Dabigatran Etexilate Accord

Segavarnarlyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Dabigatran

Markaðsleyfishafi: Accord Healthcare | Skráð: 26. maí, 2023

Dabigatran Etexilate Accord er segavarnarlyf sem inniheldur virka efnið dabigatran etexílat. Lyfið er notað hjá fullorðnum til að koma í veg fyrir myndun blóðtappa í bláæðum eftir liðskiptaaðgerð. Lyfið er einnig notað hjá börnum sem meðferð við blóðtöppum og til að koma í veg fyrir endurtekna blóðtappamyndun. Dabigatran etexílat er forlyf sem breytist í dabigatran i líkamanum. Dabigatran kemur í veg fyrir segamyndun með því að hindra efni sem tekur þátt í storkuferlinu og kallast trombín.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Hylki til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Til að fyrirbyggja blóðtappa eftir liðskiptaaðgerð: 220 mg 1 sinni á dag. Skammtar geta verið háðir aldri, nýrnastarfsemi og því hvort önnur lyf séu tekin. Hjá börnum er skammtastærð háð aldri og þyngd, en skammtar eru frá 75-300 mg 2svar á dag. Lyfið má taka með eða án matar en hylkið skal gleypa í heilu lagi.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Fljótlega eftir inntöku.

Verkunartími:
Um sólarhringur.

Geymsla:
Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Forvörn gegn myndun blóðtappa eftir aðgerð: Taka næsta skammt á réttum tíma, ekki a að tvöfalda skammta til að bæta upp fyrir þann sem gleymdist. Meðferð við blóðtöppum og til að koma í veg fyrir blóðtappamyndun hjá börnum: Það má taka skammtinn sem gleymdist allt að 6 klst fyrir næsta áætlaða skammt. Ef það eru minna en 6 klst í næsta skammt skal sleppa þeim skammt sem gleymdist, ekki á að tvöfalda skammta til að bæta upp fyrir þann sem gleymdist.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Lyfið skal taka eins og læknir segir til um. Ekki skal hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafa skal samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (543 2222).

Langtímanotkun:
Þegar lyfið er notað til að koma í veg fyrir blóðtappa eftir aðgerð er lyfið notað tímabundið. Eftir hnéskipti er lyfið tekið í 10 daga. Eftir mjaðmaskipti er lyfið tekið í 28-35 daga.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Blóðnasir          
Hárlos          
Húðbreytingar          
Húðútbrot og kláði          
Meltingartruflanir, niðurgangur          
Ofnæmisviðbrögð, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar      
Ógleði, uppköst, bakflæði í vélinda          
Einkenni um verulega blæðingu:        
mikið þróttleysi, þreyta, fölvi, sundl, höfuðverkur, óútskýrð bólga        

Milliverkanir

Látið lækni vita af öllum lyfjum sem þú tekur. Jóhannesarjurt getur milliverkað með lyfinu og því á ekki að taka hana á meðan meðferð stendur.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með magabólgur eða bólgusjúkdóm í þörmum
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú hafir blæðingartilhneigingu
  • þú hafir fengið hjartaáfall
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með gervihjartalokur

Meðganga:
Áhrif lyfsins á fóstur eru ekki þekkt. Forðast skal að nota lyfið á meðgöngu og að verða þunguð á meðan meðferð stendur.

Brjóstagjöf:
Það má ekki vera með barn á brjósti á meðan meðferð með Dabigatran Etexilate Accord stendur.

Börn:
Lyfið er ætlað börnum 8 ára og eldri.

Eldra fólk:
Minni skammtar eru ráðlagðir fyrir 75 ára og eldri eðaþá sem hafa skerta nýrnastarfsemi.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á hæfni til aksturs.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.