Ofev

Æxlishemjandi lyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Nintedanib

Markaðsleyfishafi: Boehringer Ingelheim | Skráð: 1. júlí, 2016

Ofev inniheldur virka efnið nintedanib og það er notað til meðferðar við lungnatrefjun af óþekktri orsök (Idiopathic Pulmonary Fibrosis, IPF). Lungnatrefjun af óþekktri orsök er ástand þar sem vefurinn í lungum verður þykkari, stífari og ör myndast með tímanum. Örin draga út getu lungnanna til að flytja súrefni inn í blóðrásina og því verður erfiðara að anda djúpt. Ovef hjálpar til við að draga úr öramyndun og stífnun lugnanna.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Hylki til inntöku

Venjulegar skammtastærðir:
Eitt 100 mg hylki tvisvar á dag (alls 200 mg á dag) með máltíð eða rétt á undan eða eftir máltíð. Takið hylkin með 12 klukkustunda millibili, á um það bil sama tíma á degi hverjum, til dæmis eitt hylki að morgni og eitt hylki að kvöldi. Slíkt tryggir að magn nintedanibs haldist stöðugt í blóðrásinni. Kyngdu hylkjunum heilum með vatni og ekki tyggja eða mylja þau.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Um ein vika.

Verkunartími:
3-4 dagar.

Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Ekki taka tvö hylki í einu ef skammturinn á undan gleymdist. Takið næsta 150 mg skammt af Ofev á næsta tíma samkvæmt þeirri áætlun sem læknirinn eða lyfjafræðingur hefur ráðlagt.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki má hætta að taka Ofev án þess að hafa fyrst samráð við lækni. Mikilvægt er að halda áfram að taka lyfið á hverjum degi svo lengi sem læknirinn ávísar því.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu tafarlaust samband við lækninn eða lyfjafræðing. Síminn hjá eitrunardeild Landspítalans er 543 2222


Aukaverkanir

Þú þarft að sýna sérstaka aðgát ef þú færð niðurgang. Við fyrstu merki um niðurgang skaltu drekka mikið af vökva og tafarlaust hafa samband við lækni. Hefja skal viðeigandi meðferð gegn niðurgangi, t.d. með lóperamíði, eins fljótt og hægt er.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Blóðflagnafæð, lifrarbólga        
Blæðing        
Brisbólga: Hiti og kviðverkir        
Gula        
Háþrýstingur          
Kviðverkir        
Minnkuð matarlyst          
Ógleði og uppköst        
Þyngdartap        

Milliverkanir

Jurtalyf sem notað er til að meðhöndla þunglyndi (jóhannesarjurt) getur dregið úr áhrifum lyfsins.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með hjartasjúkdóm
  • þú sért með blæðingartilhneigingu
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú hafir farið í skurðaðgerð
  • þú sért með lifrarsjúkdóm
  • þú hafir fengið meðferð vegna blóðtappa
  • þú sért með ofnæmi fyrir hnetum og soja

Meðganga:
Ekki má taka lyfið á meðgöngu þar sem það getur skaðað ófætt barn og valdið fæðingargöllum.

Brjóstagjöf:
Ekki má hafa barn á brjósti meðan á meðferð með Ofev stendur þar sem það gæti valdið barninu hættu.

Börn:
Börn og unglingar yngri en 18 ára mega ekki nota Ofev.

Akstur:
Ofev gæti haft lítil áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla. Ef þú finnur fyrir ógleði ættir þú ekki að aka eða nota vélar.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.