Visanne

Kvenhormón | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Díenógest

Markaðsleyfishafi: Bayer | Skráð: 1. maí, 2012

Visanne er lyf til meðferðar við legslímuvillu (einkenni með verkjum vegna rangrar staðsetningar slímhúðar legs). Visanne inniheldur hormón, prógestógenið díenógest.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Fullorðnir: 1 tafla á dag.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Misjafnt eftir meðferð.

Verkunartími:
Um 1 sólarhringur.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Gæta að nægri inntöku af D vítamíni og Kalki (Kalsíum).

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum til varnar gegn ljósi, við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef það er stutt í næsta skammt skal sleppa þeim skammtu sem gleymdist. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef stórir skammtar eru teknir eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.

Langtímanotkun:
Getur minnkað beinþéttni, aðalega hjá unglingum undur 18 ára aldri. Mikilvægt er að tryggja næga inntöku af D vítamíni og Kalki (kalsíum).


Aukaverkanir

Aukaverkanir eru oftast vægar, eins og gildir um flest lyf í þessum flokki.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Depurð, minnkuð kynhvöt          
Eymsli í brjóstum          
Gula          
Höfuðverkur          
Óeðlilegar blæðingar          
Skapbreytingar          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      
Þyngdaraukning          

Milliverkanir

Greipaldinsafi og náttúrulyfið Jóhannesarjurt getur haft áhrif á virkni lyfsins og því mælt með því að forðast að drekka greipaldinsafa meðan á meðferð stendur.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með háan blóðþrýsting, hjarta- eða æðasjúkdóm
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með mígreni
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með sykursýki
  • þú hafir fengið krampa eða sért með flogaveiki
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með blæðingar frá fæðingarvegi af óþekktum ástæðum

Meðganga:
Visanne á ekki að taka á meðgöngu

Brjóstagjöf:
Visanne á ekki að taka meðan á brjóstagjöf stendur.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum áður en tíðarblæðingar hefjast.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.