Suboxone

Lyf gegn fíkn | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Búprenorfín Naloxón

Markaðsleyfishafi: Indivior Europe Limited | Skráð: 24. október, 2006

Suboxone er lyf til að meðhöndla ópíóíðafíkn, innan ramma læknisfræðilegrar, félagslegrar og sálfræðilegrar meðferðar. Lyfið inniheldur tvö efni, búprenorfín og naloxón. Búprenorfín er lyf í flokki ópíóíða og líkist morfíni. Naloxón er efni sem að blokkar ópíóíða viðtaka og er því mótefni gegn ópíóíðalyfjum. Naloxón er til staðar í Subxone til að koma í veg fyrir misnotkun lyfsins í æð. Þegar naloxón er gefið sjúklingum með ópíóíðafráhvörf til inntöku eða undir tungu hefur það lítil sem engin lyfjafræðileg áhrif. Hins vegar, þegar naloxón er gefið í bláæð koma greinileg ópíóíðablokkandi áhrif og fráhvarfseinkenni í ljós. Þetta hefur fælandi áhrif á notkun lyfsins í bláæð. Suboxone er ætlað fullorðnum og unglingum eldri en 15 ára sem hafa samþykkt að gangast undir meðferð gegn lyfjafíkn.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Tungurótartafla.

Venjulegar skammtastærðir:
Skammtastærðir eru einstaklingsbundnar. Skammturinn er tekinn einu sinni á dag með því að setja töflurnar undir tunguna og láta töflurnar vera undir tungunni þangað til þær hafa leyst upp að fullu. Það getur tekið 5-10 mínútur. Það má ekki tyggja eða gleypa töflurnar.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Ekki kyngja eða neyta fæðu eða drykkjar fyrr en taflan hefur leyst upp að fullu.

Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn eða aðrir fjölskyldumeðlimir hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Látið lækni vita.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Í samráði við lækni. Sé meðferð hætt skyndilega, getur það framkallað fráhvarfseinkenni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ofskömmtun getur valdið alvarlegum og lífshættulegum öndunarerfiðleikum. Leitið til bráðamóttöku eða hringið í 112.


Aukaverkanir

Algengustu aukaverkanirnar sem koma fram eru hægðatregða og einkenni sem almennt tengjast fráhvarfi lyfja. Listinn hér að neðan er ekki tæmandi, sjá fylgiseðil fyrir allar þekktar aukaverkanir.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Hækkaður blóðþrýstingur          
Höfuðverkur, ógleði, mikil svitamyndun          
Minnkuð kynhvöt          
Ofskynjanir        
Svefnleysi          
Þunglyndi, kvíði, tilfinningatruflanir, þyngdartap          
Bráðaofnæmisviðbrögð/lost, ofsakláði        
Syfja, þokusýn, þvoglumæli, óskýr hugsun eða hægari öndun en vanalega        
Veruleg þreyta, kláði, gulnun húðar og augna          
Þroti í höndum og fótum          

Milliverkanir

Lyfið getur valdið fráhvarfseinkennum ópíóíða ef það er tekið of fljótt eftir töku ópíóíða. Líða þurfa að minnsta kosti 6 klst. frá notkun ópíóíða með skammtímavirkni (t.d. morfíns, heróíns) og að minnsta kosti 24 klst. frá notkun ópíóíða með langtímavirkni eins og metadóns.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með lágan blóðþrýsting
  • þú sért með lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með þvagfærasjúkdóm
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért undir áhrifum áfengis eða vímuefna
  • þú sért með skjaldkirtilssjúkdóm
  • þú eigir við öndunarerfiðleika að stríða
  • þú sért með heilasjúkdóm

Meðganga:
Lyfið getur haft áhrif á ófætt barn og valdið fráhvarfseinkennum hjá nýbura. Notendur lyfsins skulu láta lækni tafarlaust vita af þungun eða grun um þungun.

Brjóstagjöf:
Ekki hafa barn á brjósti meðan á meðferð með lyfinu stendur, þar sem búprenorfín skilst út í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 15 ára.

Eldra fólk:
Læknir vill mögulega fylgjast nánar með ef einstaklingur sem tekur lyfið er eldri en 65 ára.

Akstur:
Suboxone getur valdið syfju, sundli eða skert hugsun þína. Ekki aka, hjóla eða stjórna vélum á meðan þú tekur lyfið fyrr en þú veist hvernig áhrif lyfið hefur á þig.

Áfengi:
Ekki drekka áfengi meðan á meðferð með lyfinu stendur.

Íþróttir:
Lyfið er á bannlista og ekki leyft í keppni.

Fíknarvandamál:
Lyfið getur verið eftirsóknarvert fyrir fólk sem misnotar ávísuð lyf og lyfið þarf því að geyma á öruggum stað til varnar gegn þjófnaði. Ekki má gefa þetta lyf öðrum. Það getur valdið dauða eða öðrum skaða. Lyfið getur valdið ávanabindingu.

Annað:
Einungis sérfræðingar í geðlækningum og sérfræðingar í meðferð á ópíatfíkn mega ávísa lyfinu.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.