Soltamcin

Þvagfæralyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Sólifenacín Tamsúlósín

Markaðsleyfishafi: Williams & Halls | Skráð: 23. júní, 2023

Soltamcin inniheldur tvö lyf sem kallast solifenacín og tamsulósín. Solifenacín tilheyrir flokki lyfja sem kallast andkólínvirk lyf og tamsulósín tilheyrir lyfjaflokki sem kallast alfablokkar. Soltamcin er notað hjá körlum til meðferðar á einkennum um skerta geymslugetu þvagblöðru og þvaglátseinkennum í neðri hluta þvagrásar vegna þvagblöðruvandamála og stækkunar blöðruhálskirtils (góðkynja ofvöxtur blöðruhálskirtils). Þegar blöðruhálskirtillinn stækkar getur það leitt til truflunar á þvaglátum svo sem erfiðleikum við að hefja þvaglát, erfiðleikum við þvaglát (lítil buna), leka í dropatali og tilfinningu um að ekki hafi tekist að tæma þvagblöðru. Einnig veldur blöðruhálskirtilsstækkun einkennum tengdum því að halda þvagi, svo sem breytingu á tilfinningu í þvagblöðru, brýnni þvaglátaþörf án fyrirvara og þörf fyrir tíð þvaglát. Solifenacin dregur úr óæskilegum samdrætti þvagblöðru og eykur magn þvags sem þvagblaðran getur geymt. Þess vegna getur þú beðið lengur áður en þú þarft að fara á salerni. Tamsúlósín auðveldar þvagi að renna greiðar um þvagrásina og auðveldar þvaglát.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Tafla til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
1 tafla á dag, sem inniheldur 6 mg af solifenacíni og 0,4 mg af tamsulósíni. Lyfið má taka með eða án matar. Ekki má brjóta eða tyggja töfluna.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Nei.

Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu næstu töflu af Soltamcin á sama tíma og þú átt að gera. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp töflu sem gleymst hefur að taka.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ef þú hættir að taka Soltamcin geta einkenni komið aftur eða versnað. Hafðu ávallt samband við lækninn ef þú íhugar að hætta meðferðinni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Langtímanotkun:
Virðist án vandkvæða.


Aukaverkanir

Hér eru taldar upp algengustu aukaverkanirnar, skoða skal fylgiseðil fyrir allar aukaverkanir.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Meltingaróþægindi          
Munnþurrkur          
Óeðlilegt sáðlát          
Ofnæmisviðbrögð, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar        
Sundl, þreyta          
Þokusýn          

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • hvort þú sért með gláku
  • þú sért með lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með vöðvaslensfár (myasthenia gravis)
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með of lágan blóðþrýsting
  • þú sért með meltingarfærasjúkdóm
  • þú sért með taugasjúkdóm
  • þú sért með þvagteppu

Meðganga:
Soltamcin er ekki ætlað til notkunar hjá konum.

Brjóstagjöf:
Soltamcin er ekki ætlað til notkunar hjá konum.

Börn:
Soltamcin er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Venjulegir skammtar.

Akstur:
Soltamcin getur valdið sundli, þokusýn, þreytu eða í sjaldgæfum tilfellum syfju. Ef þú finnur fyrir slíkum aukaverkunum skaltu ekki aka eða nota vélar. Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs þegar reynsla er komin á lyfið.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.