Ecansya
Æxlishemjandi lyf og lyf til ónæmistemprunar | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Capecítabín
Markaðsleyfishafi: Krka | Skráð: 20. apríl, 2012
Ecansya er krabbameinslyf sem inniheldur virka efnið capecítabín. Lyfið er notað til meðferðar við krabbameini í ristli, endaþarmi, maga og brjóstum. Lyfið er frumueyðandi og stöðvar vöxt krabbameinsfruma.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
Einstaklingsbundinn skammtur tekinn 2svar á dag með mat eða ekki síðar en 30 mínútum eftir máltíð. Það á að gleypa töflurnar heilar, það má ekki mylja eða brjóta þær. Ecansya er vanalega tekið í meðferðarlotum, töflurnar teknar í 14 daga og svo 7 daga hlé þar sem engar töflur eru teknar.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Það á ekki að taka skammt sem gleymdist að taka og ekki tvöfalda skammt til að bæta upp fyrir þann sem gleymdist.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Hætta skal töku lyfsins í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef teknir eru of stórir skammtar skal hafa samband við lækni eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Einkenni ofskömmtunar geta verið ógleði og uppköst, niðurgangur, bólgur eða sár í meltingarvegi eða munni og verkur eða blæðingar frá þörmum eða maga.
Langtímanotkun:
Lyfið er ætluð til meðferðar við krabbameini en ekki til langtíma.
Aukaverkanir
Aukaverkanirnar geta orðið alvarlegar því er alltaf mikilvægt að láta lækninn vita um leið og þær koma fram.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Brjóstverkur | |||||||
Erting, kláði, útbrot | |||||||
Hár hiti | |||||||
Lystarleysi | |||||||
Niðurgangur, ógleði, uppköst og kviðverkir | |||||||
Roði, bólga eða önnur ofnæmiseinkenni | |||||||
Sýkingar | |||||||
Þreyta |
Milliverkanir
Það má ekki taka veirulyfið brívúdín samhliða Ecansya. Einnig þarf að passa fólinsýru inntöku samhliða lyfinu. Fólínsýra er oft í fjölvítamínum, láttu lækni vita af öllu lyfjum og bætiefnum sem þú tekur.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Clozapin Medical
- Clozapine Actavis
- Flagyl
- Folsyra Evolan
- Hyrimoz
- Idacio
- Metronidazol Actavis
- Metronidazol Baxter Viaflo
- Metronidazol Normon
- Warfarin Teva
- Yuflyma
- Zeposia
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- þú sért með hjartasjúkdóm
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með einhvern augnsjúkdóm
- þú sért með exem eða aðra húðsjúkdóma
- þú sért með lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með sykursýki
- þú hafir verið með niðurgang, uppköst eða hafir ekki getað drukkið vökva
Meðganga:
Það má ekki nota lyfið á meðgöngu. Konur á barneignaraldri verða að nota örugga getnaðarvörn á meðan lyfið er tekið og í 6 mánuði eftir að inntöku lýkur. Karlar sem nota lyfið verða einnig að nota örugga getnaðarvarnir meðan á meðferð stendur og í 3 mánuði eftir að henni lýkur.
Brjóstagjöf:
Það má ekki nota lyfið með barn á brjósti, það þarf að bíða í 2 vikur eftir að notkun lyfsins er lokið með að gefa barni brjóst.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum og unglingum undir 18 ára.
Eldra fólk:
Aukverkanir eru algengari hjá sjúklingum eldri en 60 ára.
Akstur:
Aukaverkanir lyfsins eins og svimi, ógleði og þreyta geta haft áhrif á hæfni til aksturs. Hver og einn verður að meta hæfni sína þegar reynsla er komin á lyfið.
Áfengi:
Í litlu magni virðist áfengi ekki hafa áhrif á virkni lyfsins.
Annað:
Ecansya má einungis sérfræðilæknir með reynslu af notkun æxlishemjandi lyfja skrifa upp á.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.