Fungoral
Sveppalyf við húðsjúkdómum | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt. Heimilt er að selja takmarkað magn af sápu í lausasölu
Virkt innihaldsefni: Ketókónazól_
Markaðsleyfishafi: Trimb Healthcare | Skráð: 1. janúar, 1985
Fungoral, sem inniheldur virka efnið ketókónazól, er sveppahemjandi lyf. Það raskar starfsemi í frumum sveppa og hindrar vöxt þeirra. Lyfið hefur áhrif á margar sveppategundir sem algengt er að valdi sýkingum og það er notað útvortis. Hársápan er ætluð við flösu og flösuhúðbólgu en hún dregur úr kláða og flögun.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Útvortis sápa.
Venjulegar skammtastærðir:
Sápan er notuð 1-2svar í viku í 2-4 vikur, síðan eftir þörfum. Sápan er látin liggja í hárinu í 3-5 mín. áður en hún er skoluð úr.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Lyfið byrjar að virka innan nokkurra klst. en misjafnt er hvenær áhrifin koma fram, eða eftir því hvaða sveppategund veldur sýkingu.
Verkunartími:
Um 24 klst. eftir inntöku.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Notaðu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að nota lyfið eins og venjulega. Ekki nota tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Notaðu lyfið svo lengi sem læknir segir fyrir um eða ljúktu við skammtinn sem var úthlutaður, jafnvel þótt einkenni sýkingarinnar séu ekki lengur til staðar. Annars er hætta á því að sýkingin nái sér aftur upp.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef notaðir eru stórir skammtar eða ef vart verður við óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Ketókónazól getur skert lifrarstarfsemi ef það er tekið inn í langan tíma. Ef þörf er á langtímameðferð er æskilegt að fylgst sé reglulega með lifrarstarfsemi.
Aukaverkanir
Algengustu aukaverkanir af völdum lyfsins eftir inntöku eru ógleði og kviðverkir. Við notkun hársápunnar eru engar alvarlegar aukaverkanir skráðar en verði vart við ofnæmiseinkenni eins og mikinn kláða og bjúg skal hætta notkun lyfsins. Aukaverkanir þær sem eru skráðar hér fyrir neðan eiga við eftir inntöku lyfsins.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Gula, dökklitað þvag | |||||||
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir | |||||||
Kláði | |||||||
Kviðverkir, ógleði, uppköst | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Þreyta, lystarleysi |
Milliverkanir
Milliverkanir fyrir Fungoral hársápu eru ekki þekktar.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með sýruþurrð
Meðganga:
Sápa: Engin þekkt áhætta er af notkun lyfsins á meðgöngu. Ekki nota nein lyf á fyrstu 3 mánuðum meðgöngu nema í samráði við lækni.
Brjóstagjöf:
Sápa: Lyfið berst ekki í brjóstamjólk.
Börn:
Skammtastærðir eru ekki gefnar upp fyrir börn.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Sé lyfið óvart tekið inn getur það valdið sundli og þannig skert aksturshæfni.
Áfengi:
Ef ketókónazól er óvart tekið inn hefur það áhrif á niðurbrot áfengis í líkamanum. Þetta veldur uppköstum, roða í andliti, örum hjartslætti og hraðari öndun.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Annað:
Varist að hársápan berist í augu.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.