Metadon 2care4

Lyf gegn fíkn | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Metadón

Markaðsleyfishafi: 2care4 Generics ApS | Skráð: 12. febrúar, 2020

Metadon 2care4 er morfínlíkt lyf sem er notað til meðferðar á langvinnum verkjum sem aðeins er hægt að hafa viðunandi stjórn á með ópíóíðverkjalyfjum. Lyfið er líka notað í meðferð við vímuefnafíkn.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Einstaklingsbundir. Töflum má skipta í jafna skammta.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
1-2 klst.

Verkunartími:
2-3 dagar

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Ekki drekka áfengi né greipaldinsafa meðan á meðferð stendur.

Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Þú skalt aðeins gera hlé á eða hætta meðferðinni eftir að hafa talað við lækninn. Ekki skal hætta skyndilega að taka Metadon 2care4 því það getur leitt til fráhvarfseinkenna svo sem svefnleysis, nefrennslis, táramyndunar, lystarleysis, niðurgangs og verkja.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Merki um ofskömmtun Metadon Abcur geta verið lítil sjáöldur, syfja, fölleiki, rök húð, lágur líkamshiti, öndunarerfiðleikar og dá. Í alvarlegum tilvikum ofskömmtunar geta eftirfarandi einkenni komið fram: stutt öndunarstopp, lágur blóðþrýstingur, hægur púls, lost, áhrif á hjarta, vökvi í lungum, flog, vöðvamáttleysi, nýrnabilun, óreglulegur hjartsláttur og dauði. Börn og aldraðir eru viðkvæmari fyrir lyfinu. Hafðu samband við lækninn ef eitthvert af ofangreindum einkennum kemur fram.

Langtímanotkun:
Lyfið er ætlað til langtímanotkunar.


Aukaverkanir

Algengustu aukaverkanirnar eru ógleði, uppköst.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Andnauð, bólga í munni og koki      
Aukin svitamyndun          
Bjúgur, þyngdaraukning          
Hægðatregða, ógleði og uppköst          
Höfuðverkur, lystarleysi          
Syfja, sæluvíma          
Þokusýn og lítil sjáöldur.          

Milliverkanir

Ekki má nota Metadon 2care4 ef þú ert með ofnæmi fyrir metadóni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins, ef þú notar eða hefur notað MAO-hemil (mónóamín-oxíðasahemil) innan síðustu tveggja vikna (lyf sem er notað við þunglyndi og Parkinsons-sjúkdómi),- ef þú átt við öndunarerfiðleika að stríða. Ekki drekka greipaldinsafa á meðan þú ert í meðferð með metadon, því það kann að breyta áhrifum lyfsins.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Meðganga:
Ekki er ráðlagt að nota lyfið meðan á fæðingarhríðum stendur.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Nauðsynlegt er að minnka skammtinn. Fylgið ráðleggingum læknisins.

Akstur:
Metadón hefur áhrif á samhæfingu líkamshreyfinga í heila og því verður getan til aksturs og notkunar véla fyrir miklum áhrifum þar til jafnvægisskammtur lyfsins hefur verið fundinn. Því skaltu hvorki aka né nota vélar í upphafi meðferðar. Tíminn sem líður þar til viðkomandi getur ekið eða notað vélar er að miklu leyti einstaklingsbundinn, svo þetta skal ákveða í samráði við lækninn.

Áfengi:
Þú mátt ekki drekka áfengi á meðan þú tekur lyfið, því það getur leitt til alvarlegra aukaverkana.

Íþróttir:
Bannað í keppni.

Fíknarvandamál:
Talaðu við lækni eða einhvern sem þú þekkir ef þig grunar að þú sért að verða háður þessu lyfi eða takir að jafnaði of mikið af lyfinu.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.