Sinemet 25/100
Lyf við Parkinsonsjúkdómi | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Karbídópa Levódópa
Markaðsleyfishafi: N. V. Organon | Skráð: 1. október, 1985
Levódópa er notað við parkinsonsveiki og sjúkdómseinkennum líkum parkinson sem stafa ekki af völdum lyfja. Parkinsonsveiki orsakast af hrörnun taugafrumna, en lík sjúkdómseinkenni geta komið fram eftir heilaskaða, truflun á blóðflæði í heila eða sem aukaverkanir lyfja. Einkennin stafa af ójafnvægi milli taugaboðefnanna asetýlkólíns og dópamíns í heila, þaðan sem samhæfingu hreyfinga er stjórnað. Magn dópamíns minnkar og vægi asetýlkólíns verður þá hlutfallslega of mikið. Í parkinsonsveiki verður þetta vegna þess að taugafrumurnar hrörna sem framleiða dópamín. Levódópa umbreytist í dópamín í líkamanum og vegur með því upp ójafnvægið sem hefur náð að myndast. Margar aukaverkanir levódópa eru tilkomnar vegna áhrifa dópamíns utan miðtaugakerfisins, til dæmis á blóðþrýsting. Levódópa er notað hér með karbídópa en það er efni sem dregur úr þessum aukaverkunum. Efni þetta hindrar umbrot levódópa í dópamín utan miðtaugakerfisins. Með því að nota þessa samsetningu er hægt að gefa mun minni skammt af levódópa en annars þyrfti.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
Byrjað er á litlum skömmtum og þeir síðan smám saman auknir þangað til að viðunandi árangur næst. Algengt er að fullur skammtur sé á bilinu 1-2 g á dag. Töflunum má skipta.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Innan við 1 klst.
Verkunartími:
2-12 klst.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef færri en 2 klst. eru til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni, annars er hætta á því að sjúkdómurinn versni. Ef töku lyfsins er hætt skyndilega getur það valdið mjög alvarlegum einkennum.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Hafið umbúðir lyfsins við höndina.
Langtímanotkun:
Aukaverkanir lyfsins, svo sem ósjálfráðar hreyfingar, hreyfitregða og breytingar á andlegri líðan, getur komið fram við langtímanotkun. Þessar aukaverkanir má yfirleitt koma í veg fyrir eða gera þolanlegar með því að minnka skammta af levódópa.
Aukaverkanir
Lyfið getur valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum, það á við um öll lyf. Yfir 10% einstaklinga sem eru meðhöndlaðir með lyfinu geta átt von á að fá aukaverkanir. Algengustu aukaverkanir lyfsins eru ógleði, hreyfingatruflanir, truflanir á vöðvaspennu og aðra ósjálfráðar hreyfingar. Yfirleitt má draga úr aukaverkunum með því að minnka skammta.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Háþrýstingur | |||||||
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir | |||||||
Hraður hjartsláttur, lágur blóðþrýstingur | |||||||
Lystarleysi, svimi | |||||||
Ógleði, uppköst, biturt bragð í munni | |||||||
Ósamhæfðar hreyfingar | |||||||
Svartar eða blóðugar hægðir | |||||||
Svefnleysi | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Þvagtregða |
Milliverkanir
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Alimemazin Evolan
- Azilect
- Baclofen Sintetica í mænuvökva
- Baklofen Viatris
- Bricanyl Turbuhaler
- Buccolam
- Bufomix Easyhaler
- Bupropion Teva
- Buronil
- DuoResp Spiromax
- Duroferon
- Duroferon (Heilsa)
- Duroferon (Lyfjaver)
- Flutiform
- Haldol
- Haldol Depot
- Invega
- Kuvan
- Lioresal
- Midazolam Medical Valley
- Nozinan
- Oprymea
- Oprymea (Heilsa)
- Oxis Turbuhaler
- Paliperidon Krka
- Peratsin
- Pramipexole Alvogen
- Rasagilin Krka
- Ríson
- Risperdal
- Risperdal Consta
- Risperidon Krka
- Risperidone Teva GmbH
- Salmeterol/Fluticasone Neutec
- Salmex
- Seretide
- Serevent
- Sifrol
- Symbicort (Lyfjaver)
- Symbicort forte Turbuhaler
- Symbicort mite Turbuhaler
- Symbicort Turbuhaler
- Symbicort Turbuhaler (Heilsa)
- Symbicort Turbuhaler (Lyfjaver) Noregur
- Tibinide
- TREVICTA
- Trilafon dekanoat
- Trimbow
- Trixeo Aerosphere
- Wellbutrin Retard
- Wellbutrin Retard (Lyfjaver)
- Xeplion
- Zyban
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú hafir átt við einhver geðræn vandamál að stríða
- þú sért með gláku
- þú sért með hjarta-, lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með lungnasjúkdóm
- þú sért með maga- eða skeifugarnarsár
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með krampa
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.
Brjóstagjöf:
Ekki má nota lyfið meðan á brjóstagjöf stendur. Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.
Eldra fólk:
Eldra fólk þolir síður stóra skammta af lyfinu.
Akstur:
Bæði sjúkdómurinn sjálfur og verkun lyfsins geta skert aksturshæfni.
Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.