Lantus [Clikstar]
Sykursýkilyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Glargíninsúlín
Markaðsleyfishafi: Sanofi | Skráð: 1. júní, 2004
Insúlín er hormón sem myndast í briskirtli. Það er nauðsynlegt til þess að sykur í blóði komist inn í frumur þar sem hann nýtist sem orkugjafi. Sykursýki orsakast af skorti á insúlíni (tegund I) eða minnkuðum áhrifum þess (tegund II). Eina meðferðin við sykursýki af tegund I er að gefa insúlín en það getur líka gagnast í vissum tilfellum af tegund II. Insúlín er til í mörgum lyfjaformum sem eru mismunandi langvirk. Lantus inniheldur glargíninsúlín sem er breytt insúlín, mjög líkt mannainsúlíni. Glargíninsúlín hefur langvarandi og stöðuga blóðsykurslækkandi verkun og þannig næst betri stjórnun á sykursýkinni.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Stungulyf undir húð í áfylltum lyfjapenna, lausn í rörlykju fyrir margnota insúlínpenna.
Venjulegar skammtastærðir:
Skammtar eru einstaklingsbundnir.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Einstaklingsbundið.
Verkunartími:
Allt að 24 klst.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Breytt mataræði og minnkuð sykurneysla er hluti af meðferð.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum, varið ljósi og á köldum stað (2-8°C) þar sem börn hvorki ná til né sjá. Geymsluþol lyfsins við stofuhita er 4 vikur. Lyfið má ekki frjósa.
Ef skammtur gleymist:
Hafðu samband við lækni. Misjafnt er eftir einstaklingum hvaða viðbrögð eiga við.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Alls ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni. Insúlínmeðferð við insúlínháðri sykursýki er ævilöng.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu strax samband við lækni. Einkenni um lágan blóðsykur eru aukin svitamyndun, hungurtilfinning, hraður hjartsláttur, sjóntruflanir, sljóleiki, rugl, höfuðverkur, kuldatilfinning eða uppköst. Fylgið fyrirmælum læknis um viðbrögð við of lágum blóðsykri. Ef sjúklingur missir meðvitund skal leita neyðarhjálpar þegar í stað.
Langtímanotkun:
Án vandkvæða. Æskilegt er að fylgjast vel með blóðsykri til þess að ná sem bestri stjórn á honum. Insúlín er notað ævilangt við insúlínháðri sykursýki.
Aukaverkanir
Aukaverkanir eru í heild sjaldgæfar. Nokkuð algengt er þó að blóðsykur lækki of mikið, en um 5-10% sjúklinga fá of lágan blóðsykur einu sinni eða oftar á hverju ári. Einkenni um lágan blóðsykur eru aukin svitamyndun, hungurtilfinning, hraður hjartsláttur, sjóntruflanir, sljóleiki, rugl, höfuðverkur, kuldatilfinning eða uppköst.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Erting á stungustað | |||||||
Of lágur blóðsykur | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Yfirlið eða krampar |
Milliverkanir
Vitað er að fjöldi lyfja hefur áhrif á efnaskipti glúkósu. Læknirinn verður því að taka tillit til hugsanlegra milliverkana og á hann ávallt að spyrja sjúklinga sína um öll lyf sem þeir nota. Náttúrulyfið ginkgo getur haft áhrif á virkni insúlíns.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Amiloride / HCT Alvogen
- Apidra
- Atenolol Viatris
- Bloxazoc
- Candpress Comp
- Captopril mixtúra - forskriftarlyf
- Coversyl Novum
- Cozaar Comp
- Cozaar Comp Forte
- Darazíð
- Daren
- Diamicron Uno
- Enalapril comp ratiopharm
- Enalapril HCTZ Medical Valley
- Enalapril Krka
- Enalapril-Hydrochlorthiazid Krka
- Genotropin
- Gliclazíð Krka
- Glimeryl
- Hydromed
- Jardiance
- Logimax
- Logimax forte
- Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley
- Losartankalium/hydrochlorothiazid Krka
- Metoprolol Alvogen
- Metoprololsuccinat Hexal
- Nebido
- Nebido (Heilsa)
- Norditropin FlexPro
- Omnitrope
- Presmin Combo
- Ramíl
- Saizen
- Seloken
- Seloken ZOC
- Signifor
- Synjardy
- Testogel
- Testogel (Heilsa)
- Testosteron Medical Valley
- Testosterone Teva
- Tresiba [FlexTouch]
- Tresiba [Penfill]
- Valpress Comp
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka (Heilsa)
- Valsartan Hydroklortiazid Jubilant
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með of- eða vanvirkan skjaldkirtil
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Insúlín hefur ekki áhrif á fóstur en lítil stjórn á blóðsykri getur skaðað fóstrið. Fylgjast þarf nákvæmlega með blóðsykri meðan á meðgöngu stendur.
Brjóstagjöf:
Oft þarf að breyta skömmtum lyfsins á meðan móðir er með barn á brjósti.
Börn:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá börnum yngri en 6 ára.
Eldra fólk:
Skammtar eru einstaklingsbundnir.
Akstur:
Glargíninsúlín hefur ekki áhrif á aksturshæfni en ef merki eru um of lágan eða háan blóðsykur, eða sjóntruflanir, ætti ekki að stjórna ökutæki.
Áfengi:
Getur valdið lækkun og hækkun á blóðsykri. Einkenni um lækkaðan blóðsykur líkjast að sumu leyti áhrifum áfengis. Það minnkar líkur á því að einkennin þekkist og að rétt sé brugðist við þeim. Sjúklingar sem nota insúlín ættu því helst ekki að neyta áfengis.
Íþróttir:
Bannað í og utan keppni. Hægt er að sækja um undanþágu til Undanþágunefndar Lyfjaráðs ÍSÍ.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.