Bosulif

Æxlishemjandi lyf og lyf til ónæmistemprunar | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Bosutinib

Markaðsleyfishafi: Pfizer | Skráð: 27. mars, 2013

Bosulif er krabbameinslyf sem inniheldur virka efnið bosutinib. Lyfið er notað til meðferðar fullorðinna sjúklinga með hvítblæði, sem nefnist langvinnt kyrningahvítblæði sem er jákvætt fyrir Fíladelfíulitningi (Ph-positive CML). Ph-jákvætt langvinnt kyrningahvítblæði er krabbamein í blóði sem veldur því að líkaminn framleiðir of mikið af tiltekinni tegund hvítra blóðkorna, sem nefnist kyrningar. Bosutinib er svokallaður kínasahemill og hamlar ákveðinn kínasa sem hvatar myndun langvinns kyrningahvítblæðis.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
100-400mg einu sinni á dag með mat. Skammtur er ákvarðaður út frá nýrnastarfsemi ásamt því hvort önnur lyf hafi verið prófuð áður eða ekki.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Einstaklingsbundið.

Verkunartími:
Einstaklingsbundið.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Ekki má taka Bosulif með greipaldini eða greipaldinsafa, þar sem það getur aukið hættu á aukaverkunum.

Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Ef skammtur gleymist í minna en 12 klukkustundir skaltu taka ráðlagðan skammt. Ef skammtur gleymist lengur en í 12 klukkustundir skaltu taka næsta skammt á venjulegum tíma næsta dag. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp töflu sem gleymst hefur að taka.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Skal hafa strax samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (543 2222).


Aukaverkanir

Þú getur orðið næmari fyrir sólarljósi og útfjólubláu ljósi meðan þú notar bosutinib. Mikilvægt er að hylja þann hluta húðarinnar sem sólarljós nær til og nota sólarvörn með háum sólvarnarstuðli.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Hósti, mæði          
Hækkaður blóðþrýstingur          
Höfuðverkur          
Minnkuð matarlyst          
Óeðlilegar blæðingar og marblettir        
Ofnæmisviðbrögð, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar        
Ógleði, uppköst, niðurgangur eða magaverkur        
Óreglulegur hjartsláttur eða yfirlið        
Sundl          
Sýkingar          
Gula, dökkt þvag, kláði eða eymsli við kvið        
Liðverkir, vöðvaverkir          
Sársaukafull rauð eða purpurarauðlit útbrot og blöðrur og/eða sár sem koma fram í slímhúð        

Milliverkanir

Látið lækninn vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð, þ.m.t. lyf sem fengin eru án lyfseðils, vítamín og náttúrulyf. Ekki má nota jóhannesarjurt samhliða Bosulif.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með hjartasjúkdóm
  • þú sért með nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með skerta lifrarstarfsemi
  • þú sért með blæðingasjúkdóm
  • þú sért með sýkingu

Meðganga:
Notkun á meðgöngu er ekki ráðlögð. Konum sem taka Bosulif verður ráðlagt að nota örugga getnaðarvörn meðan á meðferð stendur og í minnst 1 mánuð eftir síðasta skammtinn. Hætta er á að meðferð með Bosulif skerði frjósemi og því er ráðlagt að leita ráðgjafar um varðveiðslu sæðis áður en meðferð hefst.

Brjóstagjöf:
Ekki má hafa barn á brjósti meðan á meðferð með Bosulif stendur, þar sem það getur valdið barninu skaða.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið getur haft áhrif á hæfni til aksturs, hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs.

Áfengi:
Neysla áfengis er ekki ráðlögð á meðan lyfið er tekið.

Annað:
Einungis sérfræðilæknar í blóðsjúkdómum mega ávísa lyfinu.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.