Dutaprostam

Þvagfæralyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Dútasteríð Tamsúlósín

Markaðsleyfishafi: Zentiva k.s. | Skráð: 1. október, 2018

Duoprostam er gefið karlmönnum með góðkynja stækkun á blöðruhálskirtli og þvagtregðu vegna hennar. Lyfið er notað til að draga úr áhættu á bráðri þvagteppu og þörf fyrir skurðaðgerð hjá fyrrnefndum karlmönnum. Stækkun blöðruhálskirtils er háð díhýdrótestósteróni, sem er virkara form karlhormónsins testósteróns. Dútasteríð, annað virka efnið í Dutaprostam, hindrar það að testósterón breytist í díhýdrótestósterón í líkamanum og vinnur þannig gegn vexti kirtilsins. Áhrif lyfsins á hárvöxt hafa ekki verið rannsökuð en hins vegar eru líkur til þess að lyfið minnki hártap og auki hárvöxt hjá karlmönnum með hármissi á höfði. Tamsúlósín, hitt virka efnið í Dutaprostam, veldur slökun á slíkri vöðvaspennu með því að blokka svonefnd alfa-viðtæki í líkamanum, sérstaklega í blöðruhálskirtli og þvagrás, með þeim afleiðingum að þvagflæði batnar.Athugið að lyfið getur í einstaka tilfellum valdið yfirliði, sérstaklega í upphafi meðferðar.Lyfið er ekki ætlað konum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Hart hylki til inntöku. Hvert hart hylki inniheldur eitt mjúkt dútasteríðgelatínhylki og tamsúlósínperlur með breyttan losunarhraða.

Venjulegar skammtastærðir:
Eitt hylki einu sinni á dag, taka skal hylkin u.þ.b. 30 mínútum eftir sömu máltíðina á hverjum degi. Hylkin skal gleypa heil og ekki tyggja eða opna þau, vegna þess að það getur truflað breyttan losunarhraða tamsúlósíns.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Um 1-6 mánuðir.

Verkunartími:
Um 24 klst.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda.

Langtímanotkun:
Fylgjast þarf reglulega með sjúklingi meðan á meðferð stendur til að meta áhrif lyfsins og hugsanlegar aukaverkanir.


Aukaverkanir

Flestar aukaverkanir lyfsins eru vægar eða miðlungi slæmar og koma fyrir í æxlunarfærum. Tíðni aukaverkana lækkar með tímanum.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Breytingar á kynhvöt          
Brjóstastækkun og/eða eymsli hjá karlmönnum          
Sundl          
Truflun á sáðláti, getuleysi          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með lifrarsjúkdóm

Meðganga:
Lyfið er ekki ætlað konum.

Brjóstagjöf:
Lyfið er ekki ætlað konum.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Áfengi:
Æskilegt er að halda áfengisneyslu í lágmarki meðan lyfið er tekið.

Íþróttir:
Bannað í og utan keppni.

Annað:
Ekki má nota Dutaprostam hjá sjúklingum með réttstöðulágþrýsting og sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.