Bisoprolol Medical Valley

Beta-blokkar | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Bísóprólól

Markaðsleyfishafi: Medical Valley | Skráð: 1. febrúar, 2021

Bisoprolol Medical Valley inniheldur virka efnið bísóprólólfúmarat sem er blóðþrýstingslækkandi lyf. Lyfið hefur þau áhrif að hjartað slær hægar og hjartað mun því dæla blóði með skilvirkari hætti um líkamann. Hjartabilun kemur fram þegar hjartavöðvinn er veikur og getur ekki dælt nægilega miklu blóði um líkamann. Lyfið er einnig notað við háþrýstingi og brjóstverkjum (stöðug langvinn hjartaöng) sem orsakast af því að hjartavöðvinn fær minna súrefni en hann þarf. Þetta kemur oftast fyrir við álag. Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
10-20 mg í senn einu sinni á dag, helst alltaf á sama tíma dags að morgni. Ráðlagt er að hefja meðferð á minnsta mögulega skammti. Sumum sjúklingum getur dugað 5 mg á sólarhring.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Getur verið einstaklingsbundið. Gera má ráð fyrir að hámarks blóðþrýstingslækkandi verkun komi fram innan 4ra vikna.

Verkunartími:
24 klst. eftir stakan skammt.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef þú hefur tekið meira en ávísað er skaltu strax hafa samband við lækninn. Einkennin sem geta komið fram eru minnkuð hjartsláttartíðni, lágur blóðþrýstingur, lungnakrampar, hjartakvillar og lágur blóðsykur. Hafið samband við eitrunardeild Landspítala í síma 543 2222.

Langtímanotkun:
Án vandkvæða.


Aukaverkanir

Aukaverkanir lyfsins eru almennt vægar og ganga yfir þegar líður á meðferðina.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Gula          
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir        
Höfuðverkur, svimi          
Lágur blóðþrýstingur          
Sýkingar í efri öndunarfærum          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      

Milliverkanir

Lyfið getur milliverkað við fleiri lyf. Listinn er ekki tæmandi. Lyfið tekið samhliða sykursýkislyfjum getur valdið meiri blóðsykurslækkandi áhrifum.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • hvort þú sért með vanvirkan skjaldkirtil
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með aðra hjartasjúkdóma
  • þú sért með astma
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með psoríasis
  • þú sért með sykursýki
  • þú hafir nýlega fengið mikinn niðurgang eða uppköst
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með slæma lungnastarfsemi

Meðganga:
Þú mátt aðeins nota lyfið á meðgöngu ef það er algerlega nauðsynlegt. Það er hætta á því að lyfið hafi áhrif á þroska fósturs.

Brjóstagjöf:
Brjóstagjöf er ekki ráðlögð meðan lyfið er notað.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.

Eldra fólk:
Yfirleitt venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið getur valdið svima og þar með haft áhrif á aksturshæfni. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.

Áfengi:
Áfengi getur haft óæskileg áhrif á blóðþrýsting og hjartsláttarhraða, og aukið líkur á aukaverkunum lyfsins. Ekki er æskilegt að neyta áfengis meðan lyfið er tekið.

Íþróttir:
Bannað í keppni og við æfingar.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.