Idacio

Æxlishemjandi lyf og lyf til ónæmistemprunar | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Adalimumab

Markaðsleyfishafi: Fresenius Kabi Deutschland GmbH | Skráð: 2. apríl, 2019

Idacio er líftæknilyf notað við ýmsum bólgusjúkdómum í börnum og fullorðnum, meðal annars iktsýki, liðagigt, hryggikt, sóra og chrons. Virka efnið í Idacio heitir adalimumab og er svokallaður TNF-blokkari. TNF er hluti af ónæmiskerfi líkamans og er til staðar í auknu magni í bólgusjúkdómum, þegar lyfið hamlar TNF dregur það úr bólgu.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Stungulyf, lausn sprautuð undir húð.

Venjulegar skammtastærðir:
20mg-40mg aðra hverja viku. Skammtastærðir eru mismunandi eftir aldri, þyngd og sjúkdómi.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Lyfið er geymt í kæli (2°C-8°C). Staka sprautu má geyma við stofuhita til varnar gegn ljósi í allt að 28 daga.

Ef skammtur gleymist:
Sprautaðu þig um leið og þú manst eftir því og halda svo áfram að nota lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ef þú vilt hætta að nota lyfið skaltu gera það í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef tekin er of stór skammtur skal hafa samband við lækni, lyfjafræðing eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Langtímanotkun:
Við langtímameðferð er ráðlagt að meta ávinning og áhættu árlega.


Aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Hér er taldar upp þær aukaverkanir sem eru taldar mjög algengar eða geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Hækkun á blóðfitu          
Höfuðverkur          
Kviðverkir, ógleði, uppköst          
Ofnæmisviðbrögð, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar        
Óþægindi á stungustað          
Sýkingar          
Útbrot          
Vöðvaverkir          

Milliverkanir

Ekki mælt með samhliða notkun Idacio og annarra TNF-blokka (anakinra, abatacept).

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með hjartabilun
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með sýkingu
  • þú sért með taugasjúkdóm

Meðganga:
Notkun lyfsins á meðgöngu getur haft áhrif á nýbura. Einungis skal nota lyfið ef greinileg þörf er á. Mælt er með því að forðast þungun og þú verður að nota örugga getnaðarvörn meðan á notkun Idacio stendur og halda áfram notkun hennar í að minnsta kosti 5 mánuði eftir síðustu meðferð með Idacio.

Brjóstagjöf:
Notkun lyfsins er í lagi með barn á brjósti.

Eldra fólk:
Hætta á sýkingum er meiri hjá sjúklingum eldri en 65 ára.

Akstur:
Lyfið getur mögulega haft áhrif og hver og einn verður að meta hæfni sína til aksturs.

Annað:
Aðeins sérfræðilæknar í gigtarlækningum, húðsjúkdómum, meltingarsjúkdómum, gigtarsjúkdómum barna, ónæmisfræði og augnlækningum mega skrifa upp á þetta lyf.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.