Aclasta
- Actrapid
- Adrenalin Mylan
- Advagraf
- Advagraf (Heilsa)
- Advagraf (Lyfjaver)
- Akineton
- Alimemazin Evolan
- Alkindi
- Allopurinol Alvogen
- Alvofen Express
- Amiloride / HCT Alvogen
- Amitriptylin Abcur
- Anafranil
- Apidra
- Arcoxia
- Arthrotec
- Arthrotec Forte
- Atenolol Viatris
- Atomoxetin Actavis
- Atomoxetin Medical Valley
- Atomoxetine STADA
- Atropin Mylan
- Bloxazoc
- Bricanyl Turbuhaler
- Bufomix Easyhaler
- Calcium-Sandoz
- Candizol
- Candpress
- Candpress Comp
- Captopril mixtúra - forskriftarlyf
- Carbocain adrenalin
- Celebra
- Celecoxib Actavis
- Celecoxib Medical
- Centyl med kaliumklorid
- Centyl mite med kaliumklorid
- Cipralex
- Cipramil
- Citalopram STADA
- CitraFleet
- Cloxabix
- Cordarone
- Cotrim
- Coversyl Novum
- Coxerit
- Coxient
- Cozaar
- Cozaar Comp
- Cozaar Comp Forte
- Dailiport
- Darazíð
- Daren
- Decortin H
- Depo-Medrol
- Diamicron Uno
- Diclomex
- Diflucan
- Digoxin DAK (Lyfjaver)
- Dimax Rapid
- Diovan
- Diprosalic
- Diprospan
- Doxycyklin EQL Pharma
- Doxylin
- Dulcolax
- Dulcolax (Lyfjaver)
- DuoResp Spiromax
- Dynastat
- Ebixa
- Elvanse Adult
- Enalapril comp ratiopharm
- Enalapril HCTZ Medical Valley
- Enalapril Krka
- Enalapril-Hydrochlorthiazid Krka
- Entresto
- EpiPen
- EpiPen Junior
- Eplerenon Krka
- Eplerenone Alvogen
- Eplerenone Bluefish
- Escitalopram Bluefish
- Escitalopram STADA
- Esopram
- Etoricoxib Krka
- Eucreas
- Eusaprim
- Exforge
- Felodipine Alvogen
- Fem-Mono Retard
- Fiasp
- Florinef
- Fluconazol Krka
- Fluconazol ratiopharm (afskráð des 2022)
- Flúoxetín Actavis
- Fluoxetin Mylan
- Fluoxetin WH
- Fluoxetine Vitabalans
- Flutiform
- Fontex
- Fungyn
- Furix
- Furosemide Kalceks
- Galvus
- Gliclazíð Krka
- Glimeryl
- Glucophage
- Haldol
- Haldol Depot
- Hjartamagnýl
- Humalog
- Humalog KwikPen
- Humalog Mix25 KwikPen
- Humulin NPH KwikPen
- Hydrokortison Orion
- Hydromed
- Ibetin
- Íbúfen
- Ibuprofen Zentiva
- Ibutrix
- ibuxin rapid
- Idotrim
- Ikervis
- Imdur
- Impugan
- Inspra
- Insulatard
- Insulatard FlexPen
- Insulatard InnoLet
- Ismo
- Janumet
- Januvia
- Januvia (Lyfjaver)
- Jardiance
- Jentadueto
- Jext
- Kairasec
- Kaleorid
- Kalíum Klórið
- Kaliumklorid Orifarm
- Kaliumklorid Orifarm (Lyfjaver)
- Kenacort-T
- Kerendia
- Klomipramin Viatris
- Klyx
- Lantus [Clikstar]
- Lantus [Solostar]
- Laxoberal
- Laxoberal (Heilsa)
- Lederspan
- Levemir FlexPen
- Levemir Penfill
- Litarex
- Logimax
- Logimax forte
- Losartan Medical Valley
- Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley
- Losartankalium Krka
- Losartankalium/hydrochlorothiazid Krka
- Losatrix
- Marbodin
- Marcain adrenalin
- Medilax
- Memantine ratiopharm
- Metformin Bluefish
- Metformin EQL
- Metformin Sandoz
- Metformin Teva B.V.
- Methotrexate Orion
- Methotrexate Pfizer
- Metojectpen
- Metoprolol Alvogen
- Metoprololsuccinat Hexal
- Microlax
- Microlax (Heilsa)
- Modifenac
- Modigraf
- Naproxen Viatris
- Naproxen-E Mylan
- Nitroglycerin DAK
- Noritren
- Novo Mix 30 Penfill
- NovoMix 30 FlexPen
- NovoNorm
- NovoRapid
- NovoRapid FlexPen
- NovoRapid Penfill
- Nozinan
- Nurofen Apelsin (Heilsa)
- Nurofen Junior Appelsín
- Nurofen Junior Jarðarber
- Oracea
- Oropram
- Oxis Turbuhaler
- Parapró
- Picoprep
- Pioglitazone Actavis
- Plenadren
- Prednisolon - forskriftarlyf
- Prednisolon EQL Pharma
- Prednisolone Actavis
- Presmin
- Presmin Combo
- Prograf
- Propranolol hydrochloride
- Qsiva
- Ramíl
- Relifex
- Repaglinid Krka
- Salmeterol/Fluticasone Neutec
- Salmex
- Sandimmun Neoral
- Seloken
- Seloken ZOC
- Sendoxan
- Senokot
- Seretide
- Serevent
- Sertral
- Sertralin Bluefish
- Sertralin Krka
- Sertralin WH
- Sitagliptin Krka
- Sitagliptin Sandoz
- Sitagliptin STADA
- Sitagliptin Teva
- Sitagliptin Zentiva
- Sitagliptin/Metformin Krka
- Sitagliptin/Metformin Medical Valley
- Sitagliptin/Metformin Sandoz
- Sitagliptin/Metformin Zentiva
- Solian
- Solu-Cortef
- Solu-Medrol
- Sotalol Mylan
- Spirix
- Spiron
- Strattera (Lyfjaver)
- Strefen
- Strefen (Heilsa)
- Strefen Apelsin (Heilsa)
- Strefen Honung & Citron
- Strefen Orange Sukkerfri
- Symbicort (Lyfjaver)
- Symbicort forte Turbuhaler
- Symbicort mite Turbuhaler
- Symbicort Turbuhaler
- Symbicort Turbuhaler (Heilsa)
- Symbicort Turbuhaler (Lyfjaver) Noregur
- Synjardy
- Tegretol
- Tegretol retard
- Tegretol Retard (Lyfjaver)
- Tjara 26 / ASVEP
- Toilax
- Topimax
- Topiramat Actavis
- Topiramate Alvogen
- Toradol
- Toujeo [DoubleStar]
- Toujeo [Solostar]
- Trandate
- Treo
- Treo Citrus
- Treo Hindbær
- Tresiba
- Trimbow
- Trimetoprim Meda
- Trixeo Aerosphere
- Valpress
- Valpress Comp
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka (Heilsa)
- Valsartan Hydroklortiazid Jubilant
- Valsartan Jubilant
- Valsartan Krka
- Ventoline
- Vildagliptin/Metformin Krka
- Volidax
- Xylocain adrenalin
- Xylocain Dental Adrenalin
- Zoledronic Acid Teva
- Zoloft
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með gigt
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með sykursýki
- þú hafir fengið þvagsýrugigt
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Lyfið eykur líkur á fósturskaða sé það notað á meðgöngu.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk og getur haft áhrif á barnið.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.
Eldra fólk:
Venjulegir skammtar eru yfirleitt notaðir en þó getur þurft að nota minni skammta.
Akstur:
Lyfið getur valdið svima og þar með haft áhrif á aksturshæfni. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.
Áfengi:
Áfengi getur haft óæskileg áhrif á blóðþrýsting og hjartsláttarhraða, og aukið líkur á aukaverkunum lyfsins. Ekki er æskilegt að neyta áfengis meðan lyfið er tekið.
Íþróttir:
Bannað í og utan keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.