Serevent
Lyf gegn teppusjúkdómum í öndunarvegi | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Salmeteról
Markaðsleyfishafi: GlaxoSmithKline
Serevent er langvirkt astmalyf sem er notað við astma og langvinnri berkjubólgu. Salmeteról, virka efni lyfsins, veldur vöðvaslökun í lungnaberkjum, víkkar öndunarveginn og auðveldar með því móti öndun. Vegna langrar verkunar er salmeteról hentugt í stuðningsmeðferð með bólguhemjandi astmalyfjum. Berkjuvíkkandi áhrif salmeteróls valda því að bólgueyðandi lyfin komast betur í lungun og hafa kröftugri áhrif. Það er notað meðal annars fyrir þá sem eru með áreynsluastma og þá sem eru með mikil astmaeinkenni á nóttunni. Áhrif lyfsins koma ekki strax fram eftir innöndun og því hentar það ekki sem neyðarlyf við einkennum astma.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Innúðalyf eða innöndunarduft.
Venjulegar skammtastærðir:
Innúðalyf: Fullorðnir: 2-4 skammtar í senn 2svar á dag. Börn eldri en 4ra ára: 2 skammtar í senn 2svar á dag. Hver skammtur inniheldur 25 míkrógrömm salmeteról.
Innöndunarduft (Diskus): Fullorðnir: 1-2 skammtar í senn 2svar á dag. Börn eldri en 4ra ára: 1 skammtur í senn 2svar á dag. Hver skammtur inniheldur 50 míkrógrömm salmeteról.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
10-20 mín., full verkun næst á 2-3 klst.
Verkunartími:
Um 12 klst.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá. Ef úðalyfið er geymt á köldum stað getur virkni drifefnisins minnkað.
Ef skammtur gleymist:
Slepptu skammtinum sem gleymdist og haltu áfram að nota lyfið eins og venjulega.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta notkun lyfsins nema í samráði við lækni þar sem sjúkdómurinn getur versnað.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef notaðir eru stórir skammtar eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Læknir þarf að fylgjast með astma svo að bólgur versni ekki án þess að sjúklingur verði þess var.
Aukaverkanir
Margar aukaverkanir lyfsins koma aðeins fyrir í upphafi en hverfa þegar meðferð er haldið áfram.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Hjartsláttarónot | |||||||
Hraður hjartsláttur, hjartsláttartruflanir | |||||||
Höfuðverkur, skjálfti | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Öndunarerfiðleikar |
Milliverkanir
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
- Arzotilol
- Atenolol Viatris
- Azarga
- Cosopt sine
- Dorzolamide/Timolol Alvogen
- Duokopt
- DuoTrav
- Fixopost
- Fotil forte
- Ganfort
- Sotalol Mylan
- Taptiqom
- Taptiqom Sine
- Timosan Depot
- Trandate
- Travoprost/Timolol Medical Valley
- Travoprost/Timolol STADA
- Vfend
- Voriconazole Accord
- Xalcom
Getur haft áhrif á
- Amiloride / HCT Alvogen
- Amitriptylin Abcur
- Anafranil
- Apidra
- Arzotilol
- Azarga
- Bloxazoc
- Candpress Comp
- Cosopt sine
- Cozaar Comp
- Cozaar Comp Forte
- Darazíð
- Diamicron Uno
- Dorzolamide/Timolol Alvogen
- Duokopt
- DuoTrav
- Enalapril comp ratiopharm
- Enalapril HCTZ Medical Valley
- Enalapril-Hydrochlorthiazid Krka
- Euthyrox
- Fixopost
- Fotil forte
- Furix
- Furosemide Kalceks
- Ganfort
- Gliclazíð Krka
- Glimeryl
- Hydromed
- Impugan
- Klomipramin Viatris
- Levaxin
- Logimax
- Logimax forte
- Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley
- Losartankalium/hydrochlorothiazid Krka
- Madopar
- Madopar Depot
- Madopar Quick "125"
- Madopar Quick "62,5"
- Metoprolol Alvogen
- Metoprololsuccinat Hexal
- Noritren
- Paxlovid
- Presmin Combo
- Seloken
- Seloken ZOC
- Sinemet 12,5/50
- Sinemet 25/100
- Sinemet depot mite
- Stalevo
- Stalevo (Lyfjaver)
- Taptiqom
- Taptiqom Sine
- Timosan Depot
- Travoprost/Timolol Medical Valley
- Travoprost/Timolol STADA
- Valpress Comp
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka (Heilsa)
- Valsartan Hydroklortiazid Jubilant
- Xalcom
- Zeposia
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með hjartasjúkdóm eða háan blóðþrýsting
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með ofvirkan skjaldkirtil
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.
Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 4ra ára. Þegar lyfið er gefið börnum getur þurft að meta hvaða lyfjaform á að nota.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir. Þegar lyfið er gefið eldra fólki getur þurft að meta hvaða lyfjaform á að nota.
Akstur:
Sumar aukaverkanir lyfsins geta skert aksturshæfni. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.
Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Bannað í og utan keppni. Hægt er að sækja um einfaldaða undanþágu til Undanþágunefndar Lyfjaráðs ÍSÍ.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.