Abiraterone STADA

Æxlishemjandi lyf og lyf til ónæmistemprunar | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Abirateron

Markaðsleyfishafi: STADA Arzneimittel | Skráð: 20. maí, 2021

Abiraterone STADA er krabbameinslyf sem inniheldur virka efnið abiraterone. Lyfið er notað til meðferðar við blöðruhálskirtilskrabbameini hjá fullorðnum karlmönnum sem hefur dreift sér víðar um líkamann. Þegar þú færð þetta lyf mun læknirinn einnig ávísa öðru lyfi, prednisóni eða prednisólóni. Það er til þess að minnka líkurnar á háum blóðþrýstingi, vökvasöfnun (bjúg) og lækkun á blóðþéttni kalíums.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
1.000 mg (tvær töflur) einu sinni á sólarhring ásamt lyfi sem nefnist prednisón eða prednisólón. Lyfið skal taka a.m.k. einni klukkustund fyrir eða tveimur klukkustundum eftir neyslu matar. Athugið að nota skal smokk og aðra örugga getnaðarvörn, ef þú stundar kynlíf með konu sem getur orðið þunguð eða er nú þegar þunguð.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Lyfið má ekki taka með mat.

Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Ef þú gleymir að taka Abiraterone STADA eða prednisón eða prednisólón, áttu að taka venjulegan skammt daginn eftir. Ef lyfið gleymist í meira en 1 dag skal hafa samband við lækni.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).


Aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Listinn hér að neðan er ekki tæmandi.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Beinbrot          
Bjúgur          
Meltingartruflanir, niðurgangur          
Þvagfærasýkingar          
Hjartakvillar          
Vöðvamáttleysi, vöðvakippir eða þungur hjartsláttur (hjartsláttarónot)      

Milliverkanir

Lyfið má ekki taka með mat. Segðu lækni frá öllum þeim lyfjum sem þú tekur.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með einhvern hjarta- eða æðasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með skerta lifrarstarfsemi
  • þú sért með bjúg

Meðganga:
Abiraterone STADA er ekki til notkunar fyrir konur.

Brjóstagjöf:
Abiraterone STADA er ekki til notkunar fyrir konur.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Venjulegir skammtar. Tíðni og alvarleiki aukaverkana getur verið meiri hjá 75 ára og eldri.

Akstur:
Ólíklegt er að þetta lyf hafi áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

Annað:
Abirateron getur haft áhrif á lifrina án þess að þú fáir nokkur einkenni. Þegar þú ert á meðferð með þessu lyfi mun læknirinn taka blóðsýni reglulega til rannsókna á því hvort lyfið hafi áhrif á lifrina.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.