Topiramate Alvogen
Flogaveikilyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Tópíramat
Markaðsleyfishafi: Alvogen | Skráð: 1. apríl, 2010
Topiramate Alvogen, sem inniheldur virka efnið tópíramat, er flogaveikilyf. Flogaveiki getur orsakast af heilaskaða eða gengið í erfðir. Margar undirtegundir flogaveiki hafa verið skilgreindar eftir þeim einkennum sem fylgja flogunum og breytingum sem verða á heilastarfsemi á meðan þau ganga yfir. Einkenni flogaveiki stafa af óeðlilega mikilli virkni taugafrumna í heila og hárri tíðni taugaboða. Þessar breytingar geta verið bundnar við lítinn hluta heilans (hlutaflog) eða náð yfir stóran hluta hans (alflog). Tópíramat hindrar þær breytingar sem verða á starfsemi heilans í flogaköstum, það dregur úr tíðni taugaboða og eykur áhrif hamlandi taugaboðefnis í heila. Lyfið er notað eitt og sér eða sem viðbótarmeðferð hjá sjúklingum með hlutaflog, með eða án síðkomnum alflogum og frumkomnum krampaflogum og sem viðbótarmeðferð við Lennox-Gastaut heilkenni. Lyfið er líka notað, sem annar valkostur, til að fyrirbyggja mígreni hjá fullorðnum.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
Skammtar eru einstaklingsbundnir. Flogaveiki: 25-500 mg á dag. Mígreni, fullorðnir: 25-200 mg á dag. Töflurnar gleypist heilar og þær má hvorki brjóta né mylja.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Einstaklingsbundið, en almennt næst stöðug blóðþéttni eftir 4-8 daga.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ef fleiri en einn skammtur gleymast í röð skaltu hafa samband við lækni. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Hætta skal töku lyfsins í samráði við lækni þar sem sjúkdómseinkenni geta aftur komið fram þegar töku lyfsins lýkur, sérstaklega ef skammtar eru ekki minnkaðir smám saman.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef teknir eru stórir skammtar eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni strax.
Langtímanotkun:
Án vandkvæða.
Aukaverkanir
Lyfið er yfirleitt gefið með öðrum flogaveikilyfjum og því er erfitt að segja til um það hvort eitthvert þeirra, og þá hvaða lyf, tengist aukaverkunum.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Hárlos | |||||||
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir | |||||||
Kviðverkir, hægðatregða | |||||||
Munnþurrkur | |||||||
Náladofi | |||||||
Sjóntruflanir, skjálfti, breytingar á bragðskyni | |||||||
Skapgerðarbreytingar | |||||||
Talerfiðleikar, ósamhæfðar vöðvahreyfingar | |||||||
Útbrot, kláði | |||||||
Vöðvaverkir, liðverkir | |||||||
Öndunarerfiðleikar | |||||||
Þróttleysi, minnisleysi, rugl, óróleiki | |||||||
Svefnhöfgi, þreyta, svimi | |||||||
Ógleði, lystarleysi, niðurgangur, uppköst | |||||||
Þunglyndi, kvíði, tilfinningatruflanir, þyngdarbreyting | |||||||
Athyglisbrestur | |||||||
Eyrnasuð, -verkur | |||||||
Blóðnasir, nefstífla og nefrennsli | |||||||
Tíð þvaglát, óþægindi við þvaglát |
Milliverkanir
Þegar getnaðarvarnarlyf, fenýtóín eða karbamazepín eru gefin með tópíramati getur þurft að breyta skömmtum. Fylgjast þarf með blóðþéttni digoxíns ef það er gefið með tópíramati. Einnig skal gæta varúðar varðandi notkun annarra lyfja sem geta valdið nýrnasteinum. Jóhannesarjurt getur hugsanlega minnkað virkni lyfsins.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Activelle
- Amiloride / HCT Alvogen
- Amitriptylin Abcur
- Asubtela
- Candpress Comp
- Cardil
- Cerazette
- Cleodette
- Cozaar Comp
- Cozaar Comp Forte
- Cypretyl
- Darazíð
- Depo-Provera
- Desirett
- Digoxin DAK (Lyfjaver)
- Diltiazem HCl Alvogen (áður Dilmin)
- Drovelis
- Enalapril comp ratiopharm
- Enalapril HCTZ Medical Valley
- Enalapril-Hydrochlorthiazid Krka
- Estring
- Estrofem 1 mg
- Estrofem 2 mg
- Estrogel
- Eucreas
- Evorel Sequi
- Evra
- Femanest
- Fycompa
- Gestrina
- Glucophage
- Haldol
- Haldol Depot
- Harmonet
- Hydromed
- Janumet
- Jaydess
- Jentadueto
- Kliogest
- Kyleena
- Lamictal
- Lamotrigin ratiopharm (Lyfjaver)
- Lenzetto
- Levonorgestrel ABECE (Heilsa)
- Levonorgestrel Apofri
- Levosert
- Levosertone
- Litarex
- Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley
- Losartankalium/hydrochlorothiazid Krka
- Melleva
- Mercilon
- Metformin Bluefish
- Metformin EQL
- Metformin Sandoz
- Metformin Teva B.V.
- Microgyn
- Microstad
- Mirena
- Nexplanon
- Novofem
- NuvaRing
- Omeprazol Actavis
- Omeprazol Alvogen (áður Omeprazol ratiopharm)
- Omeprazol Medical Valley
- Orfiril
- Orfiril Retard
- Ornibel
- Ovestin
- PEDIPPI
- Pioglitazone Actavis
- Postinor
- Presmin Combo
- Primolut N
- Propranolol hydrochloride
- Qlaira
- Rewellfem
- Ríson
- Risperdal
- Risperdal Consta
- Risperidon Krka
- Risperidone Teva GmbH
- Ryego
- Sitagliptin/Metformin Krka
- Sitagliptin/Metformin Medical Valley
- Sitagliptin/Metformin Sandoz
- Sitagliptin/Metformin Zentiva
- Stesolid
- Synjardy
- Tegretol
- Tegretol retard
- Tegretol Retard (Lyfjaver)
- Trisekvens
- Vagidonna
- Vagifem
- Valpress Comp
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka (Heilsa)
- Valsartan Hydroklortiazid Jubilant
- Vildagliptin/Metformin Krka
- Visanne
- Vivelle Dot
- Yasmin
- Yasmin 28
- Zonegran
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú eða einhver í fjölskyldunni hafi fengið nýrnasteina
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með sögu um augnsjúkdóm
Meðganga:
Lyfið eykur líkur á fósturskaða sé það notað á meðgöngu. Ekki ætti að nota lyfið nema gagnsemi þess fyrir móður sé talin vega þyngra en hugsanleg áhætta fyrir fóstrið.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk og getur haft áhrif á barnið.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 2 ára við flogaveiki.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Auk þeirra áhrifa sem flogaveikin hefur sjálf, getur lyfið skert athygli og viðbragðsflýti og þar með aksturshæfni. Ekki aka bíl meðan lyfið er tekið.
Áfengi:
Eykur sljóvgandi áhrif lyfsins og því á ekki að neyta áfengis meðan lyfið er tekið.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Annað:
Nægileg vökvaneysla er mikilvæg meðan á meðferð stendur.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.