Cordarone
Hjartasjúkdómalyf | Verðflokkur: G/0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Amíódarón
Markaðsleyfishafi: Sanofi | Skráð: 1. apríl, 1987
Cordarone er gefið við hjartsláttartruflunum. Virka efnið amíódarón hægir á leiðslukerfi hjartans og hjartslætti. Með þessu kemur það í veg fyrir margar tegundir hjartsláttartruflana, t.d. vegna galla í leiðslukerfi hjartans. Amíódarón er mjög virkt lyf en vegna hættulegra aukaverkana þess er það aðeins notað í alvarlegum tilfellum. Til þess að minnka líkur á því að aukaverkanir lyfsins komi fram er reynt að nota sem minnsta skammta. Sjúklingar sem taka lyfið þurfa engu að síður að vera undir reglulegu eftirliti.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku og stungulyf í æð.
Venjulegar skammtastærðir:
Töflur: 100-600 mg á dag. Stungulyfið er eingöngu notað á sjúkrahúsum.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
3-6 vikur.
Verkunartími:
Eftir stöðuga töku lyfsins haldast áhrif á hjartsláttartruflanir í 10-90 daga.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Slepptu þeim skammti sem gleymdist og haltu áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ef lyfið gleymist tvo eða fleiri daga í röð skaltu hafa samband við lækni. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Einkenni sjúkdómsins geta versnað þegar töku lyfsins er hætt. Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef stórir skammtar eru teknir eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni strax.
Langtímanotkun:
Aukaverkanir lyfsins á augu, lungu, skjaldkirtil og lifur geta komið fram eftir notkun í lengri tíma. Æskilegt er að fylgst sé reglulega með augum, lifrarstarfsemi og skjaldkirtilshormónum í blóði meðan lyfið er tekið.
Aukaverkanir
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Gula | |||||||
Húð og augu viðkvæm fyrir sólarljósi | |||||||
Húðútbrot eða húð litast grá-eða bláleit eftir sólarljós | |||||||
Hægðatregða | |||||||
Mæði, öndunarerfiðleikar | |||||||
Ógleði og uppköst | |||||||
Óreglulegur hjartsláttur, verkur fyrir brjósti | |||||||
Sjóntruflanir, augnþurrkur | |||||||
Skjálfti í útlimum, erfiðleikar með gang | |||||||
Svefntruflanir, martraðir | |||||||
Truflun á bragðskyni | |||||||
Útbrot, kláði | |||||||
Þreyta, svimi, lystarleysi |
Milliverkanir
Náttúrulyfið Jóhannesarjurt getur dregið úr virkni lyfsins. Greint hefur verið frá mögulegum alvarlegum fylgikvillum hjá sjúklingum sem hafa gengist undir almenna svæfingu.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
- Arzotilol
- Atenolol Viatris
- Azarga
- Bloxazoc
- Cardil
- Cipramil
- Citalopram STADA
- Cosopt sine
- Dorzolamide/Timolol Alvogen
- Dronedarone STADA
- Dronedarone Teva
- Duokopt
- DuoTrav
- Fixopost
- Fotil forte
- Ganfort
- Isoptin Retard
- Lixiana
- Logimax
- Logimax forte
- Metadon 2care4
- Metadon Abcur
- Metoprolol Alvogen
- Metoprololsuccinat Hexal
- Multaq
- Oropram
- Seloken
- Seloken ZOC
- Serdolect
- Solian
- Sotalol Mylan
- Tambocor
- Tambocor (Heilsa)
- Taptiqom
- Taptiqom Sine
- Timosan Depot
- Trandate
- Travoprost/Timolol Medical Valley
- Travoprost/Timolol STADA
- Veraloc Retard
- Warfarin Teva
- Xalcom
Getur haft áhrif á
- Abiraterone STADA
- Abstral
- Advagraf
- Advagraf (Heilsa)
- Advagraf (Lyfjaver)
- Akeega
- Akynzeo
- Alimemazin Evolan
- Aloxi
- Alprazolam Krka
- Alprazolam WH (hét áður Alprazolam Mylan)
- Amiloride / HCT Alvogen
- Amitriptylin Abcur
- Arzotilol
- Atomoxetin Actavis
- Atomoxetin Medical Valley
- Atomoxetine STADA
- Atorvastatin Xiromed
- Atozet
- Azarga
- Azithromycin STADA
- Azitromicina Normon
- Azyter
- Bisbetol
- Bisoprolol Medical Valley
- Braftovi
- Candizol
- Candpress Comp
- Carvedilol STADA
- Clarithromycin Krka
- Cosopt sine
- Cotrim
- Cozaar Comp
- Cozaar Comp Forte
- Dabigatran Etexilate Accord
- Dabigatran etexilate Krka
- Dabigatran Etexilate Teva
- Dailiport
- Darazíð
- Dificlir
- Diflucan
- Digoxin DAK (Lyfjaver)
- Dorzolamide/Timolol Alvogen
- Duokopt
- DuoTrav
- Emla
- Enalapril comp ratiopharm
- Enalapril HCTZ Medical Valley
- Enalapril-Hydrochlorthiazid Krka
- Eusaprim
- Euthyrox
- Ezetimib/Simvastatin Krka
- Fentanyl Actavis
- Fentanyl Alvogen
- Firmagon
- Fixopost
- Fluconazol Krka
- Fluconazol ratiopharm (afskráð des 2022)
- Fotil forte
- Fungyn
- Galantamin STADA
- Ganfort
- Hydromed
- Ikervis
- Inegy
- Invega
- Klacid
- Leptanal
- Levaxin
- Lidbree
- Lidokain Viatris
- Lidokain-tetrakain - forskriftarlyf
- Lipistad
- Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley
- Losartankalium/hydrochlorothiazid Krka
- Magical Mouthwash
- Marcain
- Marcain adrenalin
- Modigraf
- Paliperidon Krka
- Paxlovid
- Pirfenidone axunio
- Pradaxa
- Presmin Combo
- Prograf
- Quinine Sulphate Actavis (Afskráð mars 2019)
- Revastad
- Revatio
- Rivaroxaban WH
- Ryego
- Sandimmun Neoral
- Signifor
- Sildenafil Actavis
- Sildenafil Actavis (Heilsa)
- Sildenafil Medical Valley
- Simvastatin Actavis
- Simvastatín Alvogen
- Simvastatin Bluefish
- Strattera (Lyfjaver)
- Tafil
- Tafil Retard
- Taptiqom
- Taptiqom Sine
- Timosan Depot
- Travoprost/Timolol Medical Valley
- Travoprost/Timolol STADA
- TREVICTA
- Valpress Comp
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka (Heilsa)
- Valsartan Hydroklortiazid Jubilant
- Viagra
- Vizarsin
- Warfarin Teva
- Xagrid
- Xalcom
- Xarelto
- Xenical
- Xeplion
- Xylocain
- Xylocain adrenalin
- Xylocain án rotvarnarefna
- Xylocain Dental Adrenalin
- Zarator
- Zitromax
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með einhvern augnsjúkdóm
- þú sért með einhvern lungnasjúkdóm
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með of- eða vanvirkan skjaldkirtil
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Lyfið berst yfir fylgju og getur haft áhrif á fóstur.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk og getur haft áhrif á barnið.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.
Eldra fólk:
Viðkvæmara fyrir aukaverkunum. Minni skammtar eru oft notaðir.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.