Suboxone
Lyf gegn fíkn | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Búprenorfín Naloxón
Markaðsleyfishafi: Indivior Europe Limited | Skráð: 24. október, 2006
Suboxone er lyf til að meðhöndla ópíóíðafíkn, innan ramma læknisfræðilegrar, félagslegrar og sálfræðilegrar meðferðar. Lyfið inniheldur tvö efni, búprenorfín og naloxón. Búprenorfín er lyf í flokki ópíóíða og líkist morfíni. Naloxón er efni sem að blokkar ópíóíða viðtaka og er því mótefni gegn ópíóíðalyfjum. Naloxón er til staðar í Subxone til að koma í veg fyrir misnotkun lyfsins í æð. Þegar naloxón er gefið sjúklingum með ópíóíðafráhvörf til inntöku eða undir tungu hefur það lítil sem engin lyfjafræðileg áhrif. Hins vegar, þegar naloxón er gefið í bláæð koma greinileg ópíóíðablokkandi áhrif og fráhvarfseinkenni í ljós. Þetta hefur fælandi áhrif á notkun lyfsins í bláæð. Suboxone er ætlað fullorðnum og unglingum eldri en 15 ára sem hafa samþykkt að gangast undir meðferð gegn lyfjafíkn.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Tungurótartafla.
Venjulegar skammtastærðir:
Skammtastærðir eru einstaklingsbundnar. Skammturinn er tekinn einu sinni á dag með því að setja töflurnar undir tunguna og láta töflurnar vera undir tungunni þangað til þær hafa leyst upp að fullu. Það getur tekið 5-10 mínútur. Það má ekki tyggja eða gleypa töflurnar.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Ekki kyngja eða neyta fæðu eða drykkjar fyrr en taflan hefur leyst upp að fullu.
Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn eða aðrir fjölskyldumeðlimir hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Látið lækni vita.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Í samráði við lækni. Sé meðferð hætt skyndilega, getur það framkallað fráhvarfseinkenni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Ofskömmtun getur valdið alvarlegum og lífshættulegum öndunarerfiðleikum. Leitið til bráðamóttöku eða hringið í 112.
Aukaverkanir
Algengustu aukaverkanirnar sem koma fram eru hægðatregða og einkenni sem almennt tengjast fráhvarfi lyfja. Listinn hér að neðan er ekki tæmandi, sjá fylgiseðil fyrir allar þekktar aukaverkanir.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Hækkaður blóðþrýstingur | |||||||
Höfuðverkur, ógleði, mikil svitamyndun | |||||||
Minnkuð kynhvöt | |||||||
Ofskynjanir | |||||||
Svefnleysi | |||||||
Þunglyndi, kvíði, tilfinningatruflanir, þyngdartap | |||||||
Bráðaofnæmisviðbrögð/lost, ofsakláði | |||||||
Syfja, þokusýn, þvoglumæli, óskýr hugsun eða hægari öndun en vanalega | |||||||
Veruleg þreyta, kláði, gulnun húðar og augna | |||||||
Þroti í höndum og fótum |
Milliverkanir
Lyfið getur valdið fráhvarfseinkennum ópíóíða ef það er tekið of fljótt eftir töku ópíóíða. Líða þurfa að minnsta kosti 6 klst. frá notkun ópíóíða með skammtímavirkni (t.d. morfíns, heróíns) og að minnsta kosti 24 klst. frá notkun ópíóíða með langtímavirkni eins og metadóns.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
- Alprazolam Krka
- Alprazolam WH (hét áður Alprazolam Mylan)
- Azilect
- Dropizol
- Librax
- Rasagilin Krka
- Risolid
- Stesolid
- Tafil
- Tafil Retard
- Xyrem
Getur haft áhrif á
- Alphagan
- Brimonidin Bluefish
- Buccolam
- Diacomit Lyfjaver
- Elvanse Adult
- Metadon 2care4
- Metadon Abcur
- Midazolam Medical Valley
- Mirvaso
- Naltrexone Hydrochloride
- Paxlovid
- Rimactan
- Simbrinza
- Sobril
- Tegretol
- Tegretol retard
- Tegretol Retard (Lyfjaver)
- Tradolan
- Tramadol Actavis
- Tramadol Krka
- Tramól-L
- Vfend
- Volidax
- Voriconazole Accord
- Xonvea
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- þú sért með lágan blóðþrýsting
- þú sért með lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með þvagfærasjúkdóm
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért undir áhrifum áfengis eða vímuefna
- þú sért með skjaldkirtilssjúkdóm
- þú eigir við öndunarerfiðleika að stríða
- þú sért með heilasjúkdóm
Meðganga:
Lyfið getur haft áhrif á ófætt barn og valdið fráhvarfseinkennum hjá nýbura. Notendur lyfsins skulu láta lækni tafarlaust vita af þungun eða grun um þungun.
Brjóstagjöf:
Ekki hafa barn á brjósti meðan á meðferð með lyfinu stendur, þar sem búprenorfín skilst út í
brjóstamjólk.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 15 ára.
Eldra fólk:
Læknir vill mögulega fylgjast nánar með ef einstaklingur sem tekur lyfið er eldri en 65 ára.
Akstur:
Suboxone getur valdið syfju, sundli eða skert hugsun þína. Ekki aka, hjóla eða stjórna vélum á meðan þú tekur lyfið fyrr en þú veist hvernig áhrif lyfið hefur á þig.
Áfengi:
Ekki drekka áfengi meðan á meðferð með lyfinu stendur.
Íþróttir:
Lyfið er á bannlista og ekki leyft í keppni.
Fíknarvandamál:
Lyfið getur verið eftirsóknarvert fyrir fólk sem misnotar ávísuð lyf og lyfið þarf því að geyma á
öruggum stað til varnar gegn þjófnaði. Ekki má gefa þetta lyf öðrum. Það getur valdið dauða
eða öðrum skaða. Lyfið getur valdið ávanabindingu.
Annað:
Einungis sérfræðingar í geðlækningum og sérfræðingar í meðferð á ópíatfíkn mega ávísa lyfinu.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.