Arthrotec

Bólgueyðandi lyf og gigtarlyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Díklófenak Mísóprostól

Markaðsleyfishafi: Pfizer | Skráð: 1. apríl, 1993

Arthrotec inniheldur tvö virk efni, díklófenak og mísóprostól. Lyfið er notað við gigtarsjúkdómum og öðrum bólgusjúkdómum, einkum hjá þeim sem þurfa sérstaklega á fyrirbyggjandi meðferð að halda við sárum í maga og skeifugörn, en sárin eru tilkomin vegna bólgueyðandi gigtarlyfja. Hér er um að ræða einstaklinga sem þjást af gigtarsjúkdómi eða bólgusjúkdómi, eru eldri en 75 ára, eiga sögu um ætisár eða blæðingar í meltingarvegi. Þeir sem hafa blóðþurrðarhjartasjúkdóm skipa líka þennan flokk. Díklófenak er bólgueyðandi með verkjastillandi og hitalækkandi verkun. Díklófenak dregur úr myndun prostaglandín efna í líkamanum, en þau stuðla meðal annars að bólgumyndum. Mísóprostól er óvirkt efni sem brotnar niður í líkamanum og verður virkt afbrigði af efninu prostaglandín E1. Mísóprostól dregur úr sýrumyndun í maga, það eykur slímmyndun í maga og skeifugörn ásamt því að auka seytingu bíkarbónats í skeifugörn. Það vinnur því gegn ertandi áhrifum bólgueyðandi gigtarlyfja á maga og skeifugörn. Þá eykur mísóprostól vöðvaspennu í legi.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
1 tafla 2-3svar á dag. Töflurnar gleypist heilar eftir máltíð. Hver tafla inniheldur 50 mg díklófenak og 0,2 mg mísóprostól. Töflurnar má ekki tyggja, mylja, skipta eða leysa upp í vatni.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Mismunandi eftir ástandi sjúklings.

Verkunartími:
Mismunandi eftir ástandi sjúklings.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Með því að taka lyfið inn strax eftir máltíðir er hægt að draga úr tíðni aukaverkana.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við eða undir stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Sjúkdómurinn getur versnað þegar töku lyfsins er hætt. Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef teknir eru of stórir skammtar eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skaltu hafa samband við lækni.

Langtímanotkun:
Æskilegt er að fara reglulega í eftirlit til læknis til að meta áhrif lyfsins á lifur, blóðhag og maga.


Aukaverkanir

Óþægindi frá meltingarvegi eru algengustu aukaverkanir lyfsins. Draga má úr aukaverkunum lyfsins með því að nota lyfið í eins litlum skömmtum og í eins stuttan tíma og mögulegt er.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Gula          
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir        
Hjartsláttartruflanir, hraður hjartsláttur        
Höfuðverkur, svimi          
Kviðverkir, uppþemba, vindgangur          
Lystarleysi          
Meltingartruflanir, hægðatregða          
Óeðlilegar blæðingar          
Ógleði, uppköst, niðurgangur          
Svartar eða blóðugar hægðir, blóð í þvagi        
Svefnleysi          
Útbrot, kláði        
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      

Milliverkanir

Náttúrulyfið ginkgo getur aukið blæðingahættu. Náttúrulyfið Jóhannesarjurt getur dregið úr virkni díklófenaks. Díklófenak getur dregið úr verkun blóðþrýstingslækkandi lyfja.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með blæðingartilhneigingu
  • þú sért með hjartasjúkdóm eða háan blóðþrýsting
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með maga- eða skeifugarnarsár
  • þú sért með magabólgu
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • grunur leiki á um þungun eða hvort þú ráðgerir að verða þunguð

Meðganga:
Lyfið má ekki nota á meðgöngu vegna áhrifa þess á leg.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið getur skert aksturshæfni. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.

Áfengi:
Getur aukið ertandi áhrif lyfsins á magaslímhúð.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.