Metronidazol Normon
Sýkingalyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Metrónídazól
Markaðsleyfishafi: Laboratorios Normon | Skráð: 7. júní, 2018
Metrónídazól er sýkladrepandi lyf. Það verkar á margar tegundir baktería og sníkjudýra sem geta valdið sýkingum í kynfærum, meltingarvegi, loftvegum, munni og beinum. Ólíkt mörgum sýklalyfjum berst metrónídazól í miðtaugakerfið og gagnast því við bakteríusýkingum þar. Það er líka notað útvortis við sýkingum í húð, og í sumum tilfellum til að fyrirbyggja sýkingar vegna aðgerða. Lyfið þolist almennt vel, aukaverkanir þess eru mjög sjaldan það alvarlegar að hætta þurfi meðferð með lyfinu. Metronidazol Normon er notað handa fullorðnum og börnum til að fyrirbyggja sýkingar eftir skurðaðgerðir og til að meðhöndla alvarlegar sýkingar af völdum baktería sem að metrónídazól getur drepið.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Innrennslislyf í æð.
Venjulegar skammtastærðir:
Lyfið er gefið af heilbrigðisstarfsfólki og skammtar eru háðir: aldri, þyngd, ástandi sjúklings og sýkingu.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Misjafnt eftir því hvar sýkingin er, hvaða lyfjaform er notað og hversu næmir sýklarnir eru fyrir lyfinu.
Verkunartími:
6-12 klst.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Á ekki við.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Notaðu lyfið eins lengi og læknir segir fyrir um. Hætti lyfjanotkun of snemma aukast líkur á því að sýkingin nái sér aftur á strik.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Einkenni ofskömmtunar geta verið ógleði, uppköst, léleg samhæfing eða væg vanáttun.
Langtímanotkun:
Metrónídazól er sjaldnast notað lengur en í 10 daga í senn.
Aukaverkanir
Aukaverkanir lyfsins eru oftast tíðari eftir því sem skammtar eru stærri.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Brisbólga: Hiti og kviðverkir | |||||||
Gula | |||||||
Sveppasýking | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Alvarlegur niðurgangur |
Milliverkanir
Forðast á áfenga drykki og lyf sem innihalda alkóhól.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Activelle
- Alvofen Express
- Asubtela
- Capecitabine medac
- Cerazette
- Cleodette
- Cypretyl
- Depo-Provera
- Desirett
- Drovelis
- Ecansya
- Estring
- Estrofem 1 mg
- Estrofem 2 mg
- Estrogel
- Evorel Sequi
- Evra
- Femanest
- Gestrina
- Harmonet
- Ibetin
- Íbúfen
- Ibuprofen Zentiva
- Ibutrix
- ibuxin rapid
- Ikervis
- Jaydess
- Kliogest
- Kyleena
- Lenzetto
- Levonorgestrel ABECE (Heilsa)
- Levonorgestrel Apofri
- Levosert
- Levosertone
- Litarex
- Melleva
- Mercilon
- Microgyn
- Microstad
- Mirena
- Mycofenolsýra Accord
- Myfenax
- Myfenax (Heilsa)
- Myfortic
- Mykofenolatmofetil Actavis
- Navelbine
- Nexplanon
- Novofem
- Nurofen Apelsin (Heilsa)
- Nurofen Junior Appelsín
- Nurofen Junior Jarðarber
- NuvaRing
- Ornibel
- Ovestin
- Parapró
- Postinor
- Primolut N
- Qlaira
- Rewellfem
- Ryego
- Sandimmun Neoral
- Tegretol
- Tegretol retard
- Tegretol Retard (Lyfjaver)
- Trisekvens
- Vagidonna
- Vagifem
- Vinorelbin Actavis
- Vinorelbine Alvogen
- Visanne
- Vivelle Dot
- Warfarin Teva
- Yasmin
- Yasmin 28
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun
- þú sért með blóðsjúkdóm
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með taugasjúkdóm
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum. Forðast skal notkun þess á meðgöngu.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk en í venjulegum skömmtum er ólíklegt að það hafi áhrif á barnið. Forðast skal notkun þess með barn á brjósti og í 2-3 daga eftir að meðferð með lyfinu lýkur.
Börn:
Minni skammtar eru notaðir hjá yngri en 12 ára og eru þeir reiknaðir út frá líkamsþyngd.
Eldra fólk:
Læknir gæti breytt skammtastærðum eftir þörfum.
Akstur:
Lyfið gæti haft áhrif á aksturshæfni, hver og einn þarf að meta getu sína til aksturs.
Áfengi:
Ekki neyta áfengis meðan lyfið er tekið. Metrónídazól hindrar niðurbrot efna sem myndast úr áfengi og það getur valdið miklum óþægindum. Láttu a.m.k. 3 daga líða frá því að meðferð lýkur og þangað til áfengis er neytt.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Annað:
Meðferð við virkum sýkingum stendur yfirleitt í 7 til 10 daga.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.