Captopril mixtúra - forskriftarlyf
Lyf með verkun á renínangíótensín-kerfið | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Captópríl
Markaðsleyfishafi: Forskriftarlyf lækna framleitt af Pharmarctica | Skráð: 1. febrúar, 2017
Captopril mixtúra er forskriftarlyf lækna. Það þýðir að ekki eru gerðar sömu kröfur um merkingu, klínískar rannsóknir eða fylgiseðil eins og til skráðra lyfja. Því eru engar upplýsingar um lyfið í Sérlyfjaskrá. Captopril mixtúra sem inniheldur virka efnið kaptópríl, tilheyrir flokki lyfja sem kallast ACE-hemlar. Lyf í þessum flokki hamla myndun angíótensíns II, en það er eitt öflugasta æðaþrengjandi efni í líkamanum. Auk æðaþrengjandi áhrifa minnkar angíótensín II útskilnað vatns í nýrum, við það eykst rúmmál blóðs og stuðlar þannig enn frekar að hækkun blóðþrýstingsins. Lyfin hindra líka niðurbrot á æðavíkkandi efni í líkamanum, bradýkíníni. Katópríl er notað við háþrýstingi og hjartaöng og til þess að minnka álag á hjartað hjá sjúklingum með hjartabilun.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Mixtúra, lausn til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
Samkvæmt fyrirmælum læknis.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Áhrif á háþrýsting: innan 15 mín. en mestu áhrifin koma fram eftir 1 - 1,5 klst.
Verkunartími:
Um 4-10 klst. En getur verið lengri hjá einstaklingum með skerta nýrnastarfsemi eða hjá fyrirburum/nýburum með óþroskaða nýrnastarfsemi.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Hristist fyrir notkun.
Notist innan 30 daga frá opnun flöskunnar.
Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ástand getur versnað þegar töku lyfsins er hætt. Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafið samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunardeild Landspítala í síma 543 2222.
Langtímanotkun:
Lyfið getur haft áhrif á nýrnastarfsemi og blóðfrumur. Fylgjast þarf reglulega með blóðmynd og þvagi meðan á meðferð stendur.
Aukaverkanir
Lyfið hefur ekki verið rannsakað með tilliti til aukaverkana. Leitaðu strax til læknis ef vart verður aukaverkana. Eftirfarandi aukaverkanir eru taldar hugsanlegar en listinn er ekki tæmandi.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Gula | |||||||
Hárlos | |||||||
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir | |||||||
Hjartsláttartruflanir | |||||||
Kviðverkir, niðurgangur og hægðatregða | |||||||
Munnþurrkur | |||||||
Ógleði og uppköst | |||||||
Svartar eða blóðugar hægðir, blóð í þvagi | |||||||
Svefntruflanir | |||||||
Svimi | |||||||
Truflun á bragðskyni | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Verkur fyrir brjósti | |||||||
Þurr hósti |
Milliverkanir
Kaptópríl getur aukið blóðsykurlækkandi áhrif insúlíns og sykursýkilyfja til inntöku.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Actrapid
- Allopurinol Alvogen
- Alvofen Express
- Amiloride / HCT Alvogen
- Amitriptylin Abcur
- Anafranil
- Apidra
- Arcoxia
- Arthrotec
- Arthrotec Forte
- Candpress Comp
- Celebra
- Celecoxib Actavis
- Celecoxib Medical
- Centyl med kaliumklorid
- Centyl mite med kaliumklorid
- Cloxabix
- Cotrim
- Coxerit
- Coxient
- Cozaar Comp
- Cozaar Comp Forte
- Darazíð
- Decortin H
- Diamicron Uno
- Diclomex
- Digoxin DAK (Lyfjaver)
- Dimax Rapid
- Duroferon
- Duroferon (Heilsa)
- Duroferon (Lyfjaver)
- Dynastat
- Enalapril comp ratiopharm
- Enalapril HCTZ Medical Valley
- Enalapril-Hydrochlorthiazid Krka
- Eplerenon Krka
- Eplerenone Alvogen
- Eplerenone Bluefish
- Etoricoxib Krka
- Eucreas
- Eusaprim
- Fem-Mono Retard
- Fiasp
- Furix
- Furosemide Kalceks
- Gliclazíð Krka
- Glimeryl
- Glucophage
- Humalog
- Humalog KwikPen
- Humalog Mix25 KwikPen
- Humulin NPH KwikPen
- Hydromed
- Ibetin
- Íbúfen
- Ibuprofen Zentiva
- Ibutrix
- ibuxin rapid
- Idotrim
- Ikervis
- Imdur
- Impugan
- Imurel
- Inspra
- Insulatard
- Insulatard FlexPen
- Insulatard InnoLet
- Ismo
- Janumet
- Jentadueto
- Kaleorid
- Kalíum Klórið
- Kaliumklorid Orifarm
- Kaliumklorid Orifarm (Lyfjaver)
- Klomipramin Viatris
- Lantus [Clikstar]
- Lantus [Solostar]
- Levemir FlexPen
- Levemir Penfill
- Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley
- Losartankalium/hydrochlorothiazid Krka
- Metformin Bluefish
- Metformin EQL
- Metformin Sandoz
- Metformin Teva B.V.
- Modifenac
- Naproxen Viatris
- Naproxen-E Mylan
- Nitroglycerin DAK
- Noritren
- Novo Mix 30 Penfill
- NovoMix 30 FlexPen
- NovoRapid
- NovoRapid FlexPen
- NovoRapid Penfill
- Nurofen Apelsin (Heilsa)
- Nurofen Junior Appelsín
- Nurofen Junior Jarðarber
- Parapró
- Prednisolon - forskriftarlyf
- Prednisolon EQL Pharma
- Prednisolone Actavis
- Presmin Combo
- Relifex
- Sandimmun Neoral
- Sitagliptin/Metformin Krka
- Sitagliptin/Metformin Medical Valley
- Sitagliptin/Metformin Sandoz
- Sitagliptin/Metformin Zentiva
- Spirix
- Spiron
- Strefen
- Strefen (Heilsa)
- Strefen Apelsin (Heilsa)
- Strefen Honung & Citron
- Strefen Orange Sukkerfri
- Synjardy
- Toradol
- Toujeo [DoubleStar]
- Toujeo [Solostar]
- Tresiba
- Trimetoprim Meda
- Valpress Comp
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka (Heilsa)
- Valsartan Hydroklortiazid Jubilant
- Vildagliptin/Metformin Krka
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Lyfið eykur líkur á fósturskaða sé það notað á meðgöngu.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk og getur haft áhrif á barnið.
Börn:
Samkvæmt fyrirmælum læknis.
Eldra fólk:
Lyfið er ekki ætlað eldra fólki.
Akstur:
Lyfið getur valdið svima og þar með haft áhrif á aksturshæfni. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin það á hvaða áhrif lyfið hefur.
Áfengi:
Áfengi getur haft óæskileg áhrif á blóðþrýsting og hjartsláttarhraða, og aukið líkur á aukaverkunum lyfsins. Ekki er æskilegt að neyta áfengis meðan lyfið er tekið.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Annað:
Captopril mixtúra er forskriftarlyf lækna og því eru engar upplýsingar um lyfið í Sérlyfjaskrá.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.