Tavneos
Æxlishemjandi lyf og lyf til ónæmistemprunar | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Avacopan
Markaðsleyfishafi: Vifor Fresenius Medical Care Renal Pharma France | Skráð: 4. mars, 2024
Tavneos er notað með öðrum lyfjum, rítúxímabi eða cýklófosfamíði, til meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum með smám saman versnandi sjúkdóma af völdum bólgu í litlum æðum sem kallast hnúðaæðabólga eða smásæ fjölæðabólga. Tavneos inniheldur virka efnið avacopan sem er svokallaður magnaviðtakahemill. Avacopan hindrar virkni magnaviðtaka 5a sem að gegnur lykilhlutverki í örvun bólgu og dregur þannig úr bólgumyndun í æðum sem fram kemur við hnúðaæðabólgu og smásæja fjölæðabólgu.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Hylki til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
30 mg (3 hylki) tvisvar á dag, að morgni og á kvöldin, með mat. Það má ekki mylja, tyggja eða opna hylkin.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Það á að forðast greipaldin og greipaldinsafa á meðan meðferð með lyfinu stendur.
Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Ef sjúklingur gleymir að taka skammt skal taka skammtinn eins fljótt og hægt er, nema minna en þrjár klukkustundir séu í næsta áætlaðan skammt. Ef skammtur er áætlaður innan þriggja klukkustunda á ekki að taka skammtinn sem gleymst hefur að taka.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafa strax samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (543 2222).
Aukaverkanir
Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Listinn er ekki tæmandi, sjá fylgiseðil fyrir allar aukaverkanir.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Höfuðverkur | |||||||
Ógleði, uppköst, niðurgangur | |||||||
Mæði, lungnabólga | |||||||
Ofnæmisviðbrögð, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar | |||||||
Sýkingar | |||||||
Særindi í hálsi |
Milliverkanir
Lyfið getur milliverkað við ýmis lyf, láttu lækni vita af öllum lyfjum sem þú tekur. Lyfið milliverkar við Jóhannesarjurt og því á ekki að nota hana á sama tíma og Tavneos.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Abstral
- Advagraf
- Advagraf (Heilsa)
- Advagraf (Lyfjaver)
- Aspendos
- Clarithromycin Alvogen
- Clarithromycin Krka
- Dailiport
- Fentanyl Actavis
- Fentanyl Alvogen
- Ikervis
- Klacid
- Leptanal
- Modafinil Bluefish
- Modigraf
- Modiodal
- Paxlovid
- Prograf
- Rapamune
- Sandimmun Neoral
- Sporanox
- Vfend
- Voriconazole Accord
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- þú sért með hjartasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með einhverja sýkingu
- þú sért með lifrarsjúkdóm
- þú sért með krabbamein
Meðganga:
Það má ekki nota lyfið á meðgöngu og það er ekki ætlað konum á barneignaraldri sem ekki nota getnaðarvarnir.
Brjóstagjöf:
Rannsóknir eru ófullnægjandi. Læknir metur hvort hætti eigi brjóstagjöf eða stoppa meðferð með lyfinu.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.
Eldra fólk:
Venjulegir skammtar.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Annað:
Einungis sérfræðilæknar í nýrnasjúkdómum mega ávísa lyfinu.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.