Dificlir

Sýklalyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Fidaxomicin

Markaðsleyfishafi: Tillotts Pharma | Skráð: 5. desember, 2011

Dificlir er sýklalyf sem inniheldur virka efnið fídaxómísín. Dificlir er notað handa fullorðnum og börnum sem vega að minnsta kosti 12,5 kg til að meðhöndla sýkingar í slímhúð ristilsins af völdum ákveðinnar bakteríu sem kallast Clostridioides difficile. Þessi alvarlegi sjúkdómur getur valdið sársaukafullum, slæmum niðurgangi. Dificlir drepur bakteríurnar sem valda sýkingunni og stuðlar að því að draga úr niðurgangi í tengslum við hana.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
1 tafla (200 mg) tvisvar sinnum á dag (1 tafla á 12 klst. fresti) í 10 daga. Lyfið má taka fyrir, með eða eftir máltíð.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Nei.

Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu töfluna um leið og þú manst eftir því, nema ef kominn er tími til að taka næsta skammt. Í því tilfelli skaltu sleppa skammtinum sem gleymdist. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta að taka lyfið nema læknirinn hafi ráðlagt þér það. Haltu áfram að taka lyfið þar til þú hefur lokið meðferðinni, jafnvel þótt þér líði betur. Ef þú hættir of snemma getur sýkingin komið aftur.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (543 2222).

Langtímanotkun:
Lyfið er ekki ætlað til langtímanotkunar.


Aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Höfuðverkur, sundl          
Minnkuð matarlyst          
Munnþurrkur          
Ofnæmisviðbrögð, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar        
Ógleði, uppköst, hægðatregða          
Uppþemba, vindgangur          
Útbrot, kláði          

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með ofnæmi fyrir öðrum sýklalyfjum af flokki makrólíða

Meðganga:
Lyfið má ekki nota á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið skilst út í brjóstamjólk. Leitaðu ráða hjá lækni eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað þeim sem vega minna en 12,5 kg.

Eldra fólk:
Venjulegir skammtar.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á hæfni til aksturs.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.