Sandimmun Neoral
Lyf til ónæmisbælingar | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Ciklospórín
Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare | Skráð: 1. júlí, 1994
Ciklospórín er kröftugt, ónæmisbælandi lyf. Það er notað til að sporna við því að nýju líffæri sé hafnað eftir líffæraflutning og við slæmum sjálfsofnæmissjúkdómum sem hafa ekki svarað annarri meðferð. Það sem hamlar helst árangur líffæraflutninga er það að ónæmiskerfi líkamans snýst gegn nýja líffærinu og skemmir það. Til þess að hindra þetta þarf að gefa ónæmisbælandi lyf ævilangt eftir líffæraígræðslu. Þeir sjálfsofnæmissjúkdómar sem ciklospórín er notað við eru t.d. slæm tilfelli af psoríasis og alvarleg iktsýki.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Hylki og mixtúra til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
Skammtastærðir eru mjög misjafnar eftir sjúkdómum, ástandi sjúklings og öðrum lyfjum sem eru notuð. Hylkin gleypist heil.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Hámarksblóðþéttni næst eftir 1-2 klst. frá inntöku. Áhrif á sjúkdóminn koma fram eftir mun lengri tíma.
Verkunartími:
Verkunartími er mjög mismunandi eftir einstaklingum.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Ekki má drekka greipaldinsafa með hylkjunum (eykur styrk lyfs í blóði). Alltaf skal gleypa hylkin með sama vökvanum, t.d. annað hvort alltaf með vatni eða alltaf með mjólk. Forðastu fæðu sem inniheldur mikið af kalíum, t.d. þurrkaða ávexti.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá. Nota verður mixtúruna innan 2ja mánaða frá því að umbúðir eru opnaðar.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni. Draga verður smám saman úr skömmtum á löngum tíma áður en töku lyfsins hættir.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu samband við lækni í öllum tilfellum.
Langtímanotkun:
Fylgjast þarf reglulega með árangri meðferðar, blóðþéttni lyfsins og nýrnastarfsemi.
Aukaverkanir
Alvarlegasta aukaverkun lyfsins er skerðing á nýrnastarfsemi, en hún gengur oftast til baka þegar skammtar eru minnkaðir. Almennt eru aukaverkanir lyfsins háðar skammtastærðum og afturrækar þegar skammtar eru minnkaðir. Lyfið minnkar mótstöðu gegn sýkingum.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Aukinn hárvöxtur | |||||||
Bólgið eða blæðandi tannhold | |||||||
Háþrýstingur | |||||||
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir | |||||||
Höfuðverkur, skjálfti, þreyta | |||||||
Krampar, rugl | |||||||
Kviðverkir | |||||||
Lystarleysi | |||||||
Náladofi | |||||||
Ógleði, uppköst, niðurgangur | |||||||
Útbrot og mikill kláði | |||||||
Vöðvaverkir |
Milliverkanir
Ákveðin hjartalyf (kalsíumgangalokar), magalyf (H2-blokkar) og flogaveikilyf geta haft áhrif á verkun ciklospóríns. Náttúrulyfið Jóhannesarjurt dregur úr virkni lyfsins og má þar af leiðandi ekki nota með ciklospóríni. Þann tíma sem ciklospórín er notað kann að vera að bólusetningar veiti minni vörn en annars væri. Forðast skal notkun lifandi, veiklaðra bóluefna.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
- Atorvastatin Xiromed
- Atozet
- Dabigatran Etexilate Accord
- Dabigatran etexilate Krka
- Diacomit Lyfjaver
- Ezetimib/Simvastatin Krka
- Inegy
- Lipistad
- Lixiana
- Lynparza
- Pradaxa
- Simvastatin Actavis
- Simvastatín Alvogen
- Simvastatin Bluefish
- Zarator
Getur haft áhrif á
- Activelle
- Advagraf
- Advagraf (Heilsa)
- Advagraf (Lyfjaver)
- Afinitor
- Afipran
- Akynzeo
- Alkeran
- Alkindi
- Allopurinol Alvogen
- Alprazolam Krka
- Alprazolam WH (hét áður Alprazolam Mylan)
- Alunbrig
- Alvofen Express
- Ambrisentan Mylan
- Amiloride / HCT Alvogen
- Aranesp
- Arcoxia
- Arthrotec
- Arthrotec Forte
- Aspendos
- Asubtela
- Atozet
- Azithromycin STADA
- Azitromicina Normon
- Azyter
- Bicalutamid Medical
- Bicalutamide Accord
- Bicalutamide Alvogen
- Candizol
- Candpress Comp
- Captopril mixtúra - forskriftarlyf
- Cardil
- Carvedilol Alvogen (áður Carveratio)
- Carvedilol STADA
- Celebra
- Celecoxib Actavis
- Celecoxib Medical
- Cerazette
- Certican
- Cibinqo
- Ciprofloxacin Alvogen
- Ciprofloxacin Navamedic
- Clarithromycin Alvogen
- Clarithromycin Krka
- Cleodette
- Cloxabix
- Colchicine Tiofarma
- Colrefuz
- Cordarone
- Cotrim
- Coversyl Novum
- Coxerit
- Coxient
- Cozaar Comp
- Cozaar Comp Forte
- Cypretyl
- Dailiport
- Darazíð
- Daren
- Decortin H
- Deferasirox Accord
- Depo-Medrol
- Depo-Provera
- Desirett
- Detrusitol Retard
- Diclomex
- Dificlir
- Diflucan
- Digoxin DAK (Lyfjaver)
- Diltiazem HCl Alvogen (áður Dilmin)
- Dimax Rapid
- Diovan
- Diprospan
- Doxycyklin EQL Pharma
- Doxylin
- Dronedarone STADA
- Dronedarone Teva
- Drovelis
- Dynastat
- Emselex
- Enalapril comp ratiopharm
- Enalapril HCTZ Medical Valley
- Enalapril Krka
- Enalapril-Hydrochlorthiazid Krka
- Entresto
- Eplerenon Krka
- Eplerenone Alvogen
- Eplerenone Bluefish
- Estring
- Estrofem 1 mg
- Estrofem 2 mg
- Estrogel
- Etoricoxib Krka
- Eusaprim
- Everolimus WH
- Evorel Sequi
- Evra
- Exforge
- Ezetimib Krka
- Ezetimib Medical Valley
- Ezetimib/Simvastatin Krka
- Ezetrol
- Felodipine Alvogen
- Femanest
- Flagyl
- Florinef
- Fluconazol Krka
- Fluconazol ratiopharm (afskráð des 2022)
- Fungyn
- Genotropin
- Gestrina
- Harmonet
- Hjartamagnýl
- Hydrokortison Orion
- Hydromed
- Ibetin
- Íbúfen
- Ibuprofen Zentiva
- Ibutrix
- ibuxin rapid
- Idotrim
- Imatinib Accord
- Imatinib Krka d.d.
- Immex
- Imodium
- Imodium (Heilsa)
- Inegy
- Inspra
- Isoptin Retard
- Jaydess
- Klacid
- Kliogest
- Kyleena
- Lenzetto
- Levonorgestrel ABECE (Heilsa)
- Levonorgestrel Apofri
- Levosert
- Levosertone
- Logimax
- Logimax forte
- Loperamide Medical Valley
- Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley
- Losartankalium/hydrochlorothiazid Krka
- Melleva
- Mercilon
- Metadon 2care4
- Metadon Abcur
- Metronidazol Actavis
- Metronidazol Baxter Viaflo
- Metronidazol Normon
- Microgyn
- Microstad
- Mirena
- Modafinil Bluefish
- Modifenac
- Modigraf
- Modiodal
- Multaq
- Mycofenolsýra Accord
- Myfenax
- Myfenax (Heilsa)
- Myfortic
- Mykofenolatmofetil Actavis
- Naproxen Viatris
- Naproxen-E Mylan
- Navelbine
- Nebido
- Nebido (Heilsa)
- Nexplanon
- Norditropin FlexPro
- Novofem
- Nurofen Apelsin (Heilsa)
- Nurofen Junior Appelsín
- Nurofen Junior Jarðarber
- NuvaRing
- Ofev
- Omeprazol Actavis
- Omeprazol Alvogen (áður Omeprazol ratiopharm)
- Omeprazol Medical Valley
- Omnitrope
- Oracea
- Ornibel
- Ovestin
- Oxcarbazepin Jubilant
- Parapró
- Paxlovid
- PEDIPPI
- Plenadren
- Postinor
- Prednisolon - forskriftarlyf
- Prednisolon EQL Pharma
- Prednisolone Actavis
- Presmin Combo
- Primolut N
- Prograf
- Qlaira
- Quinine Sulphate Actavis (Afskráð mars 2019)
- Ramíl
- Relifex
- Rewellfem
- Rimactan
- Rosuvastatin Actavis
- Rosuvastatin Krka
- Rosuvastatin Xiromed
- Ryego
- Saizen
- Sevelamerkarbonat Stada
- Sevelamerkarbonat WH
- Signifor
- Síprox
- Solu-Cortef
- Solu-Medrol
- Sporanox
- Strefen
- Strefen (Heilsa)
- Strefen Apelsin (Heilsa)
- Strefen Honung & Citron
- Strefen Orange Sukkerfri
- Tafil
- Tafil Retard
- Tavneos
- Tegretol
- Tegretol retard
- Tegretol Retard (Lyfjaver)
- Terbinafin Actavis
- Terbinafin Medical Valley
- Testogel
- Testogel (Heilsa)
- Testosteron Medical Valley
- Testosterone Teva
- Toradol
- Treo
- Treo Citrus
- Treo Hindbær
- Trileptal
- Trimetoprim Meda
- Trisekvens
- Ursochol
- Vagidonna
- Vagifem
- Valablis
- Valaciclovir Actavis
- Valaciclovir Bluefish
- Valcyte
- Valganciclovir Medical Valley
- Valpress
- Valpress Comp
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka (Heilsa)
- Valsartan Hydroklortiazid Jubilant
- Valsartan Jubilant
- Valsartan Krka
- Valtrex
- Veraloc Retard
- Vfend
- Vinorelbin Actavis
- Vinorelbine Alvogen
- Vivelle Dot
- Volibris
- Voriconazole Accord
- Vydura
- Xeljanz
- Xenical
- Yasmin
- Yasmin 28
- Zitromax
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért í ljósameðferð við psoríasis
- þú sért með háan blóðþrýsting
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk og getur haft áhrif á barnið.
Börn:
Reynsla af notkun lyfsins hjá börnum er takmörkuð. Börn frá eins árs aldri hafa fengið lyfið í sömu skömmtum og fullorðnir án þess að nokkur sérstök vandamál hafi komið í ljós.
Eldra fólk:
Minni skammtar eru oft notaðir.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Áfengi getur haft áhrif á útskilnað lyfsins. Ekki neyta áfengis meðan lyfið er tekið.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni. Mixtúran inniheldur alkóhól. Notkun hennar er bönnuð í sumum íþróttagreinum.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.