SEM mixtúra

Hósta- og kveflyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Ammóníumklóríð Dífenhýdramín Kódein Lakkrís

Markaðsleyfishafi: Forskriftarlyf lækna framleitt af Pharmarctica | Skráð: 1. apríl, 2014

SEM er forskriftarlyf lækna. Það þýðir að ekki eru gerðar sömu kröfur um merkingu, klínískar rannsóknir eða fylgiseðil eins og til skráðra lyfja. Því eru engar upplýsingar um lyfið í Sérlyfjaskrá. SEM er skammstöfun það er fyrsti stafurinn úr heiti á gömlum mixtúrum sem var blandað saman í jöfnum hlutföllum. Mixtúrurnar hétu Syrupus codeicus fortior, Elexir diphenhydramini og Mixtura salina dulcis. SEM inniheldur virku efnin kódein, dífenhýdramín, ammoníumklóríð og lakkrísextract. Innihaldsefnin eru þekkt fyrir hóstastillandi áhrif og væg slímlosandi áhrif. Mixtúran inniheldur 2,53 mg/ml af kódeinfosfathemihýdrat. Áfengisinnihald er 20 mg/ml.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Mixtúra til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Ekki ætti að þurfa meira en 5-10 ml í senn og ekki oftar en 3-4 sinnum á dag.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
15-60 mín.

Verkunartími:
4-6 klst.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við í kæli við 2-8 °C þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Lyfið er ekki tekið reglulega.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Hætta má töku lyfsins þegar einkenni eru ekki lengur til staðar.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef teknir eru stórir skammtar eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni eða eitrunardeild landspítala í síma 543 2222.

Langtímanotkun:
Lyfið er ekki ætlað til langtímanotkunar.


Aukaverkanir

Lyfið hefur ekki verið rannsakað með tilliti til aukaverkana. Leitaðu strax til læknis ef vart verður aukaverkana. Hætta á ávanamyndun er fyrir hendi og hafa verður þá hættu í huga. Þeir sem eru með gallsteina eða hafa gengist undir aðgerð vegna þeirra geta fundið fyrir gallrásarkrömpum. Eftirfarandi aukaverkanir eru taldar hugsanlegar en listinn er ekki tæmandi.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Hraður hjartsláttur, hjartsláttarónot        
Hægðatregða        
Krampar        
Skapgerðarbreytingar, rugl, svefntruflanir        
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      
Þvagtregða        

Milliverkanir

Dífenhýdramín og kódein geta aukið verkun róandi lyfja, svefnlyfja og alkóhóls.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með astma
  • þú sért með gláku
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með þvagtregðu
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með hægðatregðu
  • þú hafir fengið gallsteina

Meðganga:
Ekki ætti að nota lyfið á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Ekki ætti nota lyfið samhliða með brjóstagjöf.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir. Eldra fólk getur þó verið viðkvæmara fyrir sljóvgandi áhrifum lyfsins og hægðatregða er algeng hjá öldruðum.

Akstur:
Lyfið hefur róandi áhrif og getur skert aksturshæfni. Ekki má aka bíl á meðan lyfið er notað.

Áfengi:
Lyfið eykur verkun áfengis. Ekki neyta áfengis meðan lyfið er tekið.

Íþróttir:
Inniheldur alkóhól. Notkun lyfsins er bönnuð í sumum íþróttagreinum.

Fíknarvandamál:
Mixtúran inniheldur kódein og áfengi

Annað:
SEM er forskriftarlyf lækna og því eru engar upplýsingar um lyfið í Sérlyfjaskrá.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.