Venlafaxine Alvogen
Geðdeyfðarlyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Venlafaxín
Markaðsleyfishafi: Alvogen | Skráð: 1. desember, 2007
Venlafaxine Alvogen inniheldur virka efnið venlafaxín. Lyfið er nýlegt geðdeyfðarlyf með verkun og efnafræði sem eru ólík öðrum geðdeyfðarlyfjum. Áhrif þess á einkenni geðdeyfðar byggjast á áhrifum þess á virkni taugaboðefnanna noradrenalíns og serótóníns í heila, en lítil virkni þessara boðefna er talin valda geðdeyfð. Venlafaxín bætir skap geðdeyfðarsjúklinga, eykur líkamlega virkni, bætir matarlyst og eykur áhuga á daglegu lífi. Það hefur ekki róandi eða svæfandi áhrif, hefur minni áhrif á blóðþrýsting og veldur síður þyngdaraukningu en eldri geðdeyfðarlyf. Venlafaxín virkar á flest einkenni geðdeyfðar og hefur kvíðastillandi áhrif. Það er notað við geðdeyfð, einnig ef geðdeyfðin er kvíðatengd, almennri kvíðaröskun, félagsfælni og ofsahræðslu. Rannsóknir benda til þess að verkun venlafaxíns komi fram eftir styttri tíma en almennt gildir um geðdeyfðarlyf.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Forðahylki til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
75-375 mg í senn einu sinni á dag. Hylkin gleypist heil með mat á sama tíma á hverjum degi. Hylkin má ekki opna, mylja, tyggja eða leysa upp.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Um 2 vikur.
Verkunartími:
Ekki að fullu þekktur. Lyfið er venjulega tekið í 3-6 mánuði eftir að einkenni hverfa.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Sjúkdómseinkenni geta aftur komið fram þegar töku lyfsins er hætt. Einnig er oft æskilegt að minnka skammta smám saman áður en töku lyfsins er hætt. Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Leitaðu læknis í öllum tilvikum. Ef vart verður við einkenni eins og hægan eða óreglulegan hjartslátt eða skerta meðvitund skal leita neyðarhjálpar þegar í stað.
Langtímanotkun:
Venlafaxín er tiltölulega nýtt lyf og áhrif af langtímanotkun lítið þekkt. Algengt er að lyfið sé tekið í 6 mánuði eftir að einkenni geðdeyfðar hverfa og engin sérstök vandamál fylgja töku lyfsins í þann tíma.
Aukaverkanir
Algengast er að fá ógleði og uppköst, en um 6% þeirra sem taka lyfið finna fyrir þeim aukaverkunum. Aukaverkanir lyfsins eru oftast mestar fyrst en mildast eða hverfa þegar meðferð er haldið áfram.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Geispar | |||||||
Gula | |||||||
Hraður hjartsláttur, hár blóðþrýstingur | |||||||
Hreyfitruflanir, parkinsonseinkenni | |||||||
Höfuðverkur, svimi, þróttleysi | |||||||
Krampar | |||||||
Kvíði, taugaveiklun | |||||||
Lystarleysi, þyngdarbreytingar | |||||||
Minnkuð kynhvöt eða getuleysi | |||||||
Munnþurrkur, aukin svitamyndun | |||||||
Ógleði, uppköst, hægðatregða | |||||||
Rugl, svefntruflanir | |||||||
Tíðatruflanir | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Öndunarerfiðleikar | |||||||
Þvaglátstruflanir |
Milliverkanir
Náttúrulyfið Jóhannesarjurt getur haft áhrif á virkni lyfsins. Ekki er mælt með samtímis töku megrunarlyfja.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Abiraterone STADA
- Akeega
- Akynzeo
- Aloxi
- Amitriptylin Abcur
- Anafranil
- Aritavi
- Atomoxetin Actavis
- Atomoxetin Medical Valley
- Atomoxetine STADA
- Benylan
- Bloxazoc
- Bupropion Teva
- Buronil
- Celebra
- Celecoxib Actavis
- Celecoxib Medical
- Cipralex
- Cipramil
- Cisordinol
- Cisordinol Acutard
- Cisordinol Depot
- Citalopram STADA
- Clarithromycin Krka
- Cloxabix
- Clozapin Medical
- Clozapine Actavis
- Comtess
- Cymbalta
- Duloxetin Krka
- Duloxetin W&H
- Duloxetine Medical Valley
- Elvanse Adult
- Escitalopram Bluefish
- Escitalopram STADA
- Esopram
- Fluanxol Depot
- Fluanxol Mite
- Flúoxetín Actavis
- Fluoxetin Mylan
- Fluoxetin WH
- Fluoxetine Vitabalans
- Fontex
- Haldol
- Haldol Depot
- Klacid
- Klomipramin Viatris
- Litarex
- Logimax
- Logimax forte
- Magical Mouthwash
- Metoprolol Alvogen
- Metoprololsuccinat Hexal
- Mianserin Viatris (áður Mianserin Mylan)
- Míron
- Míron Smelt
- Mirtazapin Bluefish
- Mirtazapin Krka
- Noritren
- Nozinan
- Olanzapin Actavis
- Oropram
- Parkódín
- Parkódín forte
- Paxetin
- Peratsin
- Qsiva
- Ríson
- Risperdal
- Risperdal Consta
- Risperidon Krka
- Risperidone Teva GmbH
- Rivaroxaban WH
- Seloken
- Seloken ZOC
- SEM mixtúra
- Seroxat
- Sertral
- Sertralin Bluefish
- Sertralin Krka
- Sertralin WH
- Sporanox
- Stalevo
- Stalevo (Lyfjaver)
- Stilnoct
- Strattera (Lyfjaver)
- Sufenta
- Terbinafin Actavis
- Terbinafin Medical Valley
- Tradolan
- Tramadol Actavis
- Tramadol Krka
- Tramól-L
- Trilafon dekanoat
- Truxal
- Volidax
- Warfarin Teva
- Wellbutrin Retard
- Wellbutrin Retard (Lyfjaver)
- Xarelto
- Yentreve
- Zalasta
- Zeldox
- Ziprasidon Actavis
- Zoloft
- Zyban
- Zypadhera
- Zyprexa
- Zyprexa Velotab
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með gláku
- þú sért með hjartasjúkdóm eða háan blóðþrýsting
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir einhverjum lyfjum
- þú hafir fengið krampa eða sért með flogaveiki
- þú takir einhver önnur lyf
- þú hafir sögu um blæðingartilhneigingu
- þú sért með sögu um árásargirni
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk og getur haft áhrif á barnið.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Lyfið getur dregið úr viðbragðsflýti. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.
Áfengi:
Eykur hættu á að aukaverkanir lyfsins komi fram, því á ekki að neyta áfengis meðan lyfið er tekið. Almennt er mælt gegn því að neyta áfengis samhliða meðferð með geðdeyfðarlyfjum.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.