Cibinqo
Húðlyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Abrocitinib
Markaðsleyfishafi: Pfizer | Skráð: 9. desember, 2021
Cibinqo er húðlyf notað til að meðhöndla ofnæmishúðbólgu, sem einnig er kölluð ofnæmisexem, hjá fullorðnum og unglingum 12 ára og eldri. Virka innihaldsefnið í lyfinu heitir abrocitinib og það er svokallaður kínasahemill. Abrocitinib hamlar Janus kínasa sem að tekur þátt í bólgumyndun og lyfið minnkar þannig kláða og bólgu í húð.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
100-200mg einu sinni á dag með eða án matar. Töfluna skal gleypa í heilu lagi með vatni.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Einstaklingsbundið.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Nei.
Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Skal taka hann um leið og þú manst eftir því, nema ef innan við 12 klst. eru í næsta skammt. Ef minna en 12 klst. eru þar til þú átt að taka næsta skammt skaltu sleppa skammtinum sem
gleymst hefur og taka næsta venjulega skammtinn á réttum tíma. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp fyrir töflu sem gleymst hefur að taka.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Skal hafa strax samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (543 2222).
Langtímanotkun:
Ef þú hefur tekið Cibinqo í 24 vikur og án þess að neinar framfarir verði, getur verið að læknirinn ákveði að stöðva meðferðina fyrir fullt og allt.
Aukaverkanir
Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Áblástur, ristill | |||||||
Höfuðverkur | |||||||
Kviðverkir, ógleði, uppköst | |||||||
Sundl | |||||||
Þrymlabólur |
Milliverkanir
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Candizol
- Cipralex
- Cipramil
- Citalopram STADA
- Clopidogrel Actavis
- Clopidogrel Krka
- Dabigatran Etexilate Accord
- Dabigatran etexilate Krka
- Diflucan
- Digoxin DAK (Lyfjaver)
- Escitalopram Bluefish
- Escitalopram STADA
- Esomeprazol Actavis
- Esomeprazol Krka
- Esomeprazol Krka (Heilsa)
- Esomeprazole Jubilant
- Esopram
- Fluconazol Krka
- Fluconazol ratiopharm (afskráð des 2022)
- Flúoxetín Actavis
- Fluoxetin Mylan
- Fluoxetin WH
- Fluoxetine Vitabalans
- Fontex
- Fungyn
- Grepid
- Ikervis
- Lansoprazol Krka
- Nexium
- Nexium (Heilsa)
- Nexium (Lyfjaver)
- Omeprazol Actavis
- Omeprazol Alvogen (áður Omeprazol ratiopharm)
- Omeprazol Medical Valley
- Oropram
- Pariet
- PEDIPPI
- Pradaxa
- Rabeprazol Actavis
- Rabeprazol Krka
- Rabeprazol Medical Valley
- Sandimmun Neoral
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- þú sért með hjartasjúkdóm
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú eigir sögu um blóðtappa
- þú reykir
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með einhverja sýkingu
- þú sért með lifrarsjúkdóm
- þú hafir fengið hlaupabólu, ristil eða lifrarbólgu B
- þú sért með eða hefur verið með krabbamein
Meðganga:
Lyfið má ekki nota á meðgöngu. Cibinqo getur skert frjósemi tímabundið hjá konum á barneignaraldri. Þessi áhrif ganga til baka þegar meðferð er hætt.
Brjóstagjöf:
Lyfið má ekki nota við brjóstagjöf.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 12 ára.
Eldra fólk:
Þeir sem eru 65 ára og eldri geta verið í aukinni hættu að fá sýkingar, hjartaáfall og sumar tegundir krabbameins.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á hæfni til aksturs.
Annað:
Einungis sérfræðingar í ofnæmis- og lungnasjúkdómum og í húðsjúkdómum megar ávísa lyfinu.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.