Modiodal

Örvandi lyf og lyf sem efla heilastarfsemi | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Módafíníl

Markaðsleyfishafi: Teva Pharma | Skráð: 1. mars, 2002

Modiodal inniheldur virka efnið módafíníl. Lyfið er notað við svefnflogum með eða án máttleysiskasta. Svefnflog er það þegar fólk á í erfiðleikum með að halda sér vakandi að degi til án þekktrar undirliggjandi orsakar og sofnar jafnvel hvenær sem er eða hvar sem er. Virkni módafíníls virðist að hluta tengd sértækri örvun á adrenvirkum taugaboðum í heila. Með því að örva þessi taugaboð í heila eykur það eftirtekt og auðveldar mönnum að halda sér vakandi að degi til. Þar sem módafíníl hefur mjög sértæka örvun á adrenvirk taugaboð hefur það ekki áhrif á hjarta og æðakerfi og fólk virðist ekki verða vart við vanabindingu af lyfinu.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
200-400 mg á dag í 1-2 skömmtum.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Misjafnt eftir ástandi sjúklings. Hámarksblóðþéttni næst eftir 2-3 klst.

Verkunartími:
Ekki að fullu þekktur.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Taktu lyfið svo lengi sem læknir segir fyrir um. Einkenni sjúkdómsins geta aftur komið fram þegar töku lyfsins er hætt. Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef barn notar lyfið eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni. Helsta einkenni ofskömmtunar er svefnleysi. Hafið strax samband við lækni ef vart verður við þetta einkenni.

Langtímanotkun:
Engin þekkt vandamál.


Aukaverkanir

Sjaldan þarf að hætta meðferð vegna algengra aukaverkana því þær hverfa oftast smám saman við sömu eða minni skammta.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Hreyfitregða í vanga og andliti        
Kláði í húð        
Lystarleysi          
Svefnleysi        
Tímabundinn órói          
Æsingur og skyndileg árásargirni          

Milliverkanir

Getur haft áhrif getnaðarvarnartöflur sem innhalda lítið magn estrógen/gestagens. Nota þarf aðrar getnaðarvarnir meðan lyfið er tekið eða breyta yfir í aðra tegund af pillunni sem innheldur meira magn af hormónum.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með of háan blóðþrýsting
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með mikinn kvíða

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið getur haft áhrif á aksturshæfni. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.

Áfengi:
Ekki neyta áfengis meðan lyfið er tekið.

Íþróttir:
Bannað í keppni.

Annað:
Inntaka lyfsins að kvöldi getur haft truflandi áhrif á svefn.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.