Atropin Mylan
óskráð | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Atrópín
Markaðsleyfishafi: Mylan | Skráð: 1. júní, 2009
Atrópín er andkólínvirkt efni sem notað er sem forgjöf lyfja fyrir svæfingu (kæruleysissprauta), stundum notað við hægum hjartslætti eða vegna eitrana af völdum kólínesterasablokkara. Atrópín hefur krampalosandi verkun á slétta vöðva. Það minnkar hreyfingar meðal annars í meltingarveginum. Atrópín minnkar einnig seyti vökva í munni og maga. Í stórum skömmtum getur atrópín verkað örvandi eða slævandi á miðtaugakerfið. Lyfið er unnið úr vel þekktri jurt af kartöfluætt sem nefnist sjáaldursjurt (\u003ci\u003eAtropa belladonna\u003c/i\u003e). Lyfið er einungis notað af læknum.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Stungulyf undir húð, í vöðva eða í æð.
Venjulegar skammtastærðir:
Forgjöf fyrir svæfingu: 0,6 mg undir húð eða í vöðva 1 klst fyir svæfingu. Hægur hjartsláttur: 0,4-1,0 mg gefið hægt í æð. Eitranir af völdum kólínesterasablokkara: Fyrst 0,2 mg hægt í æð sem má endurtaka eftir 5 mín. og síðan á 10-15 mín. fresti þar til árangur næst.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Óþekkt.
Verkunartími:
Óþekktur.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin nema vegna svæfingar.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum varið ljósi við stofuhita þar sem börn ná ekki til.
Ef skammtur gleymist:
Á ekki við.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Lyfið er eingöngu notað af læknum
Ef tekinn er of stór skammtur:
Engar upplýsingar um ofskömmtun liggja fyrir.
Langtímanotkun:
Lyfið er ekki ætlað til langtímanotkunar.
Aukaverkanir
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Hjartsláttartruflanir | |||||||
Hægðatregða | |||||||
Munnþurrkur | |||||||
Ofnæmisviðbrögð, s.s. útbrot og kláði | |||||||
Sjónstillingarlömun | |||||||
Þvagtregða |
Milliverkanir
Aukin andkólínvirk áhrif fást við samtímis gjöf annarra lyfja með svipaða verkun eins og t.d. andhistamínlyfja, fentíazínsambanda, amantadíns o.fl.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Amiloride / HCT Alvogen
- Atrovent
- Benylan
- Candpress Comp
- Cozaar Comp
- Cozaar Comp Forte
- Darazíð
- Enalapril comp ratiopharm
- Enalapril HCTZ Medical Valley
- Enalapril-Hydrochlorthiazid Krka
- Ephedrine Sintetica
- Hydromed
- Lomuspray
- Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley
- Losartankalium/hydrochlorothiazid Krka
- Magical Mouthwash
- Presmin Combo
- SEM mixtúra
- Solifenacin Alvogen
- Solifenacin Krka
- Soltamcin
- Valpress Comp
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka (Heilsa)
- Valsartan Hydroklortiazid Jubilant
- Vesicare
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með gláku
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með þvagtregðu
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með þrengsli í neðra magaopi
Meðganga:
Engin þekkt áhætta er við notkun lyfsins á meðgöngu.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk í það miklu magni að það getur haft áhrif á barnið sé það gefið í stærri skömmtum en venjulegar skammtastærðir segja til um.
Börn:
Skömmtun miðast við líkamsþunga barns.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Algeng aukaverkun atrópíns er nærsýni og sjónstillingarlömun. Akið ekki bíl fyrr en þessar aukaverkanir hafa liðið hjá.
Áfengi:
Ekki neyta áfengis með atrópíni.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.