Baclofen Sintetica í mænuvökva

Vöðvaslakandi lyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Baklófen

Markaðsleyfishafi: Sintetica GmbH | Skráð: 20. október, 2017

Baclofen Sintetica innnihledur virka efnið baklófen sem er í flokki vöðvaslakandi lyfja. Baclofen Sintetica er notað til að meðhöndla verulega langvarandi vöðvaspennu (síbeygjukrampa) sem fylgir margvíslegum sjúkdómum eins og MS-sjúkdómnum og heila- og mænuskaða. Baclofen Sintetica er gefið með inndælingu í mænugöngin beint í mænuvökvannr hjá fullorðnum og börnum 4 ára og eldri. Það er notað þegar önnur lyf sem notuð eru til inntöku, þ.m.t. baclofen, hafa ekki virkað eða valdið óásættanlegum aukaverkunum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Stungulyf í mænugöng.

Venjulegar skammtastærðir:
Skammtar eru einstaklingsbundnir.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Yfirleitt kemur verkun fram ½ til 1 klst. eftir inndælingu staks skammts í mænuvökva. Hámarks krampaleysandi áhrif koma fram u.þ.b. 4 klst. eftir að skammtur er gefinn. Krampaleysandi verkun kemur fyrst fram 6-8 klst. eftir að samfellt innrennsli hefst og nær hámarki innan 24 til 48 klst.

Verkunartími:
Verkun eftir inndælingu staks skammts endist í 4-8 klst.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Á ekki við.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki má hætta inntöku lyfsins skyndilega vegna hættu á aukaverkunum. Hafðu alltaf samráð við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Leitið tafarlaust til læknis ef að grunur er um að þú sért að fá of stóran skammt af lyfinu. Einkenni ofskömmtunar eru: Óvenjulegt máttleysi í vöðvum, syfja, sundl eða yfirliðstilfinning, mikil munnvatnsmyndun, ógleði eða uppköst, öndunarerfiðleikar, krampar, meðvitundarleysi og óeðlilega lágur líkamshiti.

Langtímanotkun:
Sumir sjúklingar finna fyrir því að virkni Baclofen Sintetica minnkar við langtímameðferð. Nauðsynlegt getur verið að gera hlé á meðferðinni öðru hverju.


Aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Listinn er ekki tæmandi, sjá fylgiseðil fyrir allar aukaverkanir.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Höfuðverkur, sundl, svimi          
Minnkuð vöðvaspenna          
Ógleði, uppköst, niðurgangur          
Skapgerðarbreytingar          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      
Þreyta, syfja          

Milliverkanir

Fylgjast þarf vel með blóðþrýstingi þeirra sem taka inn blóðþrýstingslækkandi lyf. Baklófen getur haft áhrif á virkni eldri geðdeyfðarlyfja

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • hvort þú sért með sykursýki
  • grunur leiki á um þungun
  • þú sért með flogaveiki
  • þú sért með geðrænar truflanir
  • þú sért með hjartasjúkdóm
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með maga- eða skeifugarnarsár
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með parkinsonsveiki
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú eigir við öndunarerfiðleika að stríða
  • þú sért með heilasjúkdóm eða -skemmdir

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum. Ekki má nota lyfið nema læknir telji það nauðsynlegt.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk en í venjulegum skömmtum er ólíklegt að það hafi áhrif á barnið.

Börn:
Notkun Baclofen Sintetica er ekki ráðlögð hjá börnum yngri en 4 ára. Börn þurfa að hafa náð nægilegri líkamsþyngd áður en hægt er að græða í þau dælu fyrir langvarandi innrennsli.

Eldra fólk:
Skammtar eru einstaklingsbundnir.

Akstur:
Lyfin getur haft aukaverkanir sem að hafa áhirf á aksturshæfni. Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs eftir að reynsla hefur verið komin á áhrifum lyfsins.

Áfengi:
Áfengi getur aukið slævandi áhrif lyfsins. Forðast skal neyslu áfengis meðan á meðferð stendur.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Einungis sérfræðilæknar í taugasjúkdómum og endurhæfingarlækningum mega ávísa lyfinu.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.