Baklofen Viatris
Vöðvaslakandi lyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Baklófen
Markaðsleyfishafi: Viatris Limited | Skráð: 1. janúar, 1990
Baklófen er við spastískum vöðvakrömpum í beinagrindarvöðum. Baklófen er skylt gamma-amínósmjörsýru (GASS(GABA)) sem er framleidd í líkamanum. Talið er að lyfið dragi úr losun á boðefnunum glútamati og aspartati í mænu, en bæði efnin verka örvandi á taugaboðefni í mænu. Með því að taka lyfið berst minna af boðefnunum frá heila til beinagrindarvöðvanna sem valda spastískum vöðvakrömpum. Baklófen er helst notað við krömpum í þverrákóttum vöðum sem verða til vegna sjúkdóma eða slysa í medulla spinalis. Einnig hefur baklófen reynst vel ungum sjúklingum sem hafa orðið fyrir heilaskaða eða eru með heilasjúkdóm sem veldur spastísku ástandi vöðva.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
Fullorðnir: 5 mg 3svar á dag í upphafi, síðan má auka skammtinn á 3ja daga fresti um 5 mg 3svar á dag. Algengasti skammtur er á bilinu 30 til 80 mg á dag. Börn eldri en 2ja ára: 0,75-2 mg á hvert kg líkamsþyngdar á dag. Ekki skal gefa sjúklingum utan sjúkrahúss stærri skammt en 100 mg.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Fer eftir ástandi sjúklings.
Verkunartími:
Fer eftir ástandi sjúklings.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki má hætta töku lyfsins skyndilega vegna hættu á aukaverkunum. Hafðu alltaf samráð við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef teknir eru of stórir skammtar eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skaltu hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Æskilegt er að læknir fylgist reglulega með árangri meðferðar.
Aukaverkanir
Óþægindi frá meltingarvegi eru algengustu aukaverkanir lyfsins.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Andþrengsli og hæg öndun | |||||||
Hægur hjartsláttur | |||||||
Höfuðverkur, sljóleiki, svimi | |||||||
Krampar | |||||||
Lækkun eða hækkun á blóðþrýstingi | |||||||
Náladofi | |||||||
Ógleði, uppköst, hægðatregða | |||||||
Sjóntruflanir, þvoglumæli og svefnhöfgi | |||||||
Skapgerðarbreytingar | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Öndunarbæling | |||||||
Þvagtregða |
Milliverkanir
Fylgjast þarf vel með blóðþrýstingi þeirra sem taka inn blóðþrýstingslækkandi lyf. Baklófen getur haft áhrif á virkni eldri geðdeyfðarlyfja.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Abstral
- Alvofen Express
- Amitriptylin Abcur
- Anafranil
- Bisbetol
- Bisoprolol Medical Valley
- Buccolam
- Cozaar
- Cozaar Comp
- Cozaar Comp Forte
- Ebixa
- Eplerenon Krka
- Eplerenone Alvogen
- Eplerenone Bluefish
- Fentanyl Actavis
- Fentanyl Alvogen
- Ibetin
- Íbúfen
- Ibuprofen Zentiva
- Ibutrix
- ibuxin rapid
- Inspra
- Klomipramin Viatris
- Leptanal
- Litarex
- Losartan Medical Valley
- Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley
- Losartankalium Krka
- Losartankalium/hydrochlorothiazid Krka
- Losatrix
- Madopar
- Madopar Depot
- Madopar Quick "125"
- Madopar Quick "62,5"
- Marbodin
- Memantine ratiopharm
- Midazolam Medical Valley
- Noritren
- Nurofen Apelsin (Heilsa)
- Nurofen Junior Appelsín
- Nurofen Junior Jarðarber
- Parapró
- Presmin
- Presmin Combo
- Sinemet 12,5/50
- Sinemet 25/100
- Sinemet depot mite
- Stalevo
- Stalevo (Lyfjaver)
- Sufenta
- Xonvea
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun
- þú sért með flogaveiki
- þú sért með geðrænar truflanir
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með maga- eða skeifugarnarsár
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með parkinsonsveiki
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með lömun í öndunarvöðvum
- þú sért með heilasjúkdóm eða -skemmdir
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk en í venjulegum skömmtum er ólíklegt að það hafi áhrif á barnið.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 2ja ára.
Eldra fólk:
Getur verið næmara fyrir aukaverkunum lyfsins, minni skammtar eru oft notaðir.
Akstur:
Lyfið slævir viðbragðsflýti og skerðir því aksturshæfni.
Áfengi:
Áfengi getur aukið slævandi áhrif lyfsins. Æskilegt er að halda áfengisneyslu í lágmarki meðan lyfið er tekið.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.