Akeega
Æxlishemjandi lyf og lyf til ónæmistemprunar | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Abirateron Niraparib
Markaðsleyfishafi: Janssen-Cilag | Skráð: 19. apríl, 2023
Akeega er krabbameinslyf sem er notað til meðferðar hjá fullorðnum karlmönnum með krabbamein í blöðruhálskirtli með meinvörpum sem svarar ekki hormónahvarfsmeðferð. Lyfið inniheldur tvö virk efni, niraparib og abirateron. Niraparib kemur í veg fyrir að krabbameinsfrumur geti gert við DNA-ið sitt sem að veldur dauða frumnanna og hjálpar til við að hafa stjórn á krabbameininu. Abirateron kemur í veg fyrir myndun testósteróns í líkamanum og getur þannig dregið úr vaxtarhraða krabbameins í blöðruhálskirtli. Ásamt Akeega mun læknir ávísa lyfi sem heitir prednisón eða prednisólon. Það er tekið með lyfinu til þess að minnka líkur á aukaverkunum eins og háum blóðþrýstingi, vökvasöfnun og blóðkalíumlækkun.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
Ráðlagður upphafsskammtur er 200 mg/1.000 mg einu sinni á dag. Lyfið má ekki taka með mat. Töflur á að taka í einum skammti einu sinni á dag á fastandi maga að minnsta kosti einni klst. fyrir eða að minnsta kosti tveimur klst. eftir mat. Athugið að nota skal smokk og aðra örugga getnaðarvörn, ef þú stundar kynlíf með konu sem getur orðið þunguð eða er nú þegar þunguð.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Einstaklingsbundið.
Verkunartími:
Einstaklingsbundið.
Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá
Ef skammtur gleymist:
Ef þú gleymir að taka Akeega eða prednisón/prednisólon skaltu taka venjulegan skammt strax og þú manst eftir honum sama dag. Ef hann gleymist í meira en 1 dag skal hafa samband við lækni. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Skal hafa strax samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (543 2222).
Aukaverkanir
Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Listinn hér er ekki tæmandi, sjá fylgiseðil fyrir allar aukaverkanir.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Beinbrot | |||||||
Blóðleysi | |||||||
Hækkaður blóðþrýstingur | |||||||
Minnkuð matarlyst | |||||||
Munnþurrkur | |||||||
Mæði | |||||||
Ofnæmisviðbrögð, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar | |||||||
Ógleði, meltingartruflanir, uppköst og hægðatreða | |||||||
Sundl, þreyta | |||||||
Sýkingar | |||||||
Blóðkalíumlækkun | |||||||
Liðverkir, vöðvaverkir | |||||||
Blóðflagnafæð |
Milliverkanir
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Arava
- Bloxazoc
- Clozapin Medical
- Clozapine Actavis
- Cordarone
- Dexól
- Efexor Depot
- Haldol
- Haldol Depot
- Hyrimoz
- Idacio
- Logimax
- Logimax forte
- Metadon 2care4
- Metadon Abcur
- Metoprolol Alvogen
- Metoprololsuccinat Hexal
- NovoNorm
- Oftan Chlora
- Oxikodon Depot Actavis
- Oxycodone Alvogen
- Oxycodone/Naloxone Alvogen
- OxyContin Depot
- OxyNorm
- OxyNorm Dispersa
- Parkódín
- Parkódín forte
- Pioglitazone Actavis
- Propranolol hydrochloride
- Repaglinid Krka
- Rimactan
- Ríson
- Risperdal
- Risperdal Consta
- Risperidon Krka
- Risperidone Teva GmbH
- Seloken
- Seloken ZOC
- SEM mixtúra
- Sotalol Mylan
- Spirix
- Spiron
- Tambocor
- Tambocor (Heilsa)
- Targin
- Tegretol
- Tegretol retard
- Tegretol Retard (Lyfjaver)
- Tradolan
- Tramadol Actavis
- Tramadol Krka
- Tramól-L
- Venlafaxin Actavis
- Venlafaxin Krka
- Venlafaxin Medical Valley
- Venlafaxine Alvogen
- Venlafaxine Bluefish
- Vigamox
- Yuflyma
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með hjartasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með lifrarsjúkdóm
Meðganga:
Lyfið er ekki ætlað konum.
Brjóstagjöf:
Lyfið er ekki ætlað konum.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað til notkunar hjá börnum og unglingum.
Eldra fólk:
Venjulegir skammtar.
Akstur:
Lyfið getur haft áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla. Gæta á varúðar við akstur og notkun
véla.
Annað:
Einungis sérfræðilæknar í krabbameinslækningum og þvagfæraskurðlækningum mega ávísa lyfinu.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.