Tambocor (Heilsa)
Hjartasjúkdómalyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Flekaíníð
Markaðsleyfishafi: Meda | Skráð: 1. apríl, 1987
Tambocor er gefið við hjartsláttartruflunum. Virka efnið flekaíníð hægir á leiðslukerfi hjartans og kemur þannig í veg fyrir hraðar hjartsláttartruflanir. Flekaíníð er notað til að meðhöndla og fyrirbyggja lífshættulegar hjartsláttartruflanir þegar önnur lyf duga ekki. Eins og önnur lyf, sem notuð eru við hjartsláttartruflunum, getur flekaíníð sjálft valdið óreglulegum hjartslætti í sumum tilfellum. Þess vegna er nauðsynlegt að læknir fylgist reglulega með sjúklingum sem þurfa að taka lyfið að staðaldri í einhvern tíma.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
100-200 mg í senn 2svar á dag.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
2-4 klst.
Verkunartími:
Um 10-12 klst. eftir stakan skammt.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Einkenni sjúkdómsins geta versnað þegar töku lyfsins er hætt. Alls ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu samband við lækni í öllum tilfellum. Ef vart verður við hjartsláttartruflanir, krampa, skerta meðvitund eða önnur óvenjuleg einkenni skal leita neyðarhjálpar þegar í stað.
Langtímanotkun:
Þar sem flekaíníð getur sjálft valdið hjartsláttartruflunum í vissum tilfellum er nauðsynlegt að fylgst sé reglulega með sjúklingum sem taka lyfið að staðaldri.
Aukaverkanir
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Hjartsláttartruflanir | |||||||
Höfuðverkur, svimi, þreyta | |||||||
Kviðverkir, niðurgangur og hægðatregða | |||||||
Lystarleysi | |||||||
Ógleði og uppköst | |||||||
Sjóntruflanir | |||||||
Skjálfti, bjúgur | |||||||
Útbrot, kláði |
Milliverkanir
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Abiraterone STADA
- Akeega
- Arcoxia
- Arzotilol
- Atenolol Viatris
- Azarga
- Betmiga
- Betmiga (Heilsa)
- Betmiga (Lyfjaver)
- Bisbetol
- Bisoprolol Medical Valley
- Bloxazoc
- Bupropion Teva
- Celebra
- Celecoxib Actavis
- Celecoxib Medical
- Cinacalcet STADA
- Cinacalcet WH
- Cipralex
- Cipramil
- Citalopram STADA
- Clarithromycin Alvogen
- Clarithromycin Krka
- Cloxabix
- Clozapin Medical
- Clozapine Actavis
- Cosopt sine
- Coxerit
- Coxient
- Digoxin DAK (Lyfjaver)
- Dorzolamide/Timolol Alvogen
- Duokopt
- DuoTrav
- Emla
- Emselex
- Escitalopram Bluefish
- Escitalopram STADA
- Esopram
- Etoricoxib Krka
- Fixopost
- Flúoxetín Actavis
- Fluoxetin Mylan
- Fluoxetin WH
- Fluoxetine Vitabalans
- Fontex
- Fotil forte
- Ganfort
- Invega
- Isoptin Retard
- Klacid
- Lidbree
- Lidokain Mylan
- Lidokain-tetrakain - forskriftarlyf
- Logimax
- Logimax forte
- Magical Mouthwash
- Magnesia medic
- Metoprolol Alvogen
- Metoprololsuccinat Hexal
- Oropram
- Paliperidon Krka
- Paxetin
- Paxlovid
- Propranolol hydrochloride
- Seloken
- Seloken ZOC
- Seroxat
- Sotalol Mylan
- Taptiqom
- Taptiqom Sine
- Tegretol
- Tegretol retard
- Tegretol Retard (Lyfjaver)
- Terbinafin Actavis
- Terbinafin Medical Valley
- Timosan Depot
- Trandate
- Travoprost/Timolol Medical Valley
- Travoprost/Timolol STADA
- TREVICTA
- Veraloc Retard
- Wellbutrin Retard
- Wellbutrin Retard (Lyfjaver)
- Xalcom
- Xeplion
- Xylocain
- Xylocain adrenalin
- Xylocain án rotvarnarefna
- Xylocain Dental Adrenalin
- Zyban
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með aðra hjarta- eða æðasjúkdóma
- þú sért með lágan blóðþrýsting eða hægan hjartslátt
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk og getur haft áhrif á barnið.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.
Eldra fólk:
Minni skammtar eru notaðir.
Akstur:
Lyfið getur valdið svima og þar með haft áhrif á aksturshæfni. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.
Áfengi:
Áfengi getur aukið sumar aukaverkanir lyfsins. Æskilegt er að halda áfengisneyslu í lágmarki meðan lyfið er tekið.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Annað:
Lyfið getur valdið lífshættulegum hjartsláttartruflunum. Aðeins má hefja gjöf lyfsins hjá sjúklingum á sjúkrahúsum, þar sem stöðugt er fylgst með hjartslætti. Einungis er heimilt að afhenda lyfið í apótekum gegn lyfjaávísunum sérfræðinga í hjartasjúkdómum vegna hættulegra aukaverkana þess.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.