Naltrexone Hydrochloride
óskráð | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Naltrexon
Markaðsleyfishafi: Forskriftarlyf lækna framleitt af Pharmarctica | Skráð: 1. mars, 2017
Naltrexone Hydrochloride er forskriftarlyf lækna. Það þýðir að ekki eru gerðar sömu kröfur um merkingu, klínískar rannsóknir eða fylgiseðil eins og til skráðra lyfja. Því eru engar upplýsingar um lyfið í Sérlyfjaskrá. Naltrexone gamalt lyf sem blokkar mofinviðtaka og var upphaflega notað sem hluti af meðferð við alkóhólisma, fíkn fyrir morfini og skyldum efnum. Styrkur mixtúrunnar er 1 mg/ml sem bendir til þess að mixtúrunni sé ávísað í mjög lágum skömmtum sem er oft kallað LDN. LDN (Low Dose Naltrexone) er ensk skammstöfun sem er notuð um notkun naltrexons í mjög lágum skömmtum við einkennum sem tengjast hvorki ávana né fíkn. Eftir því sem næst verður komist þá hefur LDN hvergi fengið viðurkenningu sem ábending.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Mixtúra, lausn til inntöku
Venjulegar skammtastærðir:
Samkvæmt fyrirmælum læknis
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Um eða innan við 30 mínútur
Verkunartími:
Um eða rúmlega 24 tímar
Geymsla:
Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Hristist fyrir notkun. Geymist í kæli við 2-8 °C
Ef skammtur gleymist:
Ekki taka tvöfaldan skammt
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki ætti að hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafið samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunardeild Landspítala í síma 543 2222
Langtímanotkun:
Lítið til af upplýsingum
Aukaverkanir
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Höfuðverkur, þreyta, svimi, svefntruflanir | |||||||
Kvíði | |||||||
Kviðverkir, niðurgangur |
Milliverkanir
Lítið er vitað um milliverkanir nema að lyfið blokkar morfin viðtaka
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Abstral
- Buprenorphine Alvogen
- Contalgin
- Contalgin Uno
- Dropizol
- Fentanyl Actavis
- Fentanyl Alvogen
- Leptanal
- Morfin Abcur
- Norspan
- Oxikodon Depot Actavis
- Oxycodone Alvogen
- Oxycodone/Naloxone Alvogen
- OxyContin Depot
- OxyNorm
- OxyNorm Dispersa
- Parkódín
- Parkódín forte
- SEM mixtúra
- Suboxone
- Sufenta
- Targin
Varúð
Meðganga:
Ekki ætti að nota lyfið á meðgöngu
Brjóstagjöf:
Ekki ætti að nota lyfið samhliða brjóstagjöf
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum
Akstur:
Ekki er vitað um hvort lyfið hefur áhrif á hæfni til aksturs
Annað:
Naltrexone Hydrochloride er forskriftarlyf lækna og því eru engar upplýsingar um lyfið í Sérlyfjaskrá.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.