Pradaxa

Segavarnarlyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Dabigatran

Markaðsleyfishafi: Boehringer Ingelheim | Skráð: 1. janúar, 2009

Dabigatran etexílat, virka efnið í Pradaxa, hefur blóðþynnandi áhrif. Það hindrar myndun trombíns sem er á þátt í myndun blóðtappa. Dabigatran etexílat lengir einnig blæðingartíma. Lyfið er forlyf og þarf því að umbrotna í líkamanum áður en verkun þess kemur fram. Ef blóðtappi myndast og stíflar slagæð kemur fram blóðþurrð og jafnvel drep í vefjum sem æðin liggur til. Stífli blóðtappi bláæð myndast bjúgur og bólga í vefjum sem æðin liggur frá. Æðakölkun veldur æðaþrengingu og auknum líkum á því að blóðtappi nái að myndast. Pradaxa er notað fyrirbyggjandi við blóðtöppum eftir liðskiptiaðgerðir í hné eða mjöðm og hjá sjúklingum með óeðlilegan hjartslátt (gáttatif) og aðra áhættuþætti til viðbótar. Meðferð hjá fullorðnum við segamyndun í djúplægum bláæðum (deep vein thrombosis (DVT)) og lungnasegareki (pulmonary embolism (PE)) og til fyrirbyggjandi meðferðar við endurtekinni segamyndun í djúplægum bláæðum og endurteknu lungnasegareki.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Hylki til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Eftir liðskipti 220 mg einu sinni á dag helst alltaf á sama tíma dags. Við blóðtöppum og til að fyrirbyggja endurtekna blóðtappa 150 mg á 2svar á dag. Hámarks áhrif nást á 3 mánuðum.

Verkunartími:
Um 7-10 dagar.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Aukin hætta er á blóðtappamyndun þegar töku lyfsins er hætt. Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ofskömmtun getur lengt blæðingartíma. Ef teknir eru stórir skammtar eða ef vart verður við óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.

Langtímanotkun:
Án vandkvæða, en reglulegt eftirlit hjá lækni er nauðsynlegt.


Aukaverkanir

.


Milliverkanir

.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.