Reagila
Tauga- og geðlyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Cariprazín
Markaðsleyfishafi: Gedeon Richter Plc. | Skráð: 13. júlí, 2017
Reagila er ætlað til meðferðar við geðklofa hjá fullorðnum sjúklingum. Lyfið inniheldur virka efnið cariprazín sem tilheyrir flokki geðrofslyfja. Verkunarháttur cariprazíns er ekki að fullu þekktur en lyfið hefur áhrif á taugaboðefnin serótónín og dópamín.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Hylki til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
Skammtar eru einstaklingsbundnir, 1,5mg-6mg einu sinni á dag. Gleypa skal hylkin heil á sama tíma dags, með eða án fæðu.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Það geta liðið nokkrar vikur áður en full verkun kemur fram.
Verkunartími:
Lyfið hefur langan helmingunartíma og getur verið til staðar í líkamanum í nokkrar vikur eftir að töku lyfsins er hætt.
Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Geymið þynnurnar í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu. Ef það gleymist að taka tvo eða fleiri skammta skal hafa samband við lækni.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Það á að hætta töku lyfsins í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Þá á að hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222) eins fljótt og auðið er. Einkenni gætu verið sundl, óeðlilegur hjartsláttur, syfja, þreyta, óeðlilegar líkamshreyfingar og erfiðleikar með að standa og ganga.
Langtímanotkun:
Virðist vera án vandkvæða.
Aukaverkanir
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Aukin eða minnkuð matarlyst | |||||||
Hraður hjartsláttur, hár blóðþrýstingur | |||||||
Hreyfitruflanir, parkinsonslík einkenni | |||||||
Ofnæmisviðbrögð, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar | |||||||
Svefntruflanir, syfja | |||||||
Öndunarröskun, brjóstverkur | |||||||
Þyngdaraukning | |||||||
Kvíði, eirðarleysi | |||||||
Sjálfsvígshugsanir og -hegðun | |||||||
Hiti, svitamyndun, vöðvastífleiki og þreyta | |||||||
Óútskýrðir vöðvaverkir, vöðvakrampar eða vöðvaslappleiki |
Milliverkanir
Önnur lyf sem hafa áhrif á miðtaugakerfið gætu milliverkað við Reagila. Greipaldin eða greipsafi og jóhannesarjurt getur einnig haft áhirf á lyfið.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Aspendos
- Candizol
- Cardil
- Clarithromycin Alvogen
- Clarithromycin Krka
- Dabigatran Etexilate Accord
- Dabigatran etexilate Krka
- Dermatin
- Diflucan
- Digoxin DAK (Lyfjaver)
- Diltiazem HCl Alvogen (áður Dilmin)
- Dronedarone STADA
- Dronedarone Teva
- Fluconazol Krka
- Fluconazol ratiopharm (afskráð des 2022)
- Fungoral
- Fungyn
- Isoptin Retard
- Klacid
- Modafinil Bluefish
- Modiodal
- Multaq
- Paxlovid
- Pradaxa
- Rimactan
- Sporanox
- Tegretol
- Tegretol retard
- Tegretol Retard (Lyfjaver)
- Veraloc Retard
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- hvort þú sért með sykursýki
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með flogaveiki
- þú sért með háan blóðþrýsting, hjarta- eða æðasjúkdóm
- þú sért með lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með parkinsonsveiki
- þú takir einhver önnur lyf
- þú hefur fundið fyrir sjálfsvígshugsunum
Meðganga:
Konur á barneignaraldri verða að nota örugga getnaðarvörn á meðan lyfið er tekið og í 10 vikur eftir að töku lyfsins er hætt. Lyfið getur haft áhrif á barnið og því á ekki að taka lyfið á meðgöngu nema samkvæmt læknisráði.
Brjóstagjöf:
Það er ekki mælt með að vera með barn á brjósti þegar lyfið er tekið.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum eða unglingum yngri en 18 ára.
Eldra fólk:
Einstaklingsbundnir skammtar. Sjúklingar með vitglöp eða minnisleysi eiga ekki að nota Reagila.
Akstur:
Lyfið getur valdið syfju, sundli og sjóntruflunum og þannig haft áhrif á aksturshæfni. Hver og einn þarf að meta aksturshæfni sína þegar reynsla er komin á notkun lyfsins.
Áfengi:
Það á að forðast áfengi á meðan lyfið er tekið.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.