Stalevo (Lyfjaver)
Lyf við Parkinsonsjúkdómi | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Entakapón Karbídópa Levódópa
Markaðsleyfishafi: Lyfjaver | Skráð: 15. mars, 2021
Stalevo inniheldur þrjú virk innihalds efni, levódópa, karbídópa og entakapón og er notað við parkinsonsveiki. Parkinsonsveiki orsakast af hrörnun taugafrumna, en lík sjúkdómseinkenni geta komið fram eftir heilaskaða, truflun á blóðflæði í heila eða sem aukaverkanir lyfja. Einkennin stafa af ójafnvægi milli taugaboðefnanna asetýlkólíns og dópamíns í heila, þaðan sem samhæfingu hreyfinga er stjórnað. Magn dópamíns minnkar og vægi asetýlkólíns verður þá hlutfallslega of mikið. Í parkinsonsveiki verður þetta vegna þess að taugafrumurnar hrörna sem framleiða dópamín. Levódópa umbreytist í dópamín í líkamanum og vegur með því upp ójafnvægið sem hefur náð að myndast. Margar aukaverkanir levódópa eru tilkomnar vegna áhrifa dópamíns utan miðtaugakerfisins, til dæmis á blóðþrýsting. Levódópa er notað hér með karbídópa en það er efni sem dregur úr þessum aukaverkunum. Efni þetta hindrar að levódópa breytist í dópamín utan miðtaugakerfisins og þar af leiðandi kemst meira levódópa til heilans. Með því að nota þessa samsetningu er hægt að gefa mun minni skammt af levódópa en annars þyrfti og draga þannig úr aukaverkunum. Entakapón eykur einnig áhrif levódópa með því að hindra niðurbrot þess í líkamanum, og um leið eykst það magn levódópa sem nær til heilans. Entakapón eitt og sér hefur hins vegar engin áhrif á parkinsonsveiki.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
Skammtar eru einstaklingsbundnir. Töflurnar gleypist heilar.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Innan við 1 klst.
Verkunartími:
Misjafn eftir ástandi sjúklings.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Í flestum tilfellum er engin þörf á að breyta mataræði. Próteinrík máltíð getur dregið úr virkni lyfsins.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Ef meira en 1 klst. er til næsta skammts skaltu taka eina töflu strax og næstu töflu á venjulegum tíma. Ef innan við 1 klst. er til næsta skammts skaltu taka eina töflu strax, bíða í eina klst. og taka þá aðra töflu. Þaðan í frá skaltu halda áfram eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni, annars er hætta á því að sjúkdómurinn versni. Ef töku lyfsins er hætt skyndilega getur það valdið mjög alvarlegum einkennum.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Hafið umbúðir lyfsins við höndina.
Langtímanotkun:
Verið getur að læknirinn geri reglulegar blóðrannsóknir meðan á langtímameðferð með Stalevo
stendur.
Aukaverkanir
Ef vart verður við einhverjar aukaverkanir skal ræða það við lækninn. Unnt er að losna við margar af þessum aukaverkunum með því að breyta skammtastærð.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Aukin svitamyndun | |||||||
Breytingar á hegðun eða skapferli | |||||||
Háþrýstingur | |||||||
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir | |||||||
Hjartsláttarónot | |||||||
Kviðverkir, hægðatregða | |||||||
Munnþurrkur | |||||||
Ógleði, uppköst, niðurgangur | |||||||
Ósamhæfðar hreyfingar | |||||||
Rauðbrúnt þvag | |||||||
Svartar eða blóðugar hægðir | |||||||
Útbrot | |||||||
Verkur fyrir brjósti, mæði | |||||||
Þreyta, svefnleysi | |||||||
Þvagtregða |
Milliverkanir
Stalevo getur minnkað virkni járns. Því skal ekki taka Stalevo með járni. Eftir að annað þeirra hefur verið tekið inn skal bíða í a.m.k. 2-3 klst. áður en hitt er tekið inn. Gæta skal varúðar þegar lyf við háþrýstingi og þunglyndi eru gefin samtímis Stalevo.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Alimemazin Evolan
- Amitriptylin Abcur
- Anafranil
- Azilect
- Baclofen Sintetica í mænuvökva
- Baklofen Viatris
- Bricanyl Turbuhaler
- Buccolam
- Bufomix Easyhaler
- Bupropion Teva
- Buronil
- DuoResp Spiromax
- Duroferon
- Duroferon (Heilsa)
- Duroferon (Lyfjaver)
- Efexor Depot
- Flutiform
- Haldol
- Haldol Depot
- Invega
- Klomipramin Viatris
- Kuvan
- Lioresal
- Midazolam Medical Valley
- Noritren
- Nozinan
- Oprymea
- Oprymea (Heilsa)
- Oxis Turbuhaler
- Paliperidon Krka
- Paxetin
- Peratsin
- Pramipexole Alvogen
- Rasagilin Krka
- Ríson
- Risperdal
- Risperdal Consta
- Risperidon Krka
- Risperidone Teva GmbH
- Salmeterol/Fluticasone Neutec
- Salmex
- Seretide
- Serevent
- Seroxat
- Sifrol
- Symbicort (Lyfjaver)
- Symbicort forte Turbuhaler
- Symbicort mite Turbuhaler
- Symbicort Turbuhaler
- Symbicort Turbuhaler (Heilsa)
- Symbicort Turbuhaler (Lyfjaver) Noregur
- Tibinide
- TREVICTA
- Trilafon dekanoat
- Trimbow
- Trixeo Aerosphere
- Venlafaxin Actavis
- Venlafaxin Krka
- Venlafaxin Medical Valley
- Venlafaxine Alvogen
- Venlafaxine Bluefish
- Warfarin Teva
- Wellbutrin Retard
- Wellbutrin Retard (Lyfjaver)
- Xeplion
- Zyban
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú hafir átt við geðræn vandamál að stríða
- þú sért með gláku
- þú sért með hjarta-, lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með lungnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
- þú eigir það til að falla skyndilega í svefn eða finnur fyrir miklum svefndrunga
- þú hafir einhvern tíma fengið magasár eða krampa
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Lyfið getur valdið svima og lágum blóðþrýstingi og því skert aksturshæfni. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.
Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.