Lioresal
Vöðvaslakandi lyf | Verðflokkur: G/0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Baklófen
Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare | Skráð: 1. desember, 1972
Baklófen, virka efnið í Lioresal, er við spastískum vöðvakrömpum í beinagrindarvöðum. Baklófen er skylt gamma-amínósmjörsýru (GASS(GABA)) sem er framleidd í líkamanum. Talið er að lyfið dragi úr losun á boðefnunum glútamati og aspartati í mænu, en bæði efnin verka örvandi á taugaboðefni í mænu. Með því að taka lyfið berst minna af boðefnunum frá heila til beinagrindarvöðvanna sem valda spastískum vöðvakrömpum. Baklófen er helst notað við krömpum í þverrákóttum vöðum sem verða til vegna sjúkdóma eða slysa í medulla spinalis. Einnig hefur baklófen reynst vel ungum sjúklingum sem hafa orðið fyrir heilaskaða eða eru með heilasjúkdóm sem veldur spastísku ástandi vöðva.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Stungulyf í mænugöng.
Venjulegar skammtastærðir:
Stungulyfið er eingöngu notað á sjúkrahúsum.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Fer eftir ástandi sjúklings.
Verkunartími:
Fer eftir ástandi sjúklings.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Lyfið er aðeins gefið á sjúkrahúsum.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki má hætta inntöku lyfsins skyndilega vegna hættu á aukaverkunum. Hafðu alltaf samráð við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Lyfið er aðeins gefið á sjúkrahúsum.
Langtímanotkun:
Læknir fylgist reglulega með árangri meðferðar.
Aukaverkanir
Óþægindi frá meltingarvegi eru algengustu aukaverkanir lyfsins.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Andþrengsli og hæg öndun | |||||||
Hægur hjartsláttur | |||||||
Höfuðverkur, sljóleiki, svimi | |||||||
Krampar | |||||||
Lækkun eða hækkun á blóðþrýstingi | |||||||
Náladofi | |||||||
Ógleði, uppköst, hægðatregða | |||||||
Sjóntruflanir, þvoglumæli og svefnhöfgi | |||||||
Skapgerðarbreytingar | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Öndunarbæling | |||||||
Þvagtregða |
Milliverkanir
Fylgjast þarf vel með blóðþrýstingi þeirra sem taka inn blóðþrýstingslækkandi lyf. Baklófen getur haft áhrif á virkni eldri geðdeyfðarlyfja
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Abstral
- Alvofen Express
- Amitriptylin Abcur
- Anafranil
- Bisbetol
- Bisoprolol Medical Valley
- Buccolam
- Cozaar
- Cozaar Comp
- Cozaar Comp Forte
- Ebixa
- Eplerenon Krka
- Eplerenone Alvogen
- Eplerenone Bluefish
- Fentanyl Actavis
- Fentanyl Alvogen
- Ibetin
- Íbúfen
- Ibuprofen Zentiva
- Ibutrix
- ibuxin rapid
- Inspra
- Klomipramin Viatris
- Leptanal
- Litarex
- Losartan Medical Valley
- Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley
- Losartankalium Krka
- Losartankalium/hydrochlorothiazid Krka
- Losatrix
- Madopar
- Madopar Depot
- Madopar Quick "125"
- Madopar Quick "62,5"
- Marbodin
- Memantine ratiopharm
- Midazolam Medical Valley
- Noritren
- Nurofen Apelsin (Heilsa)
- Nurofen Junior Appelsín
- Nurofen Junior Jarðarber
- Parapró
- Presmin
- Presmin Combo
- Sinemet 12,5/50
- Sinemet 25/100
- Sinemet depot mite
- Stalevo
- Stalevo (Lyfjaver)
- Sufenta
- Xonvea
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun
- þú sért með flogaveiki
- þú sért með geðrænar truflanir
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með maga- eða skeifugarnarsár
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með parkinsonsveiki
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með lömun í öndunarvöðvum
- þú sért með heilasjúkdóm eða -skemmdir
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk en í venjulegum skömmtum er ólíklegt að það hafi áhrif á barnið.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 2ja ára.
Eldra fólk:
Getur verið næmara fyrir aukaverkunum lyfsins, minni skammtar eru oft notaðir.
Akstur:
Lyfið slævir viðbragðsflýti og skerðir því aksturshæfni.
Áfengi:
Áfengi getur aukið slævandi áhrif lyfsins. Æskilegt er að halda áfengisneyslu í lágmarki meðan lyfið er tekið.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.